Val á Íþróttamanni ársins Magnús Árni Magnússon skrifar 10. janúar 2012 06:00 Í fyrstu viku hvers árs er vaninn að Samtök íþróttafréttamanna á Íslandi kynni val sitt á Íþróttamanni ársins sem liðið er í beinni útsendingu ljósvakamiðla, en samtökin hafa staðið að þessu vali allt frá árinu 1956. Þetta er hátíðleg og glæsileg stund eins og vera ber og þeir sem hnossið hljóta eru að vanda hrærðir og glaðir og sumir íþróttamenn líta jafnvel á þessa viðurkenningu sem þá stærstu sem þeir hljóta á ferlinum. Þessi verðlaun eru í hugum margra ígildi þess að íslenska þjóðin heiðri sinn fremsta afreksmann hverju sinni. Í ár varð knattspyrnumaðurinn Heiðar Helguson fyrir valinu og er hann vel að verðlaununum kominn eftir langan og glæstan feril sem virðist vera að springa út öllum að óvörum um þessar mundir. Hamingjuóskir til hans. Nú ku hafa verið óvenju spennandi kosning um íþróttamann ársins og margir nýir kallaðir, sem munu án efa hljóta hnossið einhver næstu ár. Þessar spennandi kosningar draga athyglina að því hverjir það eru sem fara með atkvæðisréttinn í þessu mikilvæga vali og þegar það er skoðað á vefsíðu samtakanna má segja að hrollur hríslist niður bakið. Samkvæmt reglugerð um kjör á Íþróttamanni ársins sem finna má á vefsíðu samtakanna eru það fullgildir meðlimir í samtökunum sem eru atkvæðisbærir í þessu kjöri. Samkvæmt vefsíðu samtakanna eru þeir 22. Þeir eru allir karlar. Ég endurtek, ef upplýsingarnar á vefsíðunni eru réttar er hver einn og einasti þeirra sem kjósa um íþróttamann ársins karlkyns. Nú spyr maður er ekki árið 2012, en ekki 1912? Nú verður það að segjast að Samtök íþróttafréttamanna eru að sönnu afar lítil samtök og kannski myndu einhverjir segja að athyglin sem þessi verðlaun fá sé út úr öllu korti miðað við að félagarnir í samtökunum eru samkvæmt áðurnefndri vefsíðu einungis þessir 22 karlar. En verðlaunin hafa sannarlega unnið sér sess í hjörtum þjóðarinnar og vekja athygli á okkar fremsta afreksfólki á hverjum tíma og skapa með því jákvæðar fyrirmyndir í íþróttastarfi. Hafi samtökin þökk fyrir það. Hins vegar er það auðvitað svo að í þeim glæsilega hópi sem hefur hlotið verðlaunin frá árinu 1956 er hægt að telja konurnar á fingrum annarar handar (ýkjulaust). Maður spyr sig hvort það standi í sambandi við það að afrekskonurnar okkar séu svona miklu lélegri í íþróttum en karlarnir, eða hvort þessi fáránlega einsleiti hópur sem atkvæði greiðir í vali á Íþróttamanni ársins ráði þar einhverju um. Eða hvort það sé eitthvað annað og ef svo er þá dettur mér ekkert í hug. Maður getur ímyndað sér að þátttaka í vali á Íþróttamanni ársins sé hápunktur starfsins hjá þessum 22 félagsmönnum í Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi og að þeim sé því sárt um að breyta þeim aðferðum sem beitt er við valið svo það endurspegli einnig sjónarmið hins kynsins á íþróttirnar (hver veit, kannski er það annað!). Það mætti t.a.m. leyfa almenningi að taka þátt með símakosningu, gera skoðanakönnun, eða gera átak í því að fá þær glæsilegu konur sem fjalla oftsinnis um íþróttir í fjölmiðlum til að skrá sig í félagið. Eitt er víst. Svona getur þetta ekki haldið áfram, því þessi stórundarlegi kynjahalli (ef halla skyldi kalla) kastar óþarfri rýrð á þessi virtu verðlaun, sem eru fyrir löngu orðin e.k. þjóðareign. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í fyrstu viku hvers árs er vaninn að Samtök íþróttafréttamanna á Íslandi kynni val sitt á Íþróttamanni ársins sem liðið er í beinni útsendingu ljósvakamiðla, en samtökin hafa staðið að þessu vali allt frá árinu 1956. Þetta er hátíðleg og glæsileg stund eins og vera ber og þeir sem hnossið hljóta eru að vanda hrærðir og glaðir og sumir íþróttamenn líta jafnvel á þessa viðurkenningu sem þá stærstu sem þeir hljóta á ferlinum. Þessi verðlaun eru í hugum margra ígildi þess að íslenska þjóðin heiðri sinn fremsta afreksmann hverju sinni. Í ár varð knattspyrnumaðurinn Heiðar Helguson fyrir valinu og er hann vel að verðlaununum kominn eftir langan og glæstan feril sem virðist vera að springa út öllum að óvörum um þessar mundir. Hamingjuóskir til hans. Nú ku hafa verið óvenju spennandi kosning um íþróttamann ársins og margir nýir kallaðir, sem munu án efa hljóta hnossið einhver næstu ár. Þessar spennandi kosningar draga athyglina að því hverjir það eru sem fara með atkvæðisréttinn í þessu mikilvæga vali og þegar það er skoðað á vefsíðu samtakanna má segja að hrollur hríslist niður bakið. Samkvæmt reglugerð um kjör á Íþróttamanni ársins sem finna má á vefsíðu samtakanna eru það fullgildir meðlimir í samtökunum sem eru atkvæðisbærir í þessu kjöri. Samkvæmt vefsíðu samtakanna eru þeir 22. Þeir eru allir karlar. Ég endurtek, ef upplýsingarnar á vefsíðunni eru réttar er hver einn og einasti þeirra sem kjósa um íþróttamann ársins karlkyns. Nú spyr maður er ekki árið 2012, en ekki 1912? Nú verður það að segjast að Samtök íþróttafréttamanna eru að sönnu afar lítil samtök og kannski myndu einhverjir segja að athyglin sem þessi verðlaun fá sé út úr öllu korti miðað við að félagarnir í samtökunum eru samkvæmt áðurnefndri vefsíðu einungis þessir 22 karlar. En verðlaunin hafa sannarlega unnið sér sess í hjörtum þjóðarinnar og vekja athygli á okkar fremsta afreksfólki á hverjum tíma og skapa með því jákvæðar fyrirmyndir í íþróttastarfi. Hafi samtökin þökk fyrir það. Hins vegar er það auðvitað svo að í þeim glæsilega hópi sem hefur hlotið verðlaunin frá árinu 1956 er hægt að telja konurnar á fingrum annarar handar (ýkjulaust). Maður spyr sig hvort það standi í sambandi við það að afrekskonurnar okkar séu svona miklu lélegri í íþróttum en karlarnir, eða hvort þessi fáránlega einsleiti hópur sem atkvæði greiðir í vali á Íþróttamanni ársins ráði þar einhverju um. Eða hvort það sé eitthvað annað og ef svo er þá dettur mér ekkert í hug. Maður getur ímyndað sér að þátttaka í vali á Íþróttamanni ársins sé hápunktur starfsins hjá þessum 22 félagsmönnum í Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi og að þeim sé því sárt um að breyta þeim aðferðum sem beitt er við valið svo það endurspegli einnig sjónarmið hins kynsins á íþróttirnar (hver veit, kannski er það annað!). Það mætti t.a.m. leyfa almenningi að taka þátt með símakosningu, gera skoðanakönnun, eða gera átak í því að fá þær glæsilegu konur sem fjalla oftsinnis um íþróttir í fjölmiðlum til að skrá sig í félagið. Eitt er víst. Svona getur þetta ekki haldið áfram, því þessi stórundarlegi kynjahalli (ef halla skyldi kalla) kastar óþarfri rýrð á þessi virtu verðlaun, sem eru fyrir löngu orðin e.k. þjóðareign.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun