Viðtalstímar – gamaldags eða ekki? Guðríður Arnardóttir skrifar 7. mars 2012 06:00 Karen Halldórsdóttir skrifar í Fréttablaðið og ræðir þar viðtalstíma bæjarfulltrúa í Kópavogi. Fram að þeim tíma þegar 20 mánaða meirihlutinn tók við í Kópavogi stóð bæjarbúum til boða að ná tali af hverjum bæjarfulltrúa tvisvar á ári í klukkustund í senn. Þessir tímar voru fremur illa nýttir þrátt fyrir að hafa verið auglýstir nokkuð reglulega í ljósvaka- og prentmiðlum. Á síðasta kjörtímabili mættu t.d. til undirritaðrar 5 bæjarbúar – í það heila. Bæjarbúar sem þurfa að ná tali af bæjarfulltrúum einfaldlega senda þeim tölvupóst eða slá á þráðinn, við erum öll í símaskránni. Oftar en ekki óska bæjarbúar eftir því að fá að hitta okkur vegna tiltekinna mála og veit ég ekki til annars en það sé auðsótt mál, a.m.k. höfum við í Samfylkingunni aldrei vísað nokkrum manni á dyr. Eftir kosningar 2010 var ákveðið að leggja af þessa reglulegu fundartíma bæjarfulltrúa og þess í stað bjóða hverjum og einum bæjarfulltrúa að ráða því með hvaða hætti hann helst vildi vera í samskiptum við bæjarbúa. Þar gátu menn valið hvort þeir höfðu reglulega viðtalstíma eða ekki. Undirrituð hefur t.d. verið með vikulega viðtalstíma sem kynntir eru á heimasíðu bæjarins og hefur það ekkert breyst þótt ég gegni nú ekki formennsku í bæjarráði lengur. Aðgengi bæjarbúa í Kópavogi að bæjarfulltrúum er afar gott og veit ég ekki annað en við öll séum boðin og búin að hitta bæjarbúa sé þess óskað, nú eða svara símanum liggi einhverjum eitthvað á hjarta. Það heyrðist heldur ekki múkk í Karen eða oddvita Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma þegar þetta var lagt af. Það að Karen skuli nú gera að yrkisefni sínu umræður um reglulega fundartíma bæjarstjórnar lýsir frekar mikilli málefnafátækt. Auk þess kýs hún að stilla málinu þannig upp að gagnrýni okkar á þetta fyrirkomulag sé vegna þess að við „nennum ekki“ að hitta bæjarbúa og þar veit hún auðvitað miklu betur. Hafsteinn Karlsson gerði góðlátlegt grín að þessu afturhvarfi til fortíðar. Einkum vegna þess að nýr meirihluti keppist nú við að afnema allar þær stjórnsýsluumbætur sem fyrri meirihluti réðist í á 20 mánaða tímabili. Þar ætla þeir að fjölga nefndum bæjarins og þenja út stjórnsýsluna svo allt verði eins og það var þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur fóru síðast frá völdum. Okkur finnst það auðvitað dapurleg staðreynd að nú skuli menn keppast við að innleiða gamaldags stjórnsýslu að nýju í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Karen Halldórsdóttir skrifar í Fréttablaðið og ræðir þar viðtalstíma bæjarfulltrúa í Kópavogi. Fram að þeim tíma þegar 20 mánaða meirihlutinn tók við í Kópavogi stóð bæjarbúum til boða að ná tali af hverjum bæjarfulltrúa tvisvar á ári í klukkustund í senn. Þessir tímar voru fremur illa nýttir þrátt fyrir að hafa verið auglýstir nokkuð reglulega í ljósvaka- og prentmiðlum. Á síðasta kjörtímabili mættu t.d. til undirritaðrar 5 bæjarbúar – í það heila. Bæjarbúar sem þurfa að ná tali af bæjarfulltrúum einfaldlega senda þeim tölvupóst eða slá á þráðinn, við erum öll í símaskránni. Oftar en ekki óska bæjarbúar eftir því að fá að hitta okkur vegna tiltekinna mála og veit ég ekki til annars en það sé auðsótt mál, a.m.k. höfum við í Samfylkingunni aldrei vísað nokkrum manni á dyr. Eftir kosningar 2010 var ákveðið að leggja af þessa reglulegu fundartíma bæjarfulltrúa og þess í stað bjóða hverjum og einum bæjarfulltrúa að ráða því með hvaða hætti hann helst vildi vera í samskiptum við bæjarbúa. Þar gátu menn valið hvort þeir höfðu reglulega viðtalstíma eða ekki. Undirrituð hefur t.d. verið með vikulega viðtalstíma sem kynntir eru á heimasíðu bæjarins og hefur það ekkert breyst þótt ég gegni nú ekki formennsku í bæjarráði lengur. Aðgengi bæjarbúa í Kópavogi að bæjarfulltrúum er afar gott og veit ég ekki annað en við öll séum boðin og búin að hitta bæjarbúa sé þess óskað, nú eða svara símanum liggi einhverjum eitthvað á hjarta. Það heyrðist heldur ekki múkk í Karen eða oddvita Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma þegar þetta var lagt af. Það að Karen skuli nú gera að yrkisefni sínu umræður um reglulega fundartíma bæjarstjórnar lýsir frekar mikilli málefnafátækt. Auk þess kýs hún að stilla málinu þannig upp að gagnrýni okkar á þetta fyrirkomulag sé vegna þess að við „nennum ekki“ að hitta bæjarbúa og þar veit hún auðvitað miklu betur. Hafsteinn Karlsson gerði góðlátlegt grín að þessu afturhvarfi til fortíðar. Einkum vegna þess að nýr meirihluti keppist nú við að afnema allar þær stjórnsýsluumbætur sem fyrri meirihluti réðist í á 20 mánaða tímabili. Þar ætla þeir að fjölga nefndum bæjarins og þenja út stjórnsýsluna svo allt verði eins og það var þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur fóru síðast frá völdum. Okkur finnst það auðvitað dapurleg staðreynd að nú skuli menn keppast við að innleiða gamaldags stjórnsýslu að nýju í Kópavogi.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar