List þýðandans að vera ósýnilegur 13. nóvember 2012 10:22 Arnar Matthíasson les úr þýðingu sinni nútíminn er trunta á súfistanum annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL List þýðandans felst í því að vera ósýnilegur," segir Arnar Matthíasson þýðandi, einn þeirra sem lesa upp úr eigin þýðingum á Hlaðborði Bandalags þýðenda og túlka á Súfistanum annað kvöld. "Góð þýðing verður náttúrulega sjálfstætt verk en um leið verður hún að lúta vilja höfundarins. Þýðingin er speglun og spegillinn getur bæði skrumskælt og fegrað. Þýðandinn þarf að rata einstigið þarna á milli." Arnar mun annað kvöld lesa úr þýðingu sinni Nútíminn er trunta eftir Jennifer Egan. Hvað hefur hann um þá bók að segja? "Þetta er Pulitzer-verðlaunabók og er ein af þessum fléttum sem kallaðar hafa verið sagnasveigur. Sömu persónurnar koma fyrir í flestum köflunum en ein persóna er miðpunktur hverrar sögu. Egan er þarna meðal annars að fjalla um tímann og áhrif hans á fólk og þaðan sprettur titill bókarinnar. Sagan er dálítið tengd inn í tónlistarheiminn. Enski titilinn, A Visit from the Goon Squad, er úr texta Davids Bowie, Fashion. Íslenski titillinn er hins vegar sóttur í smiðju Spilverks þjóðanna." Aðrir þýðendur sem fram koma á Hlaðborðinu eru Salka Guðmundsdóttir sem les upp úr þýðingu sinni á Emmu eftir Jane Austen, Kristín Guðrún Jónsdóttir les upp úr Svarta sauðnum eftir Augusto Monterroso, Ólöf Eldjárn les upp úr þýðingu sinni á Herbergi eftir Emmu Donoghue, Magnús Sigurðsson les upp þýðingar sínar á ljóðum Tors Ulven úr bókinni Steingerð vængjapör og María Rán Guðjónsdóttir les úr þýðingu sinni á Jesúsu eftir Elenu Poniatowska. Dagskráin hefst klukkan 20 í Súfistanum í Máli og menningu á Laugavegi 18. - fsb Menning Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Baltasar Samper látinn Menning Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Sjá meira
List þýðandans felst í því að vera ósýnilegur," segir Arnar Matthíasson þýðandi, einn þeirra sem lesa upp úr eigin þýðingum á Hlaðborði Bandalags þýðenda og túlka á Súfistanum annað kvöld. "Góð þýðing verður náttúrulega sjálfstætt verk en um leið verður hún að lúta vilja höfundarins. Þýðingin er speglun og spegillinn getur bæði skrumskælt og fegrað. Þýðandinn þarf að rata einstigið þarna á milli." Arnar mun annað kvöld lesa úr þýðingu sinni Nútíminn er trunta eftir Jennifer Egan. Hvað hefur hann um þá bók að segja? "Þetta er Pulitzer-verðlaunabók og er ein af þessum fléttum sem kallaðar hafa verið sagnasveigur. Sömu persónurnar koma fyrir í flestum köflunum en ein persóna er miðpunktur hverrar sögu. Egan er þarna meðal annars að fjalla um tímann og áhrif hans á fólk og þaðan sprettur titill bókarinnar. Sagan er dálítið tengd inn í tónlistarheiminn. Enski titilinn, A Visit from the Goon Squad, er úr texta Davids Bowie, Fashion. Íslenski titillinn er hins vegar sóttur í smiðju Spilverks þjóðanna." Aðrir þýðendur sem fram koma á Hlaðborðinu eru Salka Guðmundsdóttir sem les upp úr þýðingu sinni á Emmu eftir Jane Austen, Kristín Guðrún Jónsdóttir les upp úr Svarta sauðnum eftir Augusto Monterroso, Ólöf Eldjárn les upp úr þýðingu sinni á Herbergi eftir Emmu Donoghue, Magnús Sigurðsson les upp þýðingar sínar á ljóðum Tors Ulven úr bókinni Steingerð vængjapör og María Rán Guðjónsdóttir les úr þýðingu sinni á Jesúsu eftir Elenu Poniatowska. Dagskráin hefst klukkan 20 í Súfistanum í Máli og menningu á Laugavegi 18. - fsb
Menning Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Baltasar Samper látinn Menning Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Sjá meira