Ísland sjálfbært sólarland Sighvatur Björgvinsson skrifar 24. febrúar 2012 06:00 Íslensk garðyrkja keppir við sólina í suðurlöndum. Til þess að geta ræktað tómata, agúrkur, káltegundir, papríkur, skrautblóm og hvað það allt nú heitir notar íslensk garðyrkja orkuna úr vatnsföllum og jarðhita íslenskrar jarðar til þess að keppa við sólina í suðurlöndum – sem er víst ókeypis þar. Fyrir það greiðir íslensk garðyrkja 95 aura á hverja kílówattstund þegar aðrir notendur á Íslandi greiða á sjöttu eða á áttundu krónu fyrir sömu kílówattstund. Mismuninn greiða íslenskir skattgreiðendur – sem eru líka íslensk auðlind eins og orkan. Garðyrkjan borgar ekkert fyrir hana. Þess vegna er hún ókeypis. Hlýtur að vera það! Mikil áhersla er nú lögð á sjálfbært Ísland. Þess vegna eru íslensku auðlindirnar, orkan og skattborgararnir, látnar bera kostnað af þessari samkeppni við sólina. Þar er samt hægt að gera svo miklu betur. Þar væri t.d. hægt að nota íslenskar auðlindir, orkuna og skattborgarana, til þess að byggja sólarstrendur undir plasthimni og spara þar með allar þessar óþörfu orlofsferðir íslenskra sumargesta til Ítalíu, Spánar, Grikklands og annarra ruglulanda í því vonda ESB – svo ekki sé þá talað um múslímaþjóðfélög eins og Tyrkland, Marokkó og Alsír! Þá þyrfti fólk í sumarskapi ekki heldur að éta hættulegt fæði eins og alls staðar er í útlöndum heldur gæti étið lambakjöt og annað hollasta fæði í heimi undir sínum sólarhimni hér uppi á Íslandi. Með þessu móti væri hægt að ganga enn lengra í að gera íslenska þjóðfélagið sjálfbært – sjálfbært sólskinsþjóðfélag! Bara með því að nota íslensku auðlindirnar rétt – orkuna og skattborgarana. Gerum Ísland að sjálfbæru sólarlandi! Er til þjóðlegra baráttumál!?! Engin landráð hér á ferðinni! Og hugsið ykkur alla atvinnuna, sem það myndi skapa. Klörubar í hverju krummaskuði. Vatnsrennibrautir, tívolí, tapasbarir. Auðvitað yrði Ísland svo alþjóðleg miðstöð sóldýrkenda miklu fyrr en landið getur orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð – svona úr þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk garðyrkja keppir við sólina í suðurlöndum. Til þess að geta ræktað tómata, agúrkur, káltegundir, papríkur, skrautblóm og hvað það allt nú heitir notar íslensk garðyrkja orkuna úr vatnsföllum og jarðhita íslenskrar jarðar til þess að keppa við sólina í suðurlöndum – sem er víst ókeypis þar. Fyrir það greiðir íslensk garðyrkja 95 aura á hverja kílówattstund þegar aðrir notendur á Íslandi greiða á sjöttu eða á áttundu krónu fyrir sömu kílówattstund. Mismuninn greiða íslenskir skattgreiðendur – sem eru líka íslensk auðlind eins og orkan. Garðyrkjan borgar ekkert fyrir hana. Þess vegna er hún ókeypis. Hlýtur að vera það! Mikil áhersla er nú lögð á sjálfbært Ísland. Þess vegna eru íslensku auðlindirnar, orkan og skattborgararnir, látnar bera kostnað af þessari samkeppni við sólina. Þar er samt hægt að gera svo miklu betur. Þar væri t.d. hægt að nota íslenskar auðlindir, orkuna og skattborgarana, til þess að byggja sólarstrendur undir plasthimni og spara þar með allar þessar óþörfu orlofsferðir íslenskra sumargesta til Ítalíu, Spánar, Grikklands og annarra ruglulanda í því vonda ESB – svo ekki sé þá talað um múslímaþjóðfélög eins og Tyrkland, Marokkó og Alsír! Þá þyrfti fólk í sumarskapi ekki heldur að éta hættulegt fæði eins og alls staðar er í útlöndum heldur gæti étið lambakjöt og annað hollasta fæði í heimi undir sínum sólarhimni hér uppi á Íslandi. Með þessu móti væri hægt að ganga enn lengra í að gera íslenska þjóðfélagið sjálfbært – sjálfbært sólskinsþjóðfélag! Bara með því að nota íslensku auðlindirnar rétt – orkuna og skattborgarana. Gerum Ísland að sjálfbæru sólarlandi! Er til þjóðlegra baráttumál!?! Engin landráð hér á ferðinni! Og hugsið ykkur alla atvinnuna, sem það myndi skapa. Klörubar í hverju krummaskuði. Vatnsrennibrautir, tívolí, tapasbarir. Auðvitað yrði Ísland svo alþjóðleg miðstöð sóldýrkenda miklu fyrr en landið getur orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð – svona úr þessu.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar