Ísland eins og tölvugrafík 1. apríl 2012 17:00 Kit við tökur á Íslandi. „Ég elska landið þitt!" hrópar leikarinn Kit Harington upp yfir sig er blaðamaður kveðst vera frá Íslandi og vilja fá að ræða við hann um tökur þáttanna Game of Thrones sem fram fóru á Vatnajökli í nóvember síðastliðnum. „Það er einn af þessum stöðum sem ég myndi vilja flytja til. Ég elska það í alvöru! Ísland á sérstakan stað í hjarta mér." Ákafi Kit er svo dásamlega einlægur að blaðamaður þarf að hafa sig allan við að teygja ekki fram armana og klípa í rjóðar, tuttugu og fimm ára kinnarnar á honum og segja „gútsí-gú". Kit er nýútskrifaður úr leiklistarskóla. Engu að síður hafa honum hlotnast tvær stórar rullur á síðustu misserum: Annars vegar aðalhlutverkið í leikritinu War Horse sem sýnt var í breska Þjóðleikhúsinu og nú síðast hlutverk geðþekka bastarðsins Jon Snow í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. „Við dvöldum á Íslandi í um fjórar vikur við tökur," segir Kit. „Við tókum upp á þremur mismunandi stöðum á jöklinum. Og það var kalt." Hann hlær. „Skeggið á okkur fraus." Rakað virðist bústið andlit hans barnslegt. Ungæðislegur glampi er í koparbrúnum augunum. Þetta er tæpast ásjóna manns sem maður fæli það torvelda verkefni að verja heimsálfuna Vesturás fyrir ágangi lifandi dauðra ófreskja sem kallast Hvítgöngurnar (White Walkers). „Ísland tók vel á móti okkur. Við vorum mjög heppin með veður. Dagarnir voru heiðskírir og vetrarsólin skein á okkur. Einn myndatökumannanna sagðist hafa skotið magnaðasta myndskeið ferils síns á jöklinum. Allt í einum heyrðum við einhvern hrópa: „JESS!"" Kit segist nýverið hafa fengið að horfa á brot úr senum sem teknar voru upp á Íslandi. „Þær eru svo fallegar og framandi. Þær líta út eins og tölvugrafík. Við fórum til Íslands til að forðast að nota tölvugrafík en furðulegt nokk varð niðurstaðan í raun óraunverulegri en grafík." Persóna Kit í þáttunum er send til hins kalda Norðurs þar sem hann gengur til liðs við varðlið Næturvarðanna. Hjálpaði kuldinn á Íslandi honum að komast í karakter? „Sem leikari er engu líkt að vera staddur í umhverfi eins og því sem karakterinn á að vera staddur í. Og Ísland er eins nálægt Norðrinu og hægt er að hafa það. Það er kalt, hrjóstrugt, landslagið er framandi og á sinn eigin hátt er það gríðarlega fallegt. Aðstæðurnar hjálpuðu okkur leikurunum mjög." Áætlað er að tökur á þriðju seríu Game of Thrones hefjist í júlí. Kit segist vona að þær fari aftur fram á Íslandi. Game of Thrones Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
„Ég elska landið þitt!" hrópar leikarinn Kit Harington upp yfir sig er blaðamaður kveðst vera frá Íslandi og vilja fá að ræða við hann um tökur þáttanna Game of Thrones sem fram fóru á Vatnajökli í nóvember síðastliðnum. „Það er einn af þessum stöðum sem ég myndi vilja flytja til. Ég elska það í alvöru! Ísland á sérstakan stað í hjarta mér." Ákafi Kit er svo dásamlega einlægur að blaðamaður þarf að hafa sig allan við að teygja ekki fram armana og klípa í rjóðar, tuttugu og fimm ára kinnarnar á honum og segja „gútsí-gú". Kit er nýútskrifaður úr leiklistarskóla. Engu að síður hafa honum hlotnast tvær stórar rullur á síðustu misserum: Annars vegar aðalhlutverkið í leikritinu War Horse sem sýnt var í breska Þjóðleikhúsinu og nú síðast hlutverk geðþekka bastarðsins Jon Snow í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. „Við dvöldum á Íslandi í um fjórar vikur við tökur," segir Kit. „Við tókum upp á þremur mismunandi stöðum á jöklinum. Og það var kalt." Hann hlær. „Skeggið á okkur fraus." Rakað virðist bústið andlit hans barnslegt. Ungæðislegur glampi er í koparbrúnum augunum. Þetta er tæpast ásjóna manns sem maður fæli það torvelda verkefni að verja heimsálfuna Vesturás fyrir ágangi lifandi dauðra ófreskja sem kallast Hvítgöngurnar (White Walkers). „Ísland tók vel á móti okkur. Við vorum mjög heppin með veður. Dagarnir voru heiðskírir og vetrarsólin skein á okkur. Einn myndatökumannanna sagðist hafa skotið magnaðasta myndskeið ferils síns á jöklinum. Allt í einum heyrðum við einhvern hrópa: „JESS!"" Kit segist nýverið hafa fengið að horfa á brot úr senum sem teknar voru upp á Íslandi. „Þær eru svo fallegar og framandi. Þær líta út eins og tölvugrafík. Við fórum til Íslands til að forðast að nota tölvugrafík en furðulegt nokk varð niðurstaðan í raun óraunverulegri en grafík." Persóna Kit í þáttunum er send til hins kalda Norðurs þar sem hann gengur til liðs við varðlið Næturvarðanna. Hjálpaði kuldinn á Íslandi honum að komast í karakter? „Sem leikari er engu líkt að vera staddur í umhverfi eins og því sem karakterinn á að vera staddur í. Og Ísland er eins nálægt Norðrinu og hægt er að hafa það. Það er kalt, hrjóstrugt, landslagið er framandi og á sinn eigin hátt er það gríðarlega fallegt. Aðstæðurnar hjálpuðu okkur leikurunum mjög." Áætlað er að tökur á þriðju seríu Game of Thrones hefjist í júlí. Kit segist vona að þær fari aftur fram á Íslandi.
Game of Thrones Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira