Byggjum frekar umræður á upplýsingum og fræðslu en uppnámi og hræðslu Guðbjartur Hannesson skrifar 22. mars 2012 06:00 Frumvarp sem ég kynnti nýlega í ríkisstjórn og fjallar um að heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum vakti athygli fjölmiðla og hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Fréttastofa RÚV reið á vaðið með miklum bægslagangi og skellti sér strax á bullandi sund. Dregin var upp sú mynd að markmið frumvarpsins væri að byrla 11 ára stúlkubörnum hormónapillur á bak foreldrum þeirra og þau áform studd með ráðum og dáð af landlækni sjálfum og óþreyjufullum skólahjúkrunarfræðingum sem biðu þess eins að geta ávísað pillunni til barna. Þessi umræða er sorgleg og fráleit. Fréttaflutningi af þessu tagi er augljóslega ekki ætlað að upplýsa um mál heldur að æsa upp mál – ekki að fræða heldur að hneyksla og hræða. Samkvæmt frumvarpinu verður heimildin bundin því að viðkomandi hjúkrunarfræðingar og ljósmæður starfi á heilbrigðisstofnun þar sem er heilsugæsla, kvenlækningar eða fæðingarþjónusta. Miðað er við að velferðarráðherra setji reglugerð um skilyrði sem uppfylla þarf til að fá þessa heimild og að Embætti landlæknis veiti leyfi til lyfjaávísana á grundvelli þeirra auk þess að hafa eftirlit með þeim líkt og gildir um lyfjaávísanir lækna. Í samanburði milli Norðurlandaþjóða er notkun hormónagetnaðarvarna minnst hér á landi en sala á neyðargetnaðarvörnum hvað mest. Ótímabærar þunganir og fóstureyðingar í kjölfarið eru sorglega algengar og hefur barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna lýst áhyggjum yfir fjölda fóstureyðinga meðal stúlkna yngri en 18 ára hér á landi. Kynheilbrigði ungs fólks er áfátt og notkun ungra Íslendinga á smokkum með því minnsta sem þekkist á Vesturlöndum, nokkuð sem við verðum að breyta, ekki síst til að efla varnir gegn kynsjúkdómum. Ég styð heilshugar frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um lækkun virðisaukaskatts á smokkum úr 25% í 7% og treysti því að það verði samþykkt. En það þarf margt fleira að koma til og því tel ég að frumvarp um skilyrtar heimildir ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga til að ávísa hormónagetnaðarvörnum sé mikilvægt og af hinu góða. Ég tek fagnandi við ábendingum studdum faglegum og málefnalegum rökum sem orðið geta til þess að bæta frumvarpið og styrkja markmið þess enda mun frumvarpið fá vandaða umfjöllun í velferðarnefnd Alþingis. Ástæða er til að ítreka að öllum er heimilt að senda nefndinni ábendingar og umsagnir um frumvarpið og rétt að hvetja til þess. Umræða um það hvenær upplýsa eigi foreldra unglingsstúlkna ákveði læknar að ávísa þeim hormónagetnaðarvörn er ekki ný af nálinni. Frumvarpið sem hér er til umræðu hvorki víkkar né þrengir þau viðmið. Bent hefur verið á að þetta sé óljóst í lögum og þarfnist skýringa. Þetta er þörf ábending og við skulum taka á því. Aðrir benda á að efla þurfi kynfræðslu og sporna við því að fólk byrji að stunda kynlíf áður en það hefur þroska til. Ég gæti ekki verið meira sammála og tel að með margumtöluðum heimildum til ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga ýtum við undir að unglingar leiti til fagfólks sem getur veitt þessa fræðslu því það verður aðgengilegra og hægari heimatökin en að panta tíma hjá lækni. Ósk um getnaðarvörn veitir gott tækifæri til að veita fræðslu og alls ekki sjálfgefið að slíkri heimsókn ljúki með ávísun á hormónapillur. Loks hefur verið bent á að frumvarpið setji alla ábyrgð á því að forðast ótímabæra þungun á hendur stúlkum, strákarnir þurfi ekki að horfast í augu við mögulegar afleiðingar kynlífsins. Þetta eru að sjálfsögðu ekki þau skilaboð sem við viljum senda ungu fólki. Kannski væri það góð vinnuregla að gera ungum pörum í þessum hugleiðingum að mæta saman á fund læknis, hjúkrunarfræðings eða ljósmóður þegar getnaðarvarna er þörf. Allar hugmyndir til að fást við augljósan vanda eru vel þegnar. Samkvæmt könnunum er meðalaldur íslenskra ungmenna þegar þau byrja að stunda kynlíf 15,6 ár og hefur hækkað á liðnum árum. Hvort þau hafa þá til þess aldur og þroska er umdeilanlegt og best væri að sem flest ungmenni flýttu sér hægt í þessum efnum. Því vona ég að samstaða náist um leiðir til að hækka þennan meðalaldur, fækka ótímabærum þungunum, fækka fóstureyðingum og draga úr tíðni kynsjúkdóma. Um þetta snýst málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Skoðanir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp sem ég kynnti nýlega í ríkisstjórn og fjallar um að heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum vakti athygli fjölmiðla og hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Fréttastofa RÚV reið á vaðið með miklum bægslagangi og skellti sér strax á bullandi sund. Dregin var upp sú mynd að markmið frumvarpsins væri að byrla 11 ára stúlkubörnum hormónapillur á bak foreldrum þeirra og þau áform studd með ráðum og dáð af landlækni sjálfum og óþreyjufullum skólahjúkrunarfræðingum sem biðu þess eins að geta ávísað pillunni til barna. Þessi umræða er sorgleg og fráleit. Fréttaflutningi af þessu tagi er augljóslega ekki ætlað að upplýsa um mál heldur að æsa upp mál – ekki að fræða heldur að hneyksla og hræða. Samkvæmt frumvarpinu verður heimildin bundin því að viðkomandi hjúkrunarfræðingar og ljósmæður starfi á heilbrigðisstofnun þar sem er heilsugæsla, kvenlækningar eða fæðingarþjónusta. Miðað er við að velferðarráðherra setji reglugerð um skilyrði sem uppfylla þarf til að fá þessa heimild og að Embætti landlæknis veiti leyfi til lyfjaávísana á grundvelli þeirra auk þess að hafa eftirlit með þeim líkt og gildir um lyfjaávísanir lækna. Í samanburði milli Norðurlandaþjóða er notkun hormónagetnaðarvarna minnst hér á landi en sala á neyðargetnaðarvörnum hvað mest. Ótímabærar þunganir og fóstureyðingar í kjölfarið eru sorglega algengar og hefur barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna lýst áhyggjum yfir fjölda fóstureyðinga meðal stúlkna yngri en 18 ára hér á landi. Kynheilbrigði ungs fólks er áfátt og notkun ungra Íslendinga á smokkum með því minnsta sem þekkist á Vesturlöndum, nokkuð sem við verðum að breyta, ekki síst til að efla varnir gegn kynsjúkdómum. Ég styð heilshugar frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um lækkun virðisaukaskatts á smokkum úr 25% í 7% og treysti því að það verði samþykkt. En það þarf margt fleira að koma til og því tel ég að frumvarp um skilyrtar heimildir ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga til að ávísa hormónagetnaðarvörnum sé mikilvægt og af hinu góða. Ég tek fagnandi við ábendingum studdum faglegum og málefnalegum rökum sem orðið geta til þess að bæta frumvarpið og styrkja markmið þess enda mun frumvarpið fá vandaða umfjöllun í velferðarnefnd Alþingis. Ástæða er til að ítreka að öllum er heimilt að senda nefndinni ábendingar og umsagnir um frumvarpið og rétt að hvetja til þess. Umræða um það hvenær upplýsa eigi foreldra unglingsstúlkna ákveði læknar að ávísa þeim hormónagetnaðarvörn er ekki ný af nálinni. Frumvarpið sem hér er til umræðu hvorki víkkar né þrengir þau viðmið. Bent hefur verið á að þetta sé óljóst í lögum og þarfnist skýringa. Þetta er þörf ábending og við skulum taka á því. Aðrir benda á að efla þurfi kynfræðslu og sporna við því að fólk byrji að stunda kynlíf áður en það hefur þroska til. Ég gæti ekki verið meira sammála og tel að með margumtöluðum heimildum til ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga ýtum við undir að unglingar leiti til fagfólks sem getur veitt þessa fræðslu því það verður aðgengilegra og hægari heimatökin en að panta tíma hjá lækni. Ósk um getnaðarvörn veitir gott tækifæri til að veita fræðslu og alls ekki sjálfgefið að slíkri heimsókn ljúki með ávísun á hormónapillur. Loks hefur verið bent á að frumvarpið setji alla ábyrgð á því að forðast ótímabæra þungun á hendur stúlkum, strákarnir þurfi ekki að horfast í augu við mögulegar afleiðingar kynlífsins. Þetta eru að sjálfsögðu ekki þau skilaboð sem við viljum senda ungu fólki. Kannski væri það góð vinnuregla að gera ungum pörum í þessum hugleiðingum að mæta saman á fund læknis, hjúkrunarfræðings eða ljósmóður þegar getnaðarvarna er þörf. Allar hugmyndir til að fást við augljósan vanda eru vel þegnar. Samkvæmt könnunum er meðalaldur íslenskra ungmenna þegar þau byrja að stunda kynlíf 15,6 ár og hefur hækkað á liðnum árum. Hvort þau hafa þá til þess aldur og þroska er umdeilanlegt og best væri að sem flest ungmenni flýttu sér hægt í þessum efnum. Því vona ég að samstaða náist um leiðir til að hækka þennan meðalaldur, fækka ótímabærum þungunum, fækka fóstureyðingum og draga úr tíðni kynsjúkdóma. Um þetta snýst málið.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun