Bókaþjóð á breytingaskeiði Bergsteinn Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2012 11:01 Aldrei hafa jafnmargar bækur verið skráðar í Bókatíðindi. Aldrei hafa jafnmargar bækur verið skráðar í Bókatíðindi og í ár, alls um 840 titlar. Aukningin skýrist meðal annars af nýjum formum í útgáfu, svo sem hljóðbókum og rafbókum fremur en fjölgun á stökum titlum. Hátt í sextíu skáldsögur eru frumútgefnar á árinu en innlendar ævisögur hafa ekki verið jafn fáar síðan á 9. áratugnum. Bókatíðindi streyma inn um lúgur landsmanna um þessar mundir með yfirlit um þau verk sem skolar á fjörur okkar í jólabókaflóðinu. Um 840 skráningar eru í Bókatíðindum í ár, sem er met, en Kristján B. Jónasson segir það helst helgast af því að bækur koma nú út á fleiri formum, svo sem hljóðbókum og rafbókum, sem gerir að verkum að ófáir titlar eru skráðir oftar en einu sinni og jafnvel oftar en tvisvar. "Bókatíðindi í ár endurspegla að bókaútgáfan er að færast yfir í sama horf og í nágrannalöndunum, að útgefendur verða að gefa út bækur í mörgum formum." segir hann. "Heildarfjöldi titla er svipaður og í fyrra en mörg form þýða að það er metskráning í Bókatíðindi." Alls kemur út 101 íslenskt skáldverk á árinu, 57 í frumútgáfu en 44 í endurútgáfu (inni í þeirri tölu eru ekki ljóð og leikrit sem fá sinn eigin flokk í Bókatíðindum). Í fyrra komu út 93 íslensk skáldverk, þar af 55 í frumútgáfu, en fyrir tveimur árum komu alls út 85 skáldsögur. Langsamlega flestar skáldsögur koma út á vegum Forlagsins, Uppheimar og Bjartur/Veröld blanda sér einnig í þann slag en aðrir varla svo heitið geti. Athygli vekur hversu margir nafntogaðir skáldsagnahöfundar gefa út bók í ár; hátt í tuttugu rithöfundar sem segja má að hafi verið í fararbroddi í íslenskri skáldsagnagerð undanfarin ár og áratugi senda frá sér verk fyrir jólin auk ljóðskálda á borð við Gerði Kristnýju og Sigurð Pálsson, sem bæði senda frá sér ljóðabók. Þetta er hátt hlutfall ekki síst í ljósi þess hversu mörg "stór" nöfn voru á útgáfulistanum í fyrra, á Frankfurtarárinu mikla. Þetta gæti hins vegar gert róðurinn þyngri fyrir minna þekkta höfunda. Annars er lítið sem ekkert um nýliðun í skáldsagnagerð fyrir jólin, að minnsta kosti af hálfu stærri forlaganna. Það helgast hugsanlega af því að færst hefur í aukana gefa út frumraunir höfunda utan vertíðarinnar, til dæmis gáfu Forlagið og Bjartur út þrjár skáldsögur í sumar sem allar voru fyrstu bækur höfunda. Alls koma út 64 íslenskar barnabækur og 133 þýddar sem er með mesta móti. Athygli vekur hversu fáar íslenskar ævisögur og endurminningar koma út fyrir jól í ár. Alls eru 28 rit skráð í flokki ævisagna, þar af eru um tíu íslenskar og kvað þetta vera ein dræmustu ævisagnajól hvað fjölda titla varðar síðan um miðjan 9. áratuginn. Jólafréttir Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Aldrei hafa jafnmargar bækur verið skráðar í Bókatíðindi og í ár, alls um 840 titlar. Aukningin skýrist meðal annars af nýjum formum í útgáfu, svo sem hljóðbókum og rafbókum fremur en fjölgun á stökum titlum. Hátt í sextíu skáldsögur eru frumútgefnar á árinu en innlendar ævisögur hafa ekki verið jafn fáar síðan á 9. áratugnum. Bókatíðindi streyma inn um lúgur landsmanna um þessar mundir með yfirlit um þau verk sem skolar á fjörur okkar í jólabókaflóðinu. Um 840 skráningar eru í Bókatíðindum í ár, sem er met, en Kristján B. Jónasson segir það helst helgast af því að bækur koma nú út á fleiri formum, svo sem hljóðbókum og rafbókum, sem gerir að verkum að ófáir titlar eru skráðir oftar en einu sinni og jafnvel oftar en tvisvar. "Bókatíðindi í ár endurspegla að bókaútgáfan er að færast yfir í sama horf og í nágrannalöndunum, að útgefendur verða að gefa út bækur í mörgum formum." segir hann. "Heildarfjöldi titla er svipaður og í fyrra en mörg form þýða að það er metskráning í Bókatíðindi." Alls kemur út 101 íslenskt skáldverk á árinu, 57 í frumútgáfu en 44 í endurútgáfu (inni í þeirri tölu eru ekki ljóð og leikrit sem fá sinn eigin flokk í Bókatíðindum). Í fyrra komu út 93 íslensk skáldverk, þar af 55 í frumútgáfu, en fyrir tveimur árum komu alls út 85 skáldsögur. Langsamlega flestar skáldsögur koma út á vegum Forlagsins, Uppheimar og Bjartur/Veröld blanda sér einnig í þann slag en aðrir varla svo heitið geti. Athygli vekur hversu margir nafntogaðir skáldsagnahöfundar gefa út bók í ár; hátt í tuttugu rithöfundar sem segja má að hafi verið í fararbroddi í íslenskri skáldsagnagerð undanfarin ár og áratugi senda frá sér verk fyrir jólin auk ljóðskálda á borð við Gerði Kristnýju og Sigurð Pálsson, sem bæði senda frá sér ljóðabók. Þetta er hátt hlutfall ekki síst í ljósi þess hversu mörg "stór" nöfn voru á útgáfulistanum í fyrra, á Frankfurtarárinu mikla. Þetta gæti hins vegar gert róðurinn þyngri fyrir minna þekkta höfunda. Annars er lítið sem ekkert um nýliðun í skáldsagnagerð fyrir jólin, að minnsta kosti af hálfu stærri forlaganna. Það helgast hugsanlega af því að færst hefur í aukana gefa út frumraunir höfunda utan vertíðarinnar, til dæmis gáfu Forlagið og Bjartur út þrjár skáldsögur í sumar sem allar voru fyrstu bækur höfunda. Alls koma út 64 íslenskar barnabækur og 133 þýddar sem er með mesta móti. Athygli vekur hversu fáar íslenskar ævisögur og endurminningar koma út fyrir jól í ár. Alls eru 28 rit skráð í flokki ævisagna, þar af eru um tíu íslenskar og kvað þetta vera ein dræmustu ævisagnajól hvað fjölda titla varðar síðan um miðjan 9. áratuginn.
Jólafréttir Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent