Landsliðið í fimm tíma rútuferð: Veit ekki hvar í Evrópu við erum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2012 18:14 Guðjón Valur Sigurðsson Mynd/AFP Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti flottan leik í dag þegar liðið vann 37-30 sigur á Rúmeníu í öðrum leik sínum í undankeppni EM. Guðjón Valur skoraði 11 mörk í leiknum og var markahæstur í íslenska liðinu en hann hefur nú skorað 22 mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins í riðlinum. Landsliðsfyrirliðinn var ánægður með sigurinn en hann var hinsvegar ekki sáttur við þá ákvörðun rúmenska handboltalandsliðsins að spila leikinn langt í burtu frá höfuðborginni en hann og strákarnir þurftu að ferðast í yfir fimm tíma í rútu eftir að þeir lentu í Búkarest. „Ég veit einfaldlega ekki hvar í Evrópu við erum. Það var reynt að gera þetta eins erfitt fyrir okkur og hægt var. Við erum að ferðast fáránlega lengi og það er með ólíkindum að það sé leyfilegt að spila leik frá alþjóða flugvelli," sagði Guðjón Valur við Vísi í kvöld og var allt annað en sáttur. „Það þarf enginn að segja að það sé ekki til almennileg höll í Búkarest eða að hún sé ekki til í innan við klukkutíma akstursfjarlægð frá flugvellinum. Það hefði breytt öllu fyrir okkur því við erum að koma hérna inn á hótel í fyrradag um tvö til hálf þrjú um nóttina eftir að hafa lagt af stað klukkan fimm um morguninn frá Íslandi," sagði Guðjón Valur en íslensku strákarnir voru þá að gera sig klára fyrir aðra fimm tíma rútuferð til baka til Búkarest. „Við ákváðum bara að taka þessu sem ögrun og engu öðru. Þó svo að það sé verið að opna eitthver íþróttahús hjá okkur á Íslandi í fimm tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík þá held ég að það sé engin ástæða að fara með leik þangað þar sem er verið að spila um þátttökurétt á Evrópumóti. Þetta er ekki æfingaleikur og það er stíf dagskrá hjá okkur og lítill tími sem við höfum. Í þessari viku eyddum við sólarhring í ferðalag. Við erum síðan á leiðinni í rúmlega fimm tíma rútuferð til baka til Búkarest og svo fljúgum við klukkan sex eða sjö í fyrramálið," segir Guðjón Valur en hvað verður gert í rútunni á leiðinni. „Það verða engin skemmtiatriði í gangi en ég setti Þórir Ólafsson í fararstjórn því hann er sá eini af okkur sem er að spila í Austur-Evrópu. Hann verður bara að standa sig," sagði Guðjón Valur í léttum tón en þá má finna viðtal við kappann í Fréttablaðinu á morgun. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Rúmenía - Ísland 30-37 Íslenska handboltalandsliðið er með fullt hús í sínum riðli eftir nokkuð öruggan sjö marka sigur í Rúmeníu í dag, 37-30. Íslenska liðið var í vandræðum framan af leik en lék mun betur í seinni hálfleiknum og sigur liðsins var aldrei í hættu í lokin. 4. nóvember 2012 13:30 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fleiri fréttir Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti flottan leik í dag þegar liðið vann 37-30 sigur á Rúmeníu í öðrum leik sínum í undankeppni EM. Guðjón Valur skoraði 11 mörk í leiknum og var markahæstur í íslenska liðinu en hann hefur nú skorað 22 mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins í riðlinum. Landsliðsfyrirliðinn var ánægður með sigurinn en hann var hinsvegar ekki sáttur við þá ákvörðun rúmenska handboltalandsliðsins að spila leikinn langt í burtu frá höfuðborginni en hann og strákarnir þurftu að ferðast í yfir fimm tíma í rútu eftir að þeir lentu í Búkarest. „Ég veit einfaldlega ekki hvar í Evrópu við erum. Það var reynt að gera þetta eins erfitt fyrir okkur og hægt var. Við erum að ferðast fáránlega lengi og það er með ólíkindum að það sé leyfilegt að spila leik frá alþjóða flugvelli," sagði Guðjón Valur við Vísi í kvöld og var allt annað en sáttur. „Það þarf enginn að segja að það sé ekki til almennileg höll í Búkarest eða að hún sé ekki til í innan við klukkutíma akstursfjarlægð frá flugvellinum. Það hefði breytt öllu fyrir okkur því við erum að koma hérna inn á hótel í fyrradag um tvö til hálf þrjú um nóttina eftir að hafa lagt af stað klukkan fimm um morguninn frá Íslandi," sagði Guðjón Valur en íslensku strákarnir voru þá að gera sig klára fyrir aðra fimm tíma rútuferð til baka til Búkarest. „Við ákváðum bara að taka þessu sem ögrun og engu öðru. Þó svo að það sé verið að opna eitthver íþróttahús hjá okkur á Íslandi í fimm tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík þá held ég að það sé engin ástæða að fara með leik þangað þar sem er verið að spila um þátttökurétt á Evrópumóti. Þetta er ekki æfingaleikur og það er stíf dagskrá hjá okkur og lítill tími sem við höfum. Í þessari viku eyddum við sólarhring í ferðalag. Við erum síðan á leiðinni í rúmlega fimm tíma rútuferð til baka til Búkarest og svo fljúgum við klukkan sex eða sjö í fyrramálið," segir Guðjón Valur en hvað verður gert í rútunni á leiðinni. „Það verða engin skemmtiatriði í gangi en ég setti Þórir Ólafsson í fararstjórn því hann er sá eini af okkur sem er að spila í Austur-Evrópu. Hann verður bara að standa sig," sagði Guðjón Valur í léttum tón en þá má finna viðtal við kappann í Fréttablaðinu á morgun.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Rúmenía - Ísland 30-37 Íslenska handboltalandsliðið er með fullt hús í sínum riðli eftir nokkuð öruggan sjö marka sigur í Rúmeníu í dag, 37-30. Íslenska liðið var í vandræðum framan af leik en lék mun betur í seinni hálfleiknum og sigur liðsins var aldrei í hættu í lokin. 4. nóvember 2012 13:30 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fleiri fréttir Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Sjá meira
Umfjöllun: Rúmenía - Ísland 30-37 Íslenska handboltalandsliðið er með fullt hús í sínum riðli eftir nokkuð öruggan sjö marka sigur í Rúmeníu í dag, 37-30. Íslenska liðið var í vandræðum framan af leik en lék mun betur í seinni hálfleiknum og sigur liðsins var aldrei í hættu í lokin. 4. nóvember 2012 13:30