NBA: Lakers vann loksins á útivelli en Clippers tapaði þriðja leiknum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2012 11:00 Kobe Bryant. Mynd/Nordic Photos/Getty Los Angeles liðin voru bæði í eldlínunni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem Los Angeles Lakers vann loksins útisigur á meðan Los Angeles Clippers varð að sætta sig við þriðja tapið í röð. Miami Heat vann gömlu félaga LeBron James í Cleveland Cavaliers með góðum endaspretti, Oklahoma City Thunder vann eftir framlengingu í Philadelphia og Charlotte Bobcats er þegar búið að jafna fjölda sigurleikja sína frá því á síðustu leiktíð.Los Angeles Lakers vann 115-89 útisigur á Dallas Mavericks þar sem Lakers var búið að skora 36 stig áður en Kobe Bryant tók sitt fyrsta skot. Kobe var samt stigahæstur ásamt þeim Metta World Peace og Antawn Jamison en allir gerðu þeir 19 stig og Jamison var að auki með 15 fráköst. Þetta var fyrsti útisigur Lakers á tímabilinu í fimm leikjum og endaði jafnframt tveggja leikja taphrinu undir stjórn nýja þjálfarans Mike D'Antoni. Vince Carter skoraði mest fyrir Dallas eða 16 stig.Jeff Teague var með 19 stig og 11 fráköst þegar Atlanta Hawks vann 104-93 heimasigur á Los Angeles Clippers. Þetta var fimmti sigur Atlanta í röð en Clippers-liðið tapaði hinsvegar þriðja leik sínum í röð. Zaza Pachulia var með 19 stig og 12 fráköst fyrir Atlanta en hjá Clippers var Blake Griffin með 22 stig og Chris Paul skoraði 19 stig.Byron Mullens skoraði 26 stig og Ramon Sessions var með 20 stig þegar ævintýri Charlotte Bobcats hélt áfram með 108-106 sigri á Washington Wizards eftir tvíframlengdan leik. Bobcats-liðið vann aðeins 7 af 66 leikjum sínum á síðasta tímabili en hefur unnið 7 af fyrstu 12 leikjum sínum á þessari leiktíð. Martel Webster skoraði 21 stig fyrir Washington sem hefur tapað fyrstu 11 leikjum sínum.Ray Allen skoraði úrslitaþrist eftir stoðsendingu frá LeBron James þegar 18,2 sekúndur voru eftir í 110-108 heimasigri Miami Heat á Cleveland Cavaliers. Miami var sjö stigum undir þegar aðeins 1 mínúta og 52 sekúndur voru eftir en kom til baka og hélt sigurgöngu sinni gangandi á heimavelli. LeBron James skoraði 30 stig, Chris Bosh var með 23 stig, Dwyane Wade skoraði 18 stig og Allen var með 17 stig. Dion Waiters og Jeremy Pargo skoruðu báðir 16 stig fyrir Cleveland.Kevin Durant skoraði 37 stig og Russell Westbrook var með 30 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 116-109 útisigur á Philadelphia 76ers eftir framlengingu. Thunder hefur unnið 9 af síðustu 11 leikjum sínum. Thad Young var með 29 stig og 15 fráköst hjá Philadelphia og Evan Turner skoraði 26 stig.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Philadelphia 76ers - Oklahoma City Thunder 109-116 (framlengt) Washington Wizards - Charlotte Bobcats 106-108 (framlengt) Atlanta Hawks - Los Angeles Clippers 104-93 Miami Heat - Cleveland Cavaliers 110-108 Dallas Mavericks - Los Angeles Lakers 89-115 Milwaukee Bucks - Chicago Bulls 86-93 Sacramento Kings - Utah Jazz 108-97 Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 96-85 NBA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Enski boltinn „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - ÍR | Mikilvægur leikur fyrir bæði lið Í beinni: KR - Höttur | Síðasti séns fyrir Hattarmenn Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Sjá meira
Los Angeles liðin voru bæði í eldlínunni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem Los Angeles Lakers vann loksins útisigur á meðan Los Angeles Clippers varð að sætta sig við þriðja tapið í röð. Miami Heat vann gömlu félaga LeBron James í Cleveland Cavaliers með góðum endaspretti, Oklahoma City Thunder vann eftir framlengingu í Philadelphia og Charlotte Bobcats er þegar búið að jafna fjölda sigurleikja sína frá því á síðustu leiktíð.Los Angeles Lakers vann 115-89 útisigur á Dallas Mavericks þar sem Lakers var búið að skora 36 stig áður en Kobe Bryant tók sitt fyrsta skot. Kobe var samt stigahæstur ásamt þeim Metta World Peace og Antawn Jamison en allir gerðu þeir 19 stig og Jamison var að auki með 15 fráköst. Þetta var fyrsti útisigur Lakers á tímabilinu í fimm leikjum og endaði jafnframt tveggja leikja taphrinu undir stjórn nýja þjálfarans Mike D'Antoni. Vince Carter skoraði mest fyrir Dallas eða 16 stig.Jeff Teague var með 19 stig og 11 fráköst þegar Atlanta Hawks vann 104-93 heimasigur á Los Angeles Clippers. Þetta var fimmti sigur Atlanta í röð en Clippers-liðið tapaði hinsvegar þriðja leik sínum í röð. Zaza Pachulia var með 19 stig og 12 fráköst fyrir Atlanta en hjá Clippers var Blake Griffin með 22 stig og Chris Paul skoraði 19 stig.Byron Mullens skoraði 26 stig og Ramon Sessions var með 20 stig þegar ævintýri Charlotte Bobcats hélt áfram með 108-106 sigri á Washington Wizards eftir tvíframlengdan leik. Bobcats-liðið vann aðeins 7 af 66 leikjum sínum á síðasta tímabili en hefur unnið 7 af fyrstu 12 leikjum sínum á þessari leiktíð. Martel Webster skoraði 21 stig fyrir Washington sem hefur tapað fyrstu 11 leikjum sínum.Ray Allen skoraði úrslitaþrist eftir stoðsendingu frá LeBron James þegar 18,2 sekúndur voru eftir í 110-108 heimasigri Miami Heat á Cleveland Cavaliers. Miami var sjö stigum undir þegar aðeins 1 mínúta og 52 sekúndur voru eftir en kom til baka og hélt sigurgöngu sinni gangandi á heimavelli. LeBron James skoraði 30 stig, Chris Bosh var með 23 stig, Dwyane Wade skoraði 18 stig og Allen var með 17 stig. Dion Waiters og Jeremy Pargo skoruðu báðir 16 stig fyrir Cleveland.Kevin Durant skoraði 37 stig og Russell Westbrook var með 30 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 116-109 útisigur á Philadelphia 76ers eftir framlengingu. Thunder hefur unnið 9 af síðustu 11 leikjum sínum. Thad Young var með 29 stig og 15 fráköst hjá Philadelphia og Evan Turner skoraði 26 stig.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Philadelphia 76ers - Oklahoma City Thunder 109-116 (framlengt) Washington Wizards - Charlotte Bobcats 106-108 (framlengt) Atlanta Hawks - Los Angeles Clippers 104-93 Miami Heat - Cleveland Cavaliers 110-108 Dallas Mavericks - Los Angeles Lakers 89-115 Milwaukee Bucks - Chicago Bulls 86-93 Sacramento Kings - Utah Jazz 108-97 Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 96-85
NBA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Enski boltinn „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - ÍR | Mikilvægur leikur fyrir bæði lið Í beinni: KR - Höttur | Síðasti séns fyrir Hattarmenn Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli