Bókaþjóð á breytingaskeiði Bergsteinn Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2012 11:01 Aldrei hafa jafnmargar bækur verið skráðar í Bókatíðindi. Aldrei hafa jafnmargar bækur verið skráðar í Bókatíðindi og í ár, alls um 840 titlar. Aukningin skýrist meðal annars af nýjum formum í útgáfu, svo sem hljóðbókum og rafbókum fremur en fjölgun á stökum titlum. Hátt í sextíu skáldsögur eru frumútgefnar á árinu en innlendar ævisögur hafa ekki verið jafn fáar síðan á 9. áratugnum. Bókatíðindi streyma inn um lúgur landsmanna um þessar mundir með yfirlit um þau verk sem skolar á fjörur okkar í jólabókaflóðinu. Um 840 skráningar eru í Bókatíðindum í ár, sem er met, en Kristján B. Jónasson segir það helst helgast af því að bækur koma nú út á fleiri formum, svo sem hljóðbókum og rafbókum, sem gerir að verkum að ófáir titlar eru skráðir oftar en einu sinni og jafnvel oftar en tvisvar. "Bókatíðindi í ár endurspegla að bókaútgáfan er að færast yfir í sama horf og í nágrannalöndunum, að útgefendur verða að gefa út bækur í mörgum formum." segir hann. "Heildarfjöldi titla er svipaður og í fyrra en mörg form þýða að það er metskráning í Bókatíðindi." Alls kemur út 101 íslenskt skáldverk á árinu, 57 í frumútgáfu en 44 í endurútgáfu (inni í þeirri tölu eru ekki ljóð og leikrit sem fá sinn eigin flokk í Bókatíðindum). Í fyrra komu út 93 íslensk skáldverk, þar af 55 í frumútgáfu, en fyrir tveimur árum komu alls út 85 skáldsögur. Langsamlega flestar skáldsögur koma út á vegum Forlagsins, Uppheimar og Bjartur/Veröld blanda sér einnig í þann slag en aðrir varla svo heitið geti. Athygli vekur hversu margir nafntogaðir skáldsagnahöfundar gefa út bók í ár; hátt í tuttugu rithöfundar sem segja má að hafi verið í fararbroddi í íslenskri skáldsagnagerð undanfarin ár og áratugi senda frá sér verk fyrir jólin auk ljóðskálda á borð við Gerði Kristnýju og Sigurð Pálsson, sem bæði senda frá sér ljóðabók. Þetta er hátt hlutfall ekki síst í ljósi þess hversu mörg "stór" nöfn voru á útgáfulistanum í fyrra, á Frankfurtarárinu mikla. Þetta gæti hins vegar gert róðurinn þyngri fyrir minna þekkta höfunda. Annars er lítið sem ekkert um nýliðun í skáldsagnagerð fyrir jólin, að minnsta kosti af hálfu stærri forlaganna. Það helgast hugsanlega af því að færst hefur í aukana gefa út frumraunir höfunda utan vertíðarinnar, til dæmis gáfu Forlagið og Bjartur út þrjár skáldsögur í sumar sem allar voru fyrstu bækur höfunda. Alls koma út 64 íslenskar barnabækur og 133 þýddar sem er með mesta móti. Athygli vekur hversu fáar íslenskar ævisögur og endurminningar koma út fyrir jól í ár. Alls eru 28 rit skráð í flokki ævisagna, þar af eru um tíu íslenskar og kvað þetta vera ein dræmustu ævisagnajól hvað fjölda titla varðar síðan um miðjan 9. áratuginn. Jólafréttir Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira
Aldrei hafa jafnmargar bækur verið skráðar í Bókatíðindi og í ár, alls um 840 titlar. Aukningin skýrist meðal annars af nýjum formum í útgáfu, svo sem hljóðbókum og rafbókum fremur en fjölgun á stökum titlum. Hátt í sextíu skáldsögur eru frumútgefnar á árinu en innlendar ævisögur hafa ekki verið jafn fáar síðan á 9. áratugnum. Bókatíðindi streyma inn um lúgur landsmanna um þessar mundir með yfirlit um þau verk sem skolar á fjörur okkar í jólabókaflóðinu. Um 840 skráningar eru í Bókatíðindum í ár, sem er met, en Kristján B. Jónasson segir það helst helgast af því að bækur koma nú út á fleiri formum, svo sem hljóðbókum og rafbókum, sem gerir að verkum að ófáir titlar eru skráðir oftar en einu sinni og jafnvel oftar en tvisvar. "Bókatíðindi í ár endurspegla að bókaútgáfan er að færast yfir í sama horf og í nágrannalöndunum, að útgefendur verða að gefa út bækur í mörgum formum." segir hann. "Heildarfjöldi titla er svipaður og í fyrra en mörg form þýða að það er metskráning í Bókatíðindi." Alls kemur út 101 íslenskt skáldverk á árinu, 57 í frumútgáfu en 44 í endurútgáfu (inni í þeirri tölu eru ekki ljóð og leikrit sem fá sinn eigin flokk í Bókatíðindum). Í fyrra komu út 93 íslensk skáldverk, þar af 55 í frumútgáfu, en fyrir tveimur árum komu alls út 85 skáldsögur. Langsamlega flestar skáldsögur koma út á vegum Forlagsins, Uppheimar og Bjartur/Veröld blanda sér einnig í þann slag en aðrir varla svo heitið geti. Athygli vekur hversu margir nafntogaðir skáldsagnahöfundar gefa út bók í ár; hátt í tuttugu rithöfundar sem segja má að hafi verið í fararbroddi í íslenskri skáldsagnagerð undanfarin ár og áratugi senda frá sér verk fyrir jólin auk ljóðskálda á borð við Gerði Kristnýju og Sigurð Pálsson, sem bæði senda frá sér ljóðabók. Þetta er hátt hlutfall ekki síst í ljósi þess hversu mörg "stór" nöfn voru á útgáfulistanum í fyrra, á Frankfurtarárinu mikla. Þetta gæti hins vegar gert róðurinn þyngri fyrir minna þekkta höfunda. Annars er lítið sem ekkert um nýliðun í skáldsagnagerð fyrir jólin, að minnsta kosti af hálfu stærri forlaganna. Það helgast hugsanlega af því að færst hefur í aukana gefa út frumraunir höfunda utan vertíðarinnar, til dæmis gáfu Forlagið og Bjartur út þrjár skáldsögur í sumar sem allar voru fyrstu bækur höfunda. Alls koma út 64 íslenskar barnabækur og 133 þýddar sem er með mesta móti. Athygli vekur hversu fáar íslenskar ævisögur og endurminningar koma út fyrir jól í ár. Alls eru 28 rit skráð í flokki ævisagna, þar af eru um tíu íslenskar og kvað þetta vera ein dræmustu ævisagnajól hvað fjölda titla varðar síðan um miðjan 9. áratuginn.
Jólafréttir Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira