Á stjórnarandstaðan bara að halda kjafti og vera sæt? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifaði grein á dögunum þar sem hún kennir stjórnarandstöðunni um allt sem aflaga fer á Alþingi. En sjaldan veldur einn þá tveir deila. Staðreyndin er sú að dagskrá Alþingis er á valdi ríkisstjórnarinnar í krafti meirihlutans og embættis forseta Alþingis. Það er ekki við stjórnarandstöðuna að sakast þegar ríkisstjórnin velur að keyra tæplega 60 mál inn í þingið á síðasta degi. Ríkisstjórninni er fullljóst að slík vinnubrögð munu alltaf leiða til vandamála og árekstra vegna tímaskorts við afgreiðslu mála. Vinnubrögðin eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnarOg hvað leiðir þessi lélega verkstjórn af sér? Stjórnarflokkarnir keyra áfram sína átakapólitík og neita að ræða við stjórnarandstöðuna um lyktir þingmála. Sumum finnst að stjórnarandstaðan eigi að sitja prúð og stillt í stað þess að reyna að breyta málum eða stöðva mál sem er skaðleg samfélaginu. Svo virðist sem það sé einmitt eini skilningur forsætisráðherra á orðunum „samráð" og „samvinna". Ríkisstjórnarflokkarnir hafa allt samráð að engu og í raun vilja það ekki. Þegar þing hófst 1. október 2011 lá fjöldi þingdaga fyrir. Þá lá líka fyrir að 30. apríl 2012 væri síðasti dagur til að mál geti mögulega komið á dagskrá Alþingis. Í stað þess að nýta alla starfsmánuði Alþingis til að afgreiða mál ríkisstjórnarinnar settu stjórnarflokkarnir líklega nýtt met í sofandahætti í ár, þar sem þeir lögðu nærri 60 þingmál inn í þingið á síðasta degi. Þá voru eftir þrettán þingfundadagar. Þessi 60 mál bættust við öll önnur sem þegar lágu óafgreidd í þinginu. Meðal mála sem komu fram á lokafresti voru stór og umdeild mál eins og sjávarútvegsfrumvörp, rammaáætlun um orkunýtingu, breytingar á stjórnarráði svo eitthvað sé nefnt. Með sína átakapólitík að vopni vilja stjórnarflokkarnir nú keyra öll þessi stóru mál, auk tuga annarra mála, í gegnum þingið á þessum síðustu dögum sem eftir eru. (Þegar þetta er skrifað lifa átta fundadagar af starfsáætlun þingsins). Þrátt fyrir það setja flokkarnir mjög umdeilt mál á dagskrá á undan óumdeildari málum sem þá læsast inni. Er það heilbrigt lýðræði?Á stjórnarandstaðan að hleypa öllum málum ríkisstjórnarinnar í gegn án umræðu? Nei, hlutverk stjórnarandstöðunnar er að veita meirihlutanum aðhald. Það er grunnatriði í lýðræðislegri stjórnskipan. Stjórnarandstaðan hefur óskað eftir því að minna umdeild mál verði rædd fyrst svo þau komist til nefnda Alþingis. Því hafnar stjórnarmeirihlutinn. Stjórnarandstaðan hefur boðið að öll mál er snúa að bættum hag heimilanna fái forgang. Því hafnar stjórnarmeirihlutinn, vill bara átakamálin á dagskrá. Er það forsvaranlegt að þingmönnum stjórnarandstöðunnar sé stillt upp við vegg af ríkisstjórnarflokkunum með þeim hætti að stjórnarflokkarnir taka í gíslingu málefni heimilanna og framsókn í atvinnumálum til að keyra yfir stjórnarandstöðuna, án umræðu, mál sem hún hefur aðrar skoðanir á? Vilja Íslendingar að átakastjórnmál gamalla tíma sem stjórnarflokkarnir stunda verði áfram við líði? Það getur ekki verið sök stjórnarandstöðunnar að málefni stjórnarflokkanna koma seint fram og illa unnin. Verkstjórnin og vinnubrögðin eru á ábyrgð forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifaði grein á dögunum þar sem hún kennir stjórnarandstöðunni um allt sem aflaga fer á Alþingi. En sjaldan veldur einn þá tveir deila. Staðreyndin er sú að dagskrá Alþingis er á valdi ríkisstjórnarinnar í krafti meirihlutans og embættis forseta Alþingis. Það er ekki við stjórnarandstöðuna að sakast þegar ríkisstjórnin velur að keyra tæplega 60 mál inn í þingið á síðasta degi. Ríkisstjórninni er fullljóst að slík vinnubrögð munu alltaf leiða til vandamála og árekstra vegna tímaskorts við afgreiðslu mála. Vinnubrögðin eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnarOg hvað leiðir þessi lélega verkstjórn af sér? Stjórnarflokkarnir keyra áfram sína átakapólitík og neita að ræða við stjórnarandstöðuna um lyktir þingmála. Sumum finnst að stjórnarandstaðan eigi að sitja prúð og stillt í stað þess að reyna að breyta málum eða stöðva mál sem er skaðleg samfélaginu. Svo virðist sem það sé einmitt eini skilningur forsætisráðherra á orðunum „samráð" og „samvinna". Ríkisstjórnarflokkarnir hafa allt samráð að engu og í raun vilja það ekki. Þegar þing hófst 1. október 2011 lá fjöldi þingdaga fyrir. Þá lá líka fyrir að 30. apríl 2012 væri síðasti dagur til að mál geti mögulega komið á dagskrá Alþingis. Í stað þess að nýta alla starfsmánuði Alþingis til að afgreiða mál ríkisstjórnarinnar settu stjórnarflokkarnir líklega nýtt met í sofandahætti í ár, þar sem þeir lögðu nærri 60 þingmál inn í þingið á síðasta degi. Þá voru eftir þrettán þingfundadagar. Þessi 60 mál bættust við öll önnur sem þegar lágu óafgreidd í þinginu. Meðal mála sem komu fram á lokafresti voru stór og umdeild mál eins og sjávarútvegsfrumvörp, rammaáætlun um orkunýtingu, breytingar á stjórnarráði svo eitthvað sé nefnt. Með sína átakapólitík að vopni vilja stjórnarflokkarnir nú keyra öll þessi stóru mál, auk tuga annarra mála, í gegnum þingið á þessum síðustu dögum sem eftir eru. (Þegar þetta er skrifað lifa átta fundadagar af starfsáætlun þingsins). Þrátt fyrir það setja flokkarnir mjög umdeilt mál á dagskrá á undan óumdeildari málum sem þá læsast inni. Er það heilbrigt lýðræði?Á stjórnarandstaðan að hleypa öllum málum ríkisstjórnarinnar í gegn án umræðu? Nei, hlutverk stjórnarandstöðunnar er að veita meirihlutanum aðhald. Það er grunnatriði í lýðræðislegri stjórnskipan. Stjórnarandstaðan hefur óskað eftir því að minna umdeild mál verði rædd fyrst svo þau komist til nefnda Alþingis. Því hafnar stjórnarmeirihlutinn. Stjórnarandstaðan hefur boðið að öll mál er snúa að bættum hag heimilanna fái forgang. Því hafnar stjórnarmeirihlutinn, vill bara átakamálin á dagskrá. Er það forsvaranlegt að þingmönnum stjórnarandstöðunnar sé stillt upp við vegg af ríkisstjórnarflokkunum með þeim hætti að stjórnarflokkarnir taka í gíslingu málefni heimilanna og framsókn í atvinnumálum til að keyra yfir stjórnarandstöðuna, án umræðu, mál sem hún hefur aðrar skoðanir á? Vilja Íslendingar að átakastjórnmál gamalla tíma sem stjórnarflokkarnir stunda verði áfram við líði? Það getur ekki verið sök stjórnarandstöðunnar að málefni stjórnarflokkanna koma seint fram og illa unnin. Verkstjórnin og vinnubrögðin eru á ábyrgð forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar