Hafið: Vagga lífsins og fjöregg Íslands Svandís Svavarsdóttir skrifar 12. maí 2012 06:00 Hafið er gullkista Íslendinga. Gjöfulir fiskistofnar umhverfis landið eru þeir sjóðir sem gerðu Íslendingum kleift að brjótast frá fátækt til velsældar. Þar er enn að finna verðmæti sem standa öðrum fremur undir lífskjörum okkar, þótt íslenskur efnahagur hvíli nú á fleiri stoðum en áður. Stjórnkerfi fiskveiða hefur lengi verið ein helsta þrætubók þjóðarinnar, en við megum ekki gleyma því að þrátt fyrir allt ríkir hér kannski dýpri og almennari sátt um nauðsyn sjálfbærra fiskveiða en hjá flestum öðrum þjóðum. Áhersla á stundargróða í fiskveiðum á kostnað lífríkisins er bein ógn við efnahag og samfélag Íslendinga til lengri tíma. Vonandi berum við gæfu til þess að viðhalda sáttinni um sjálfbærni í þeirri umræðu sem nú fer fram um umbætur á stjórnkerfi fiskveiða. Árangur Íslendinga á þessu sviði og augljósir hagsmunir okkar hafa valdið því að tekið er mark á Íslandi í alþjóðlegri umræðu um málefni hafsins. Íslendingar voru brautryðjendur í útfærslu landhelgi og lögsögu, sem síðar festist í sessi í alþjóðlegum hafrétti. Síðar voru íslensk stjórnvöld í fararbroddi í alþjóðlegri umræðu um mengun hafsins. Margt hefur áunnist á þessum sviðum, en málefni hafsins eru í brennidepli sem aldrei fyrr. Með vaxandi álagi á vistkerfi þurrlendisins beinast sjónir margra að auðlindum og tækifærum sem leynast í höfunum. Þau þekja 70% af jörðinni, en við þekkjum lífríki þeirra ekki til hlítar og eigum langt í land bæði með að vernda þau sem skyldi og nýta auðæfi þeirra á skynsamlegan og sjálfbæran hátt. Ofveiði er víða vandamál, ekki síst hjá mörgum þróunarríkjum sem eru illa í stakk búin að nýta fiskistofna sína á sjálfbæran hátt og samkvæmt vísindalegri þekkingu. Mengun er víða alvarleg ógn, ekki síst í innhöfum og grunnsævi undan þéttbýlum strandsvæðum. Kóralrif og önnur lífauðug vistkerfi eiga mjög undir högg að sækja vegna mengunar, loftslagsbreytinga og skemmda af völdum skaðlegra veiðiaðferða. Vaxandi sókn er í olíu á hafsbotni, sem er stundum dýru verði keypt eins og olíuslysið á Mexíkóflóa árið 2010 sýndi glöggt. Í stefnumótun um málefni hafanna er í vaxandi mæli horft til þess að samræma ólíka þætti í takt við fjölbreytta nýtingu á auðlindum sjávar og aukinn skilning á vistkerfinu. Samþætting umhverfisverndar og sjálfbærrar nýtingar er þar lykillinn að árangri. Það er rangt og skaðlegt að líta á vernd og nýtingu sem andstæður. Við okkur Íslendingum blasa fjölbreyttari not á auðlindum hafsins. Fiskeldi mun líklega fara vaxandi. Víða er hægt að nýta þang og kalkþörunga. Sjávarfallavirkjanir eru komnar á teikniborðið. Fjölbreytt og stórbrotin strandlengja Íslands er auðlind ferðaþjónustunnar ekki síður en víðerni hálendisins. Hvala- og selaskoðun skilar tekjum og styrkir byggðir. Á sama tíma skjóta nýjar ógnir upp kollinum, svo sem súrnun sjávar vegna losunar koldíoxíðs og möguleiki á stórauknum olíuflutningum nálægt Íslandsströndum. Allt þetta kallar á virka stefnumörkun Íslands í málefnum hafsins heima fyrir og öflugan málflutning á alþjóðasviðinu. Þar dugar ekki að orna sér við gamla sigra. Stundum er eins og gjá sé á milli stefnu um nýtingu auðlinda hafsins annars vegar og um umhverfis- og náttúruvernd hins vegar. Slíkt gengur einfaldlega ekki. Vernd og nýting auðlinda hafsins eru tvær hliðar á sama peningi. Ísland þarf að vera öflugur málsvari umhverfisverndar á höfunum, hvort sem litið er til mengunar, loftslagsbreytinga eða verndar verðmætra vistkerfa. Ísland á einnig að beita sér fyrir sjónarmiðum sjálfbærrar nýtingar á heimamiðum, í viðræðum um flökkustofna og í þróunaraðstoð. Höfin geta verið gullkista allra jarðarbúa, en einungis ef við gætum vel að því að skilja vistkerfi þeirra og vernda lífríkið. Ísland á að setja metnað sinn í að vera leiðandi í þeirri umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Hafið er gullkista Íslendinga. Gjöfulir fiskistofnar umhverfis landið eru þeir sjóðir sem gerðu Íslendingum kleift að brjótast frá fátækt til velsældar. Þar er enn að finna verðmæti sem standa öðrum fremur undir lífskjörum okkar, þótt íslenskur efnahagur hvíli nú á fleiri stoðum en áður. Stjórnkerfi fiskveiða hefur lengi verið ein helsta þrætubók þjóðarinnar, en við megum ekki gleyma því að þrátt fyrir allt ríkir hér kannski dýpri og almennari sátt um nauðsyn sjálfbærra fiskveiða en hjá flestum öðrum þjóðum. Áhersla á stundargróða í fiskveiðum á kostnað lífríkisins er bein ógn við efnahag og samfélag Íslendinga til lengri tíma. Vonandi berum við gæfu til þess að viðhalda sáttinni um sjálfbærni í þeirri umræðu sem nú fer fram um umbætur á stjórnkerfi fiskveiða. Árangur Íslendinga á þessu sviði og augljósir hagsmunir okkar hafa valdið því að tekið er mark á Íslandi í alþjóðlegri umræðu um málefni hafsins. Íslendingar voru brautryðjendur í útfærslu landhelgi og lögsögu, sem síðar festist í sessi í alþjóðlegum hafrétti. Síðar voru íslensk stjórnvöld í fararbroddi í alþjóðlegri umræðu um mengun hafsins. Margt hefur áunnist á þessum sviðum, en málefni hafsins eru í brennidepli sem aldrei fyrr. Með vaxandi álagi á vistkerfi þurrlendisins beinast sjónir margra að auðlindum og tækifærum sem leynast í höfunum. Þau þekja 70% af jörðinni, en við þekkjum lífríki þeirra ekki til hlítar og eigum langt í land bæði með að vernda þau sem skyldi og nýta auðæfi þeirra á skynsamlegan og sjálfbæran hátt. Ofveiði er víða vandamál, ekki síst hjá mörgum þróunarríkjum sem eru illa í stakk búin að nýta fiskistofna sína á sjálfbæran hátt og samkvæmt vísindalegri þekkingu. Mengun er víða alvarleg ógn, ekki síst í innhöfum og grunnsævi undan þéttbýlum strandsvæðum. Kóralrif og önnur lífauðug vistkerfi eiga mjög undir högg að sækja vegna mengunar, loftslagsbreytinga og skemmda af völdum skaðlegra veiðiaðferða. Vaxandi sókn er í olíu á hafsbotni, sem er stundum dýru verði keypt eins og olíuslysið á Mexíkóflóa árið 2010 sýndi glöggt. Í stefnumótun um málefni hafanna er í vaxandi mæli horft til þess að samræma ólíka þætti í takt við fjölbreytta nýtingu á auðlindum sjávar og aukinn skilning á vistkerfinu. Samþætting umhverfisverndar og sjálfbærrar nýtingar er þar lykillinn að árangri. Það er rangt og skaðlegt að líta á vernd og nýtingu sem andstæður. Við okkur Íslendingum blasa fjölbreyttari not á auðlindum hafsins. Fiskeldi mun líklega fara vaxandi. Víða er hægt að nýta þang og kalkþörunga. Sjávarfallavirkjanir eru komnar á teikniborðið. Fjölbreytt og stórbrotin strandlengja Íslands er auðlind ferðaþjónustunnar ekki síður en víðerni hálendisins. Hvala- og selaskoðun skilar tekjum og styrkir byggðir. Á sama tíma skjóta nýjar ógnir upp kollinum, svo sem súrnun sjávar vegna losunar koldíoxíðs og möguleiki á stórauknum olíuflutningum nálægt Íslandsströndum. Allt þetta kallar á virka stefnumörkun Íslands í málefnum hafsins heima fyrir og öflugan málflutning á alþjóðasviðinu. Þar dugar ekki að orna sér við gamla sigra. Stundum er eins og gjá sé á milli stefnu um nýtingu auðlinda hafsins annars vegar og um umhverfis- og náttúruvernd hins vegar. Slíkt gengur einfaldlega ekki. Vernd og nýting auðlinda hafsins eru tvær hliðar á sama peningi. Ísland þarf að vera öflugur málsvari umhverfisverndar á höfunum, hvort sem litið er til mengunar, loftslagsbreytinga eða verndar verðmætra vistkerfa. Ísland á einnig að beita sér fyrir sjónarmiðum sjálfbærrar nýtingar á heimamiðum, í viðræðum um flökkustofna og í þróunaraðstoð. Höfin geta verið gullkista allra jarðarbúa, en einungis ef við gætum vel að því að skilja vistkerfi þeirra og vernda lífríkið. Ísland á að setja metnað sinn í að vera leiðandi í þeirri umræðu.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun