Aron Kristjánsson, stýrði íslenska karlalandsliðinu í handbolta til átta marka sigurs á Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni í gærkvöldi, 36-28, en þetta var fyrsti leikur landsliðsins undir hans stjórn.
Þetta er besta byrjun karlalandsliðsþjálfara í 22 ár eða síðan að íslenska liðið vann 11 marka sigur á Kúvæt í fyrsta leik Þorbergs Aðalsteinssonar í Kaplakrika 28. júní 1990, 26-15.
Guðmundur Guðmundsson náði ekki að vinna sinn fyrsta leik sem landsliðsþjálfari en landsliðið gerði jafntefli við Holland í fyrsta leik hans 2001 og tapaði síðan fyrir Spáni þegar hann tók aftur við liðinu 2008.
Alfreð Gíslason var eini þjálfarinn sem hafði unnið sinn fyrsta leik því landsliðið vann Dani í fyrsta leik undir hans stjórn 2006. Alfreð er líka sá eini á þessum tíma sem vann bæði fyrsta leikinn og fyrsta keppnisleikinn.
Svona byrjuðu síðustu landsliðsþjálfarar:
Aron Kristjánsson 2012-
Fyrsti leikur: 36-28 sigur á Hvíta-Rússlandi
Fyrsti keppnisleikur: 36-28 sigur á Hvíta-Rússlandi
Guðmundur Guðmundsson 2008-2012
Fyrsti leikur: 31-34 tap fyrir Spáni
Fyrsti keppnisleikur: 36-27 sigur á Argentínu
Alfreð Gíslason 2006-2008
Fyrsti leikur: 34-33 sigur á Danmörku
Fyrsti keppnisleikur: 32-28 sigur á Svíþjóð
Viggó Sigurðsson 2004-2006
Fyrsti leikur: 28-29 tap fyrir Þýskalandi
Fyrsti keppnisleikur: 34-34 jafntefli við Tékkland
Guðmundur Guðmundsson 2001-2004
Fyrsti leikur: 21-21 jafntefli við Holland
Fyrsti keppnisleikur: 30-23 sigur á Hvíta-Rússlandi
Þorbjörn Jensson 1995-2001
Fyrsti leikur: 27-23 sigur á Noregi
Fyrsti keppnisleikur: 19-21 tap fyrir Rúmeníu
Þorbergur Aðalsteinsson 1990-1995
Fyrsti leikur: 26-15 sigur á Kúvæt
Fyrsti keppnisleikur: 30-20 sigur á Hollandi
Bogdan Kowalczyk 1983-1990
Fyrsti leikur: 17-21 tap fyrir Tékkóslóvakíu
Fyrsti keppnisleikur: 22-22 jafntefli við Júgóslavíu
