Betri Reykjavík fyrir alla Jón Gnarr skrifar 10. janúar 2012 06:00 Lýðræðisbyltingar þurfa ekki að vera blóðugar eða háværar. Þvert á móti geta þær verið þægilegar og hljóðlátar. Í byrjun október í fyrra opnaði Reykjavíkurborg samráðsvefinn Betri Reykjavík. Þar gefst íbúum í Reykjavík tækifæri til þess að láta til sín taka varðandi framkvæmdir og þjónustu í höfuðborginni. Borgarbúar geta sett hugmyndir sínar á vefinn um það sem betur má fara. Enn fremur geta þeir skoðað hugmyndir annarra, stutt þær eða hafnað og skrifað rök með eða á móti hugmyndum. Skráðir notendur geta einnig fylgst með ferli þeirra hugmynda sem þeir hafa sett inn eða stutt á vefnum. Mjög einfalt er að skrá sig á vefinn. Stjórnsýsla Reykjavíkurborgar skuldbindur sig til að taka hugmyndir sem mests fylgis njóta á Betri Reykjavík til formlegrar afgreiðslu í fagráðum borgarinnar. Nýjar hugmyndir hafa verið teknar af Betri Reykjavík í hverjum mánuði síðan vefurinn opnaði og er stjórnsýsla borgarinnar nú að fara yfir tugi hugmynda frá borgarbúum. Sumar hafa þegar verið afgreiddar. Nú hefur verið ákveðið að setja 300 milljónir í svokallaða hverfapotta. Þessum fjármunum er skipt hlutfallslega eftir mannfjölda í hverfum borgarinnar. Upphæðin er viðbót við þá fjármuni sem varið er til framkvæmda og viðhalds í hverfum Reykjavíkur á hverju ári. Í þessu verkefni geta borgarbúar komið með hugmyndir að smærri nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum. Hægt er að setja hugmyndir að slíkum verkefnum inn á Betri Reykjavík undir hnappnum Betri hverfi. Eftir að íbúar hafa vegið og metið hugmyndirnar verða efstu hugmyndirnar kostnaðarmetnar af fagsviðum borgarinnar. Síðan verður þeim stillt upp með aðkomu hverfaráða Reykjavíkurborgar í rafrænum kosningum sem munu fara fram 8.-13. mars nk. Það verður í fyrsta sinn sem slíkar kosningar fara fram á Íslandi. Íbúar Reykjavíkur sem orðnir eru 16 ára geta þá kosið um ákveðin verkefni í sínum hverfum. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga til að taka þátt í þessu með okkur. Notum þetta frábæra tæki, betrireykjavik.is, til að gera Reykjavík að enn betri borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Lýðræðisbyltingar þurfa ekki að vera blóðugar eða háværar. Þvert á móti geta þær verið þægilegar og hljóðlátar. Í byrjun október í fyrra opnaði Reykjavíkurborg samráðsvefinn Betri Reykjavík. Þar gefst íbúum í Reykjavík tækifæri til þess að láta til sín taka varðandi framkvæmdir og þjónustu í höfuðborginni. Borgarbúar geta sett hugmyndir sínar á vefinn um það sem betur má fara. Enn fremur geta þeir skoðað hugmyndir annarra, stutt þær eða hafnað og skrifað rök með eða á móti hugmyndum. Skráðir notendur geta einnig fylgst með ferli þeirra hugmynda sem þeir hafa sett inn eða stutt á vefnum. Mjög einfalt er að skrá sig á vefinn. Stjórnsýsla Reykjavíkurborgar skuldbindur sig til að taka hugmyndir sem mests fylgis njóta á Betri Reykjavík til formlegrar afgreiðslu í fagráðum borgarinnar. Nýjar hugmyndir hafa verið teknar af Betri Reykjavík í hverjum mánuði síðan vefurinn opnaði og er stjórnsýsla borgarinnar nú að fara yfir tugi hugmynda frá borgarbúum. Sumar hafa þegar verið afgreiddar. Nú hefur verið ákveðið að setja 300 milljónir í svokallaða hverfapotta. Þessum fjármunum er skipt hlutfallslega eftir mannfjölda í hverfum borgarinnar. Upphæðin er viðbót við þá fjármuni sem varið er til framkvæmda og viðhalds í hverfum Reykjavíkur á hverju ári. Í þessu verkefni geta borgarbúar komið með hugmyndir að smærri nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum. Hægt er að setja hugmyndir að slíkum verkefnum inn á Betri Reykjavík undir hnappnum Betri hverfi. Eftir að íbúar hafa vegið og metið hugmyndirnar verða efstu hugmyndirnar kostnaðarmetnar af fagsviðum borgarinnar. Síðan verður þeim stillt upp með aðkomu hverfaráða Reykjavíkurborgar í rafrænum kosningum sem munu fara fram 8.-13. mars nk. Það verður í fyrsta sinn sem slíkar kosningar fara fram á Íslandi. Íbúar Reykjavíkur sem orðnir eru 16 ára geta þá kosið um ákveðin verkefni í sínum hverfum. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga til að taka þátt í þessu með okkur. Notum þetta frábæra tæki, betrireykjavik.is, til að gera Reykjavík að enn betri borg.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar