Krónan eða kúgildið 30. mars 2012 06:00 Íslenska krónan sem gjaldmiðill sjálfstæðrar þjóðar er nú komin á ellilífeyrisaldurinn. Öll hennar vegferð hefur verið sama markinu brennd. Ýmist hefur hún verið í frjálsu falli eða hrunið stall af stalli niður til móts við botnlaust hyldýpið. Krónan er nú innan við eyris virði á við það, sem var þegar lagt var upp með hana. Samt vilja sumir halda því fram, að krónan hafi bjargað landsmönnum og geri það enn. Í hvert skipti sem krónan hefur hrunið hefur hún flutt verðmæti frá almenningi til útvaldra – ekki síst til útvegsmanna. Þann hagnað hafa menn svo notað með ýmsum hætti sér og sínum til hagræðis – stundum til þess að kaupa sér útgerðarfyrirtæki í útlöndum nú eða kvóta hver af öðrum. Í hvert skipti sem krónan hefur fallið hefur kaupmáttur launa almennings hrunið. Kaupgeta rýrnað. Ávöxtur kjarabaráttu horfið. Húseignir almennings verðfallið. Traust glatast. Svo segja menn að þjóðin hafi grætt á því! Aðrir vinir hrunkrónunnar halda því fram, að íslenska krónan sé svo „þjóðleg". Ég sé ekki hvað er þjóðlegt við það að hanga á gjaldmiðli, sem alltaf er á hausnum. Vel má vera, að útlendingar, sem töpuðu meira en sjö þúsund milljónum króna á því að lána Íslendingum peninga, telji að þar hæfi skel kjafti þegar þjóð, sem illa er treystandi noti gjaldmiðil, sem ekki er treystandi – en að það eigi að vera þjóðlegt get ég ekki skilið. Er samhengið þar? Svo hangið sé áfram á hinum þjóðlegu nótum þá kennir Íslandssagan okkur að þjóðin hefur átt miklu habílli gjaldmiðla í sögu sinni en íslensku krónuna. Þeir, sem þjóðlegheitanna vegna vilja taka upp nýjan og stöðugri gjaldmiðil en hrunkrónuna og umfram allt vilja ekki samsama okkur Íslendinga við þá heimsálfu, Evrópu, sem Drottinn kaus okkur sem íverustað, ættu að leita þjóðlegra lausna í sögunni. Þar eru a.m.k. þrjú fordæmi um gjaldmiðil, sem var stöðugri en krónan. 1. Mörk silfurs. Sá var gjaldmiðillinn í árdaga íslenskrar sögu. Sú mynt var hins vegar vegin en ekki slegin og sá ljóður var á, að svindlarar þjóðveldistímans, sem nú heita víst útrásarvíkingar, komust fljótt að raun um að hafa mátti fé af almenningi bæði með því að svindla á vog og silfri. Gullaldaríslendingar gáfu því þennan gjaldmiðil frá sér – enda ekki eins umburðarlyndir með ónýtum gjaldmiðli og afkomendurnir. 2. Alin vaðmáls. Sá gjaldmiðill stóð lengi fyrir sínu sbr. „Sögu Íslendinga" eftir Jón Jóhannesson. Erfiðleikarnir í dag yrðu hins vegar þeir, að eftir lokun ullarfabrikka SÍS á Akureyri og Álafossverksmiðjanna er vaðmál nánast ekki lengur framleitt á Íslandi og því hætt við að lausafjárskortur yrði meðal þjóðarinnar ef þessi gjaldmiðill yrði nú endurupptekinn. 3. Kúgildi tók svo síðar við sem verðgildisviðmið og grundvöllur viðskipta og eignamats á Íslandi. Sá gjaldmiðill var miklu stöðugri en íslenska krónan – enda kýr tregar í taumi. Að byggja nýjan gjaldmiðil á Íslandi á kúgildinu er því ekki aðeins traustleikamerki heldur umfram allt einkar þjóðlegt. Hvað er þjóðlegra en það að nota íslensku kúna, sem er af mjög sérstöku kúakyni sem hvergi finnst annars staðar og framleiðir auk þess mjólk sem talin er vera sú hollasta í heimi og þó víðar væri leitað – að nota þessa dýrðarskepnu sem undirstöðu nýs gjaldmiðils, kúgildisins? Myntfóturinn gæti sem hæglegast verið afurðamikil kýr í Árnessýslu, sveitinni hans Guðna míns Ágústssonar. Á bakhlið kúgildismyntarinnar færi vel að hafa mynd af rjómabúinu á Baugsstöðum og á framhliðinni portrett af Guttormi sálaða, húsdýragarðsnauti, en Guttormur sá mun vera einna frægastur nautpenings á Íslandi frá landnámi næstur á eftir Þorgeirsbola. Í stað þess að menn hneykslist svo yfir því að útrásarvíkingar skuli nota gullsand sem útálát með sósunni í London, París eða Róm geta blöðin slegið því upp að þeir hafi étið kúgildi á mann í London, París eða Róm. „Blessaaaðir mennirnir", mundi Guðni þá segja. Þetta ættu þjóðhollir menn að skoða vandlega. Svo leitað sé í nýyrðasafn Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, þá ætti forystan þar að „stinga höfðinu í steininn" og efna til ráðstefnu sem gæti heitið: „KRÓNAN EÐA KÚGILDIÐ". Ekki þyrfti þá að leita að fyrirlesurum utan landsteinanna því í þeirri sveit er mikið til af aldeilis kýrskýru fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska krónan sem gjaldmiðill sjálfstæðrar þjóðar er nú komin á ellilífeyrisaldurinn. Öll hennar vegferð hefur verið sama markinu brennd. Ýmist hefur hún verið í frjálsu falli eða hrunið stall af stalli niður til móts við botnlaust hyldýpið. Krónan er nú innan við eyris virði á við það, sem var þegar lagt var upp með hana. Samt vilja sumir halda því fram, að krónan hafi bjargað landsmönnum og geri það enn. Í hvert skipti sem krónan hefur hrunið hefur hún flutt verðmæti frá almenningi til útvaldra – ekki síst til útvegsmanna. Þann hagnað hafa menn svo notað með ýmsum hætti sér og sínum til hagræðis – stundum til þess að kaupa sér útgerðarfyrirtæki í útlöndum nú eða kvóta hver af öðrum. Í hvert skipti sem krónan hefur fallið hefur kaupmáttur launa almennings hrunið. Kaupgeta rýrnað. Ávöxtur kjarabaráttu horfið. Húseignir almennings verðfallið. Traust glatast. Svo segja menn að þjóðin hafi grætt á því! Aðrir vinir hrunkrónunnar halda því fram, að íslenska krónan sé svo „þjóðleg". Ég sé ekki hvað er þjóðlegt við það að hanga á gjaldmiðli, sem alltaf er á hausnum. Vel má vera, að útlendingar, sem töpuðu meira en sjö þúsund milljónum króna á því að lána Íslendingum peninga, telji að þar hæfi skel kjafti þegar þjóð, sem illa er treystandi noti gjaldmiðil, sem ekki er treystandi – en að það eigi að vera þjóðlegt get ég ekki skilið. Er samhengið þar? Svo hangið sé áfram á hinum þjóðlegu nótum þá kennir Íslandssagan okkur að þjóðin hefur átt miklu habílli gjaldmiðla í sögu sinni en íslensku krónuna. Þeir, sem þjóðlegheitanna vegna vilja taka upp nýjan og stöðugri gjaldmiðil en hrunkrónuna og umfram allt vilja ekki samsama okkur Íslendinga við þá heimsálfu, Evrópu, sem Drottinn kaus okkur sem íverustað, ættu að leita þjóðlegra lausna í sögunni. Þar eru a.m.k. þrjú fordæmi um gjaldmiðil, sem var stöðugri en krónan. 1. Mörk silfurs. Sá var gjaldmiðillinn í árdaga íslenskrar sögu. Sú mynt var hins vegar vegin en ekki slegin og sá ljóður var á, að svindlarar þjóðveldistímans, sem nú heita víst útrásarvíkingar, komust fljótt að raun um að hafa mátti fé af almenningi bæði með því að svindla á vog og silfri. Gullaldaríslendingar gáfu því þennan gjaldmiðil frá sér – enda ekki eins umburðarlyndir með ónýtum gjaldmiðli og afkomendurnir. 2. Alin vaðmáls. Sá gjaldmiðill stóð lengi fyrir sínu sbr. „Sögu Íslendinga" eftir Jón Jóhannesson. Erfiðleikarnir í dag yrðu hins vegar þeir, að eftir lokun ullarfabrikka SÍS á Akureyri og Álafossverksmiðjanna er vaðmál nánast ekki lengur framleitt á Íslandi og því hætt við að lausafjárskortur yrði meðal þjóðarinnar ef þessi gjaldmiðill yrði nú endurupptekinn. 3. Kúgildi tók svo síðar við sem verðgildisviðmið og grundvöllur viðskipta og eignamats á Íslandi. Sá gjaldmiðill var miklu stöðugri en íslenska krónan – enda kýr tregar í taumi. Að byggja nýjan gjaldmiðil á Íslandi á kúgildinu er því ekki aðeins traustleikamerki heldur umfram allt einkar þjóðlegt. Hvað er þjóðlegra en það að nota íslensku kúna, sem er af mjög sérstöku kúakyni sem hvergi finnst annars staðar og framleiðir auk þess mjólk sem talin er vera sú hollasta í heimi og þó víðar væri leitað – að nota þessa dýrðarskepnu sem undirstöðu nýs gjaldmiðils, kúgildisins? Myntfóturinn gæti sem hæglegast verið afurðamikil kýr í Árnessýslu, sveitinni hans Guðna míns Ágústssonar. Á bakhlið kúgildismyntarinnar færi vel að hafa mynd af rjómabúinu á Baugsstöðum og á framhliðinni portrett af Guttormi sálaða, húsdýragarðsnauti, en Guttormur sá mun vera einna frægastur nautpenings á Íslandi frá landnámi næstur á eftir Þorgeirsbola. Í stað þess að menn hneykslist svo yfir því að útrásarvíkingar skuli nota gullsand sem útálát með sósunni í London, París eða Róm geta blöðin slegið því upp að þeir hafi étið kúgildi á mann í London, París eða Róm. „Blessaaaðir mennirnir", mundi Guðni þá segja. Þetta ættu þjóðhollir menn að skoða vandlega. Svo leitað sé í nýyrðasafn Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, þá ætti forystan þar að „stinga höfðinu í steininn" og efna til ráðstefnu sem gæti heitið: „KRÓNAN EÐA KÚGILDIÐ". Ekki þyrfti þá að leita að fyrirlesurum utan landsteinanna því í þeirri sveit er mikið til af aldeilis kýrskýru fólki.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun