Svarað fyrir Saari Sighvatur Björgvinsson skrifar 13. mars 2012 06:00 Helgi Seljan fréttamaður fór þess á leit við Þór Saari alþingismann í Kastljóssþætti á dögunum að alþingismaðurinn bæðist afsökunar á því að vilja réttlæta níðingsverk með reiði skuldara vegna hrunsins og vanefnda stjórnvalda. Örvinglað fólk sé bara „að boxa til baka". Þór hefur nú orðið við þeirri beiðni. En Helgi Seljan ætti að líta sinni stétt nær. Er þetta ekki einmitt það, sem hún hefur ítrekað daðrað við? Var það ekki RÚV sem gerði hvað mest úr því þegar „svindlari", eins og Helgi sjálfur kallaði „viðfangsefnið", eyðilagði eigur annarra með vélgröfu undir sjónvarpsmyndavélum eftir að hafa haft milljónir af saklausu fólki með svikum? Var það ekki RÚV, en ekki bara Þór Saari, sem notaði þessa atburði sem dæmi um hina réttlátu reiði, sem skuldarar hefðu alið með sér? Og hvað um fjölskylduna á Suðurnesjum, sem keypt hafði raðhús og tvo nýja bíla, allt í skuld, og var komin í vanskil löngu fyrir hrun? Var það ekki RÚV, sem hvað hæst barði bumburnar í túlkun sinni á því hrikalega óréttlæti, sem þessi fjölskylda þyrfti að mæta í eftirmála hrunsins? Ekki man ég betur. Þegar betur var að gáð kom hins vegar allur annar sannleikur í ljós en sannleikur fréttastofanna — í báðum tilgreindum tilvikum. Lítið fór hins vegar fyrir þeirri frásögn í fréttunum. Og náttúrlega var engrar afsökunar beðist — eða hvað? Slík dæmi um óvandaða fréttamennsku eru legíó. Og hvað um látlausan áróður í föstum fréttaskýringaþáttum sjónvarps- og útvarpsstöðva til upphafningar á reiði og til afbötunar á ofsa og hamsleysi jafnt í orðum sem athöfnum í skjóli hrunsins og „vanefnda" stjórnvalda? Margir þeirra, sem lengst gengu í gagnrýnislausri upphafningu á gleypigangi og rembilæti vanhæfu gróðapunganna fyrir hrun kynda nú sem mest þeir mega elda reiði, haturs og heiftrækni. Einn þáttastjórnenda sjónvarpsstöðvanna orðaði það svo á dögunum á fésbókarsíðu sinni að e.t.v. væri „meðvirknin með reiðinni" orðin of mikil. Bragð er að þá barnið finnur. Ætli þeir séu ekki fleiri en Þór Saari sem þyrftu að biðjast afsökunar á „meðvirkninni"? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Helgi Seljan fréttamaður fór þess á leit við Þór Saari alþingismann í Kastljóssþætti á dögunum að alþingismaðurinn bæðist afsökunar á því að vilja réttlæta níðingsverk með reiði skuldara vegna hrunsins og vanefnda stjórnvalda. Örvinglað fólk sé bara „að boxa til baka". Þór hefur nú orðið við þeirri beiðni. En Helgi Seljan ætti að líta sinni stétt nær. Er þetta ekki einmitt það, sem hún hefur ítrekað daðrað við? Var það ekki RÚV sem gerði hvað mest úr því þegar „svindlari", eins og Helgi sjálfur kallaði „viðfangsefnið", eyðilagði eigur annarra með vélgröfu undir sjónvarpsmyndavélum eftir að hafa haft milljónir af saklausu fólki með svikum? Var það ekki RÚV, en ekki bara Þór Saari, sem notaði þessa atburði sem dæmi um hina réttlátu reiði, sem skuldarar hefðu alið með sér? Og hvað um fjölskylduna á Suðurnesjum, sem keypt hafði raðhús og tvo nýja bíla, allt í skuld, og var komin í vanskil löngu fyrir hrun? Var það ekki RÚV, sem hvað hæst barði bumburnar í túlkun sinni á því hrikalega óréttlæti, sem þessi fjölskylda þyrfti að mæta í eftirmála hrunsins? Ekki man ég betur. Þegar betur var að gáð kom hins vegar allur annar sannleikur í ljós en sannleikur fréttastofanna — í báðum tilgreindum tilvikum. Lítið fór hins vegar fyrir þeirri frásögn í fréttunum. Og náttúrlega var engrar afsökunar beðist — eða hvað? Slík dæmi um óvandaða fréttamennsku eru legíó. Og hvað um látlausan áróður í föstum fréttaskýringaþáttum sjónvarps- og útvarpsstöðva til upphafningar á reiði og til afbötunar á ofsa og hamsleysi jafnt í orðum sem athöfnum í skjóli hrunsins og „vanefnda" stjórnvalda? Margir þeirra, sem lengst gengu í gagnrýnislausri upphafningu á gleypigangi og rembilæti vanhæfu gróðapunganna fyrir hrun kynda nú sem mest þeir mega elda reiði, haturs og heiftrækni. Einn þáttastjórnenda sjónvarpsstöðvanna orðaði það svo á dögunum á fésbókarsíðu sinni að e.t.v. væri „meðvirknin með reiðinni" orðin of mikil. Bragð er að þá barnið finnur. Ætli þeir séu ekki fleiri en Þór Saari sem þyrftu að biðjast afsökunar á „meðvirkninni"?
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun