Ísland á hvíta tjaldinu - Þrjár stórmyndinu á teikniborðinu 2. janúar 2012 14:00 Miklar líkur eru á því að næsta mynd Tom Cruise, Horizon, verði tekin hér upp en þegar er byrjað að panta hótel fyrir tökuliðið og stórstjörnuna. „Þetta lítur mjög vel út, nú þegar búið er að staðfesta 20 prósenta endurgreiðsluna. Við erum bara á fullu að vinna með tölur enda snýst allt um þær í Hollywood," segir Leifur Dagfinnsson, einn af eigendum framleiðslufyrirtækisins True North. Þrjár stórar Hollywood-kvikmyndir eru væntanlegar hingað til lands á árinu sem var að ganga í garð. Eins og Fréttablaðið greindi frá stendur til að taka upp nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Horizon, hér á landi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það verkefni komið á verulegan skrið og eru fulltrúar True North þegar farnir að bóka hótel fyrir tökulið og stórstjörnuna. Eftir því sem blaðið kemst næst er verkefnið af svipaðri stærðargráðu og Prometheus, mynd Ridley Scott sem tekin var að hluta til hér á síðasta ári. Það þýðir að hátt í 250 manna tökulið mun koma að myndinni sem ætti að skilja eftir 740 milljónir króna í erlendum gjaldeyri, sé tekið mið af þeirri tölu sem Leifur nefndi nýlega í viðtali við Viðskiptablaðið. Gert er ráð fyrir að tökurnar fari fram í júní og júlí. Leifur vildi hins vegar lítið tjá sig um málið, staðfesti aðeins að umrætt verkefni liti vel út. Hinar tvær myndirnar eru ekki komnar jafn langt. Eins og Darren Aronofsky upplýsti í viðtali við Fréttablaðið hefur hann mikinn áhuga á að gera kvikmynd um Nóa og örkina hans hér á landi. Að sögn Leifs er nú verið að klára fjármögnun þess verkefnis en írsk/þýski leikarinn Michael Fassbender hefur verið orðaður við hlutverk Nóa.Ben Stiller heilsaði meðal annars upp á fólk í Stykkishólmi í sumar.Þá er verið að bíða eftir grænu ljósi frá framleiðendum fyrir kvikmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, en heimsókn gamanleikarans hingað til lands síðasta sumar vakti mikla athygli landsmanna. Þá fór hann víða í leit að tökustöðum og þótti hinn alþýðlegasti. Árið 2011 reyndist nokkuð gjöfult hvað kvikmyndaverkefni varðar; tökulið Prometheus, stórmyndar Ridley Scott, hertók nágrenni Heklu og lokaði af Dettifoss og leikarar úr Game of Thrones undu sér vel við Svínafellsjökul og Höfðabrekkuheiði. Þá má ekki gleyma þeirri miklu kynningu sem landið fékk í sjónvarpsþættinum Man Vs. Wild en þar fékk Jake Gyllenhaal að kynnast óblíðum íslenskum veðuröflum af eigin raun. freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira
„Þetta lítur mjög vel út, nú þegar búið er að staðfesta 20 prósenta endurgreiðsluna. Við erum bara á fullu að vinna með tölur enda snýst allt um þær í Hollywood," segir Leifur Dagfinnsson, einn af eigendum framleiðslufyrirtækisins True North. Þrjár stórar Hollywood-kvikmyndir eru væntanlegar hingað til lands á árinu sem var að ganga í garð. Eins og Fréttablaðið greindi frá stendur til að taka upp nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Horizon, hér á landi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það verkefni komið á verulegan skrið og eru fulltrúar True North þegar farnir að bóka hótel fyrir tökulið og stórstjörnuna. Eftir því sem blaðið kemst næst er verkefnið af svipaðri stærðargráðu og Prometheus, mynd Ridley Scott sem tekin var að hluta til hér á síðasta ári. Það þýðir að hátt í 250 manna tökulið mun koma að myndinni sem ætti að skilja eftir 740 milljónir króna í erlendum gjaldeyri, sé tekið mið af þeirri tölu sem Leifur nefndi nýlega í viðtali við Viðskiptablaðið. Gert er ráð fyrir að tökurnar fari fram í júní og júlí. Leifur vildi hins vegar lítið tjá sig um málið, staðfesti aðeins að umrætt verkefni liti vel út. Hinar tvær myndirnar eru ekki komnar jafn langt. Eins og Darren Aronofsky upplýsti í viðtali við Fréttablaðið hefur hann mikinn áhuga á að gera kvikmynd um Nóa og örkina hans hér á landi. Að sögn Leifs er nú verið að klára fjármögnun þess verkefnis en írsk/þýski leikarinn Michael Fassbender hefur verið orðaður við hlutverk Nóa.Ben Stiller heilsaði meðal annars upp á fólk í Stykkishólmi í sumar.Þá er verið að bíða eftir grænu ljósi frá framleiðendum fyrir kvikmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, en heimsókn gamanleikarans hingað til lands síðasta sumar vakti mikla athygli landsmanna. Þá fór hann víða í leit að tökustöðum og þótti hinn alþýðlegasti. Árið 2011 reyndist nokkuð gjöfult hvað kvikmyndaverkefni varðar; tökulið Prometheus, stórmyndar Ridley Scott, hertók nágrenni Heklu og lokaði af Dettifoss og leikarar úr Game of Thrones undu sér vel við Svínafellsjökul og Höfðabrekkuheiði. Þá má ekki gleyma þeirri miklu kynningu sem landið fékk í sjónvarpsþættinum Man Vs. Wild en þar fékk Jake Gyllenhaal að kynnast óblíðum íslenskum veðuröflum af eigin raun. freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira