Leita að ungu fólki í raunveruleikaþátt 8. febrúar 2012 11:00 Hildur Margrétardóttir og Herbert Sveinbjörnsson framleiða íslenska raunveruleikþætti og leita að stúlkum og strákum á aldrinum 18-25 ára til að taka þátt. Fréttablaðið/stefán „Þetta þurfa að vera einstaklingar sem eru tilbúnir að opinbera sig og fara í smá sjálfskoðun í leiðinni,“ segir Hildur Margrétardóttir, framleiðandi sem leitar nú að ungu fólki til að taka þátt íslenskum raunveruleikaþáttum. Þættirnir eru þó ekki eins og raunveruleikaþættir á borð við Keeping Up with the Kardashians, Big Brother og Survivor því markmiðið þessara þátta er að varpa ljósi á veruleika íslenskra ungmenna í dag. Verkefnið er að danskri fyrirmynd en þar var hver þáttur sýndur á vefmiðli dagblaðsins Politiken. „Þetta verða raunveruleikaþættir en án tilbúins veruleika eins og flestir þættir sem eru í gangi í dag. Einskonar dagbók. Verkefnið mældist vel fyrir og þótti gefa góða innsýn inn í líf unga fólksins í Danmörku. Það jókst bæði skilningur og samkennd hjá áhorfandanum,“ segir Hildur sem framleiðir þættina ásamt Herberti Sveinbjörnssyni fyrir Edison Lifandi Ljósmyndir. Hildur og Herbert leita nú að tveimur stúlkum og tveimur strákum á aldrinum 18-25 sem vilja fá myndavél í hendurnar og skuldbinda sig til að festa líf sitt á filmu í 10 vikur. Áætlað er að gera þetta á svipuðum tíma í hinum Norðurlöndunum og því verður hægt að bera saman vefþættina. „Við áætlum að tökur hefjist í mars og stefnum á að birta einn þátt á viku um hvern einstakling. Við leitum nú að heppilegum vefmiðli til að birta þættina á,“ segir Hildur og viðurkennir að þeir sem sækja um verða að vera tilbúnir að opna sig um líf sitt. Hægt er að senda umsóknir á póstfangið doxwiseisland@gmail.com en einnig er hægt að fræðast meira um verkefnið á Facebook síðu Doxwise. -áp Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Sjá meira
„Þetta þurfa að vera einstaklingar sem eru tilbúnir að opinbera sig og fara í smá sjálfskoðun í leiðinni,“ segir Hildur Margrétardóttir, framleiðandi sem leitar nú að ungu fólki til að taka þátt íslenskum raunveruleikaþáttum. Þættirnir eru þó ekki eins og raunveruleikaþættir á borð við Keeping Up with the Kardashians, Big Brother og Survivor því markmiðið þessara þátta er að varpa ljósi á veruleika íslenskra ungmenna í dag. Verkefnið er að danskri fyrirmynd en þar var hver þáttur sýndur á vefmiðli dagblaðsins Politiken. „Þetta verða raunveruleikaþættir en án tilbúins veruleika eins og flestir þættir sem eru í gangi í dag. Einskonar dagbók. Verkefnið mældist vel fyrir og þótti gefa góða innsýn inn í líf unga fólksins í Danmörku. Það jókst bæði skilningur og samkennd hjá áhorfandanum,“ segir Hildur sem framleiðir þættina ásamt Herberti Sveinbjörnssyni fyrir Edison Lifandi Ljósmyndir. Hildur og Herbert leita nú að tveimur stúlkum og tveimur strákum á aldrinum 18-25 sem vilja fá myndavél í hendurnar og skuldbinda sig til að festa líf sitt á filmu í 10 vikur. Áætlað er að gera þetta á svipuðum tíma í hinum Norðurlöndunum og því verður hægt að bera saman vefþættina. „Við áætlum að tökur hefjist í mars og stefnum á að birta einn þátt á viku um hvern einstakling. Við leitum nú að heppilegum vefmiðli til að birta þættina á,“ segir Hildur og viðurkennir að þeir sem sækja um verða að vera tilbúnir að opna sig um líf sitt. Hægt er að senda umsóknir á póstfangið doxwiseisland@gmail.com en einnig er hægt að fræðast meira um verkefnið á Facebook síðu Doxwise. -áp
Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Sjá meira