New York borg á nú tvö lið í NBA-deildinni eftir að New Jersey Nets varð að Brooklyn Nets. Liðin áttu að mætast í Barclays Center, nýrri höll Brooklyn Nets, í kvöld en nú er búið að fresta leiknum vegna fellibylsins Sandy.
Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, bað NBA um að fresta leiknum þar sem samgöngukerfi borgarinnar er á öðrum endanum eftir storminn sem stoppaði meðal annars lestarkerfi miðborgarinnar. NBA ber ekki skylda til að fresta leiknum svo framarlega að lið og dómarar komist á staðinn en ákveðið var að verða við ósk borgarstjórans. Það er ekki búið að ákveða hvenær leikurinn fer fram.
„Þetta er frábær höll og þetta hefði verið frábær leikur. Málið er bara að það eru litlar samgöngur í gangi og lögreglan okkar hefur í nóg að snúast," sagði Michael Bloomberg á blaðamannafundi.
New York Knicks mun spila sinn fyrsta leik annað kvöld þegar NBA-meistarar Miami Heat koma í heimsókn í Madison Square Garden en Brooklyn Nets fær Toronto í heimsókn í Barclays Center á laugardaginn.
New York liðin fá ekki að mætast í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Fjögur lið sýnt LeBron áhuga
Körfubolti



Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti


Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur
Enski boltinn


Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

