Betri Reykjavík fyrir alla Jón Gnarr skrifar 10. janúar 2012 06:00 Lýðræðisbyltingar þurfa ekki að vera blóðugar eða háværar. Þvert á móti geta þær verið þægilegar og hljóðlátar. Í byrjun október í fyrra opnaði Reykjavíkurborg samráðsvefinn Betri Reykjavík. Þar gefst íbúum í Reykjavík tækifæri til þess að láta til sín taka varðandi framkvæmdir og þjónustu í höfuðborginni. Borgarbúar geta sett hugmyndir sínar á vefinn um það sem betur má fara. Enn fremur geta þeir skoðað hugmyndir annarra, stutt þær eða hafnað og skrifað rök með eða á móti hugmyndum. Skráðir notendur geta einnig fylgst með ferli þeirra hugmynda sem þeir hafa sett inn eða stutt á vefnum. Mjög einfalt er að skrá sig á vefinn. Stjórnsýsla Reykjavíkurborgar skuldbindur sig til að taka hugmyndir sem mests fylgis njóta á Betri Reykjavík til formlegrar afgreiðslu í fagráðum borgarinnar. Nýjar hugmyndir hafa verið teknar af Betri Reykjavík í hverjum mánuði síðan vefurinn opnaði og er stjórnsýsla borgarinnar nú að fara yfir tugi hugmynda frá borgarbúum. Sumar hafa þegar verið afgreiddar. Nú hefur verið ákveðið að setja 300 milljónir í svokallaða hverfapotta. Þessum fjármunum er skipt hlutfallslega eftir mannfjölda í hverfum borgarinnar. Upphæðin er viðbót við þá fjármuni sem varið er til framkvæmda og viðhalds í hverfum Reykjavíkur á hverju ári. Í þessu verkefni geta borgarbúar komið með hugmyndir að smærri nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum. Hægt er að setja hugmyndir að slíkum verkefnum inn á Betri Reykjavík undir hnappnum Betri hverfi. Eftir að íbúar hafa vegið og metið hugmyndirnar verða efstu hugmyndirnar kostnaðarmetnar af fagsviðum borgarinnar. Síðan verður þeim stillt upp með aðkomu hverfaráða Reykjavíkurborgar í rafrænum kosningum sem munu fara fram 8.-13. mars nk. Það verður í fyrsta sinn sem slíkar kosningar fara fram á Íslandi. Íbúar Reykjavíkur sem orðnir eru 16 ára geta þá kosið um ákveðin verkefni í sínum hverfum. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga til að taka þátt í þessu með okkur. Notum þetta frábæra tæki, betrireykjavik.is, til að gera Reykjavík að enn betri borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Lýðræðisbyltingar þurfa ekki að vera blóðugar eða háværar. Þvert á móti geta þær verið þægilegar og hljóðlátar. Í byrjun október í fyrra opnaði Reykjavíkurborg samráðsvefinn Betri Reykjavík. Þar gefst íbúum í Reykjavík tækifæri til þess að láta til sín taka varðandi framkvæmdir og þjónustu í höfuðborginni. Borgarbúar geta sett hugmyndir sínar á vefinn um það sem betur má fara. Enn fremur geta þeir skoðað hugmyndir annarra, stutt þær eða hafnað og skrifað rök með eða á móti hugmyndum. Skráðir notendur geta einnig fylgst með ferli þeirra hugmynda sem þeir hafa sett inn eða stutt á vefnum. Mjög einfalt er að skrá sig á vefinn. Stjórnsýsla Reykjavíkurborgar skuldbindur sig til að taka hugmyndir sem mests fylgis njóta á Betri Reykjavík til formlegrar afgreiðslu í fagráðum borgarinnar. Nýjar hugmyndir hafa verið teknar af Betri Reykjavík í hverjum mánuði síðan vefurinn opnaði og er stjórnsýsla borgarinnar nú að fara yfir tugi hugmynda frá borgarbúum. Sumar hafa þegar verið afgreiddar. Nú hefur verið ákveðið að setja 300 milljónir í svokallaða hverfapotta. Þessum fjármunum er skipt hlutfallslega eftir mannfjölda í hverfum borgarinnar. Upphæðin er viðbót við þá fjármuni sem varið er til framkvæmda og viðhalds í hverfum Reykjavíkur á hverju ári. Í þessu verkefni geta borgarbúar komið með hugmyndir að smærri nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum. Hægt er að setja hugmyndir að slíkum verkefnum inn á Betri Reykjavík undir hnappnum Betri hverfi. Eftir að íbúar hafa vegið og metið hugmyndirnar verða efstu hugmyndirnar kostnaðarmetnar af fagsviðum borgarinnar. Síðan verður þeim stillt upp með aðkomu hverfaráða Reykjavíkurborgar í rafrænum kosningum sem munu fara fram 8.-13. mars nk. Það verður í fyrsta sinn sem slíkar kosningar fara fram á Íslandi. Íbúar Reykjavíkur sem orðnir eru 16 ára geta þá kosið um ákveðin verkefni í sínum hverfum. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga til að taka þátt í þessu með okkur. Notum þetta frábæra tæki, betrireykjavik.is, til að gera Reykjavík að enn betri borg.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar