Að spýta mórauðu Sighvatur Björgvinsson skrifar 5. maí 2012 06:00 Sú var tíðin, að Íslendingar tuggðu munntóbak og spýttu mórauðu. Mórauðastur var víst spýtingur þeirra, sem tuggðu rjól. Menn spýttu gjarna mórauðu þar sem hverjum og einum hentaði. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og Hótel Íslandi – jafnvel undir borð og bak við mublur. Unz svo kom að landlækni og bæjarstjórn Reykjavíkur, sem þá hét, ofbauð. Hrákaslettunum fylgdi nefnilega mikill söfnuður sýkla og sóttkveikja, sem mönnum stafaði háski af – auk þess sem einhverjum þótti sóðaskapur að; líkast til þó bara þeim, sem ekki tuggðu tóbak. Yfirvöld komu því fyrir hrákadöllum hvarvetna; á opinberum skrifstofum, á veitingahúsum og jafnvel utan dyra. Til þess var ætlast að tóbakstyggjarar hræktu í dallana og þannig mætti losna við sóðaskapinn – og sýklana. Síðan þetta var hafa orðið miklar framfarir á Íslandi. Þjóðin sögð vera orðin mjög umhverfislega meðvituð – einkum þó og sér í lagi umhverfislega meðvituð þar um slóðir sem fæstir Íslendingar eiga sjálfir leið um. Auk þess er þjóðin löngu hætt að tyggja tóbak og rjól – en farin að tyggja tyggigúmmí í gríð og erg. Og hrækir svo frá sér tyggigúmmíinu hvar sem hverjum hentar. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og gervöllum krám og kaffibörum staðarins – og undir stóla og bak við mublur þegar enginn er að horfa. Tyggjóhrákarnir nema að mér sýnist ekki minna en sex til sjö slettum á hvern fermetra á gangstígunum í 101 Reykjavík. Slíkum árangri náðu þó tóbaks- og rjóltyggjendurnir aldrei hér á árunum áður. Enda miklu fleira mannfólk sem gengur nú um gangstíga í 101 en þá og hver og einn ákaflega umhverfislega meðvitaður núna – nema hvað? Þó tekist hafi að útrýma berklum, sem mest hættan var talin að stafaði af sóttkveikjum í mórauða spýtingnum, eru margir ekkert síður skeinuhættir sjúkdómar sem láta á sér kræla í tyggjóhrákunum ef að væri gáð. Ef menn nú gefa sér tíma til þess að líta niður fyrir lappirnar á sér á ferð um 101 væri þá ekki ráð að landlæknir og borgarstjórn Reykjavíkur innleiddu aftur hrákadallana; t.d. á gatnamótum, fyrir framan Hótel Borg, á opinberum skrifstofum – og inni á skemmtistöðum. Vegna mikilla framfara og aukinnar umhverfisvitundar sem tvímælalaust hafa orðið hjá Íslendingum mætti mála dallana græna. Þá yrðu þeir svo umhverfisvænir. Ef vel tækist til mætti svo einhvern tíma í framtíðinni ná svo langt í umhverfismeðvitundinni að fólk hætti að gera þarfir sínar í húsagörðum og bak við myndastyttur í miðbænum – jafnvel að það fengist til þess að hirða sjálft umbúðirnar utan af tyggjóinu, sælgætinu, pylsunum, kókinu, bjórnum og hvað það nú allt saman heitir sem umhverfismeðvitaða fólkið skilur eftir sig í kjölfar helgarskemmtananna í miðbæ Reykjavíkurborgar. Mikið væri nú gott ef umhverfismeðvitað fólk væri jafn umhverfismeðvitað um nágrenni sitt og það er um fjarlægðirnar sem fæst af því hefur nokkru sinni heimsótt – svo sé Guði fyrir að þakka. Hvernig myndi umhverfið þar líka líta út ef álíka fjöldi umhverfismeðvitaðara Íslendinga ætti þar leið um og er á ferðinni nótt sem dag í 101 Reykjavík? Það væri nú sjón að sjá! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Sú var tíðin, að Íslendingar tuggðu munntóbak og spýttu mórauðu. Mórauðastur var víst spýtingur þeirra, sem tuggðu rjól. Menn spýttu gjarna mórauðu þar sem hverjum og einum hentaði. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og Hótel Íslandi – jafnvel undir borð og bak við mublur. Unz svo kom að landlækni og bæjarstjórn Reykjavíkur, sem þá hét, ofbauð. Hrákaslettunum fylgdi nefnilega mikill söfnuður sýkla og sóttkveikja, sem mönnum stafaði háski af – auk þess sem einhverjum þótti sóðaskapur að; líkast til þó bara þeim, sem ekki tuggðu tóbak. Yfirvöld komu því fyrir hrákadöllum hvarvetna; á opinberum skrifstofum, á veitingahúsum og jafnvel utan dyra. Til þess var ætlast að tóbakstyggjarar hræktu í dallana og þannig mætti losna við sóðaskapinn – og sýklana. Síðan þetta var hafa orðið miklar framfarir á Íslandi. Þjóðin sögð vera orðin mjög umhverfislega meðvituð – einkum þó og sér í lagi umhverfislega meðvituð þar um slóðir sem fæstir Íslendingar eiga sjálfir leið um. Auk þess er þjóðin löngu hætt að tyggja tóbak og rjól – en farin að tyggja tyggigúmmí í gríð og erg. Og hrækir svo frá sér tyggigúmmíinu hvar sem hverjum hentar. Á götur og gangstíga, í anddyri verslana, fyrir utan aðgangsdyrnar að Hótel Borg og gervöllum krám og kaffibörum staðarins – og undir stóla og bak við mublur þegar enginn er að horfa. Tyggjóhrákarnir nema að mér sýnist ekki minna en sex til sjö slettum á hvern fermetra á gangstígunum í 101 Reykjavík. Slíkum árangri náðu þó tóbaks- og rjóltyggjendurnir aldrei hér á árunum áður. Enda miklu fleira mannfólk sem gengur nú um gangstíga í 101 en þá og hver og einn ákaflega umhverfislega meðvitaður núna – nema hvað? Þó tekist hafi að útrýma berklum, sem mest hættan var talin að stafaði af sóttkveikjum í mórauða spýtingnum, eru margir ekkert síður skeinuhættir sjúkdómar sem láta á sér kræla í tyggjóhrákunum ef að væri gáð. Ef menn nú gefa sér tíma til þess að líta niður fyrir lappirnar á sér á ferð um 101 væri þá ekki ráð að landlæknir og borgarstjórn Reykjavíkur innleiddu aftur hrákadallana; t.d. á gatnamótum, fyrir framan Hótel Borg, á opinberum skrifstofum – og inni á skemmtistöðum. Vegna mikilla framfara og aukinnar umhverfisvitundar sem tvímælalaust hafa orðið hjá Íslendingum mætti mála dallana græna. Þá yrðu þeir svo umhverfisvænir. Ef vel tækist til mætti svo einhvern tíma í framtíðinni ná svo langt í umhverfismeðvitundinni að fólk hætti að gera þarfir sínar í húsagörðum og bak við myndastyttur í miðbænum – jafnvel að það fengist til þess að hirða sjálft umbúðirnar utan af tyggjóinu, sælgætinu, pylsunum, kókinu, bjórnum og hvað það nú allt saman heitir sem umhverfismeðvitaða fólkið skilur eftir sig í kjölfar helgarskemmtananna í miðbæ Reykjavíkurborgar. Mikið væri nú gott ef umhverfismeðvitað fólk væri jafn umhverfismeðvitað um nágrenni sitt og það er um fjarlægðirnar sem fæst af því hefur nokkru sinni heimsótt – svo sé Guði fyrir að þakka. Hvernig myndi umhverfið þar líka líta út ef álíka fjöldi umhverfismeðvitaðara Íslendinga ætti þar leið um og er á ferðinni nótt sem dag í 101 Reykjavík? Það væri nú sjón að sjá!
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun