Guðjón Valur: Þekki hann betur sem leikmann en þjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2012 12:15 Guðjón Valur Sigurðsson á æfingu. Mynd/Valli Guðjón Valur Sigurðsson tók formlega við fyrirliðabandinu af Ólafi Stefánssyni í gær og mun leið íslenska landsliðið út á völlinn þegar liðið mætir Hvíta-Rússlandi í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2014. „Öðrum finnst þetta kannski stærra skref heldur en mér. Ég er búinn að vera afleysingamaður fyrir Óla síðustu ár. Þetta er hlutverk sem ég hef verið í áður og eitthvað sem hvorki breytir mér né hópnum stórkostlega miðað við það sem við erum búnir að ganga í gegnum," segir Guðjón Valur Sigurðsson. Íslenska liðið fær aðeins tvo daga og þrjár æfingar til þess að undirbúa sig fyrir leikinn sem verður sá fyrsti hjá liðinu undir stjórn Arons Kristjánssonar. „Þessar undankeppnir hafa verið svona undanfarin ár. Þetta er engin óskastaða en það sitja allir við sama borð. Þeir hafa kannski getað hist aðeins fyrr geri ég ráð fyrir. Við þurfum bara að vera klárir á miðvikudaginn hvort sem við höfum æft mikið eða ekki," segir Guðjón Valur. Aron mun væntanlega ekki gera miklar breytingar á leik liðsins þegar tíminn er svona naumur. „Hann er þjálfarinn og má gera það sem hann vill," segir Guðjón Valur og bætir við: „Hann kemur inn með það sem hann ætlast til að við gerum. Hann hefur horft á alla okkar leiki og við getum sagt hvað hefur virkað fyrir okkur. Hann kemur ekki inn og segir að svona sé þetta gert hérna og puntur," segir Guðjón Valur. „Þetta snýst um samvinnu manna sem við höfum verið með í vörninni síðustu árin. Það hefur skapað þá vörn sem við höfum haft. Það er ekki hægt að breyta öllu en hann er þjálfarinn og getur því breytt því sem hann vill," segir Guðjón Valur en hvernig lýst honum á nýja þjálfarann. „Ég æft með honum oftar en ég hef haft hann sem þjálfara. Ég þekki hann því betur sem leikmann en þjálfara. Hann er bara búinn að vera með tvær æfingar og við erum að finna gírinn aftur. Það er aðeins rólegra yfir þessu og meira talað en spilað af því að við þurfum að vera með allt á hreinu," segir Guðjón Valur. „Við vitum hvað hefur virkað fyrir okkur og vitum líka hvar við höfum verið í mestum vandræðum. Þar kemur Aron inn í og segir hvort að hann vilji leysa eitthvað öðruvísi en við höfum gert. Þá er það bara þannig því það er réttur þjálfarans," segir Guðjón Valur. En hvernig hentar það íslenska liðinu að mæta Hvíta-Rússlandi? „Það er erfitt að spila við þá að þeirri ástæðu að þeir eru yfirleitt mjög agaðir. Þeir eru ekki að henda boltanum frá sér eftir tíu til fimmtán sekúndur. Þeir bíða lengi eftir að byrja sóknirnar og reyna að hægja á leiknum. Þeir keyra kannski í bakið á okkur og svo reyna þeir að vera lengi í sókn. Við þurfum að setja pressu á þá og reyna að fá þá til að tapa boltanum. Það væri ekki verra að fá alvöru stemmningu á móti þeim. Þetta er agað lið og byggt í kringum frábæran handboltamann. Samt sem áður eru hinir langt í frá að vera eitthvað blindir," segir Guðjón Valur en Barcelona-maðurinn Siarhei Rutenka er aðalmaðurinn í liðinu. Íslenska liðið þarf að byrja vel í riðlinum en fjögur lið keppa um tvö laus sæti á EM í Danmörku 2014. „Við vitum hvað er í húfi og við ætlum að tryggja okkur inn á EM og halda Íslandi áfram inn á öllum stórmótum sem spiluð eru. Þá er mikilvægt að byrja vel," sagði Guðjón Valur að lokum. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson tók formlega við fyrirliðabandinu af Ólafi Stefánssyni í gær og mun leið íslenska landsliðið út á völlinn þegar liðið mætir Hvíta-Rússlandi í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2014. „Öðrum finnst þetta kannski stærra skref heldur en mér. Ég er búinn að vera afleysingamaður fyrir Óla síðustu ár. Þetta er hlutverk sem ég hef verið í áður og eitthvað sem hvorki breytir mér né hópnum stórkostlega miðað við það sem við erum búnir að ganga í gegnum," segir Guðjón Valur Sigurðsson. Íslenska liðið fær aðeins tvo daga og þrjár æfingar til þess að undirbúa sig fyrir leikinn sem verður sá fyrsti hjá liðinu undir stjórn Arons Kristjánssonar. „Þessar undankeppnir hafa verið svona undanfarin ár. Þetta er engin óskastaða en það sitja allir við sama borð. Þeir hafa kannski getað hist aðeins fyrr geri ég ráð fyrir. Við þurfum bara að vera klárir á miðvikudaginn hvort sem við höfum æft mikið eða ekki," segir Guðjón Valur. Aron mun væntanlega ekki gera miklar breytingar á leik liðsins þegar tíminn er svona naumur. „Hann er þjálfarinn og má gera það sem hann vill," segir Guðjón Valur og bætir við: „Hann kemur inn með það sem hann ætlast til að við gerum. Hann hefur horft á alla okkar leiki og við getum sagt hvað hefur virkað fyrir okkur. Hann kemur ekki inn og segir að svona sé þetta gert hérna og puntur," segir Guðjón Valur. „Þetta snýst um samvinnu manna sem við höfum verið með í vörninni síðustu árin. Það hefur skapað þá vörn sem við höfum haft. Það er ekki hægt að breyta öllu en hann er þjálfarinn og getur því breytt því sem hann vill," segir Guðjón Valur en hvernig lýst honum á nýja þjálfarann. „Ég æft með honum oftar en ég hef haft hann sem þjálfara. Ég þekki hann því betur sem leikmann en þjálfara. Hann er bara búinn að vera með tvær æfingar og við erum að finna gírinn aftur. Það er aðeins rólegra yfir þessu og meira talað en spilað af því að við þurfum að vera með allt á hreinu," segir Guðjón Valur. „Við vitum hvað hefur virkað fyrir okkur og vitum líka hvar við höfum verið í mestum vandræðum. Þar kemur Aron inn í og segir hvort að hann vilji leysa eitthvað öðruvísi en við höfum gert. Þá er það bara þannig því það er réttur þjálfarans," segir Guðjón Valur. En hvernig hentar það íslenska liðinu að mæta Hvíta-Rússlandi? „Það er erfitt að spila við þá að þeirri ástæðu að þeir eru yfirleitt mjög agaðir. Þeir eru ekki að henda boltanum frá sér eftir tíu til fimmtán sekúndur. Þeir bíða lengi eftir að byrja sóknirnar og reyna að hægja á leiknum. Þeir keyra kannski í bakið á okkur og svo reyna þeir að vera lengi í sókn. Við þurfum að setja pressu á þá og reyna að fá þá til að tapa boltanum. Það væri ekki verra að fá alvöru stemmningu á móti þeim. Þetta er agað lið og byggt í kringum frábæran handboltamann. Samt sem áður eru hinir langt í frá að vera eitthvað blindir," segir Guðjón Valur en Barcelona-maðurinn Siarhei Rutenka er aðalmaðurinn í liðinu. Íslenska liðið þarf að byrja vel í riðlinum en fjögur lið keppa um tvö laus sæti á EM í Danmörku 2014. „Við vitum hvað er í húfi og við ætlum að tryggja okkur inn á EM og halda Íslandi áfram inn á öllum stórmótum sem spiluð eru. Þá er mikilvægt að byrja vel," sagði Guðjón Valur að lokum.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira