Ótrúleg lífsreynsla á Íslandi 16. febrúar 2012 18:00 Kit Harington við tökurnar á Íslandi. Hann segir upplifunina hafa verið algjörlega epíska. fréttablaðið/vilhelm Leikaraliðið úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones tjáir sig um veru sína á Íslandi í nýju kynningarmyndbandi um þættina sem var tekið upp meðan á tökum stóð hér á landi í fyrra. „Þetta hefur verið ein ótrúlegasta lífsreynsla sem ég hef upplifað, algjörlega epísk," sagði Kit Harington, sem leikur Jon Snow. „Það hefur verið ótrúlega kalt en maður getur samt ekki verið annað en ánægður því við höfum fengið að njóta stórkostlegrar náttúrufegurðar." John Bradley tekur í sama streng og er ánægður með íslenska tökustaðinn. „Það hjálpar leikurunum að vera í raunverulegum kringumstæðum. Það hefði verið hægt að reyna að búa þetta umhverfi til með tölvubrellum en það er engin þörf fyrir það því hérna er allt til staðar," sagði Bradley og bætti við að kuldinn hafi verið svakalegur. „Ég hef ekki hugsað um annað síðan ég kom hingað." Leikstjórinn og meðframleiðandinn Alan Taylor segir að íslenska náttúran hafi veitt leikurunum mikinn innblástur. „Með því að koma hingað og láta sér verða kalt, falla næstum fram af klettahömrum og detta næstum ofan í sprungur hefur þessi þáttaröð orðið mun raunverulegri en ella." Game of Thrones 2 hefur göngu sína á HBO-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum 1. apríl. Mikil eftirvænting ríkir yfir þáttunum og hafa yfir fimm milljónir manna séð eldra kynningarmyndbandið sem birtist í lok janúar. - fb Game of Thrones Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Leikaraliðið úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones tjáir sig um veru sína á Íslandi í nýju kynningarmyndbandi um þættina sem var tekið upp meðan á tökum stóð hér á landi í fyrra. „Þetta hefur verið ein ótrúlegasta lífsreynsla sem ég hef upplifað, algjörlega epísk," sagði Kit Harington, sem leikur Jon Snow. „Það hefur verið ótrúlega kalt en maður getur samt ekki verið annað en ánægður því við höfum fengið að njóta stórkostlegrar náttúrufegurðar." John Bradley tekur í sama streng og er ánægður með íslenska tökustaðinn. „Það hjálpar leikurunum að vera í raunverulegum kringumstæðum. Það hefði verið hægt að reyna að búa þetta umhverfi til með tölvubrellum en það er engin þörf fyrir það því hérna er allt til staðar," sagði Bradley og bætti við að kuldinn hafi verið svakalegur. „Ég hef ekki hugsað um annað síðan ég kom hingað." Leikstjórinn og meðframleiðandinn Alan Taylor segir að íslenska náttúran hafi veitt leikurunum mikinn innblástur. „Með því að koma hingað og láta sér verða kalt, falla næstum fram af klettahömrum og detta næstum ofan í sprungur hefur þessi þáttaröð orðið mun raunverulegri en ella." Game of Thrones 2 hefur göngu sína á HBO-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum 1. apríl. Mikil eftirvænting ríkir yfir þáttunum og hafa yfir fimm milljónir manna séð eldra kynningarmyndbandið sem birtist í lok janúar. - fb
Game of Thrones Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist