Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Hvíta Rússland 36-28 Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöllinni skrifar 31. október 2012 16:01 Mynd/Valli Ísland vann sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2014 þegar Hvít-Rússar komu í heimsókn í Laugardalshöllina. Sigurinn hefði þó hæglega getað orðið mun stærri. Eftir tíu mínútna leik komst íslenska liðið yfir og hélt forskotinu allt til enda. Fjórum mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 17-13. Strákarnir hefðu hæglega getað unnið mun stærri sigur en gáfu eftir þegar forskotið var orðið þægilegt. Munurinn aðeins þrjú mörk þegar sjö mínútur voru eftir en þá gáfu strákarnir okkar í og kláruðu leikinn með sóma. Talsverður gæðamunur er á þessum tveimur liðum og hefði sigurinn hæglega getað orðið stærri. Leikurinn mjög kaflaskiptur en íslenskur sigur aldrei í neinni hættu. Sóknarleikurinn rúllaði lengstum vel. Alexander var klipptur út og Aron lék því lausum hala og kunni vel það. Hvít-Rússarnir réðu ekkert við hann. Guðjón kom upp í síðari hálfleik og Snorri stýrði spilinu vel. Varnarleikurinn var upp og ofan. Lengstum ágætur en gaf þó fullmikið eftir á köflum. Ekki hjálpaði til að markavarslan var lengstum léleg. Aron átti nokkra spretti en Hreiðar var heillum horfinn. Liðið gerði það sem til þurfti að þessu sinni og átta marka sigur er ásættanlegur. Þeir þurftu þó að spýta vel í undir lokin til að ná því forskoti.Snorri: Ætla ekki að spila jafn mikið og Gummi Hrafnkels "Við erum með undirtökin allan leikinn og það er meira fyrir okkar klaufaskap en þeirra gæði að við náum ekki almennilega forskoti fyrr en í lokin," sagði leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson. "Við erum oft með fjögurra til sex marka forystu en verðum kannski of værukærir. Við sýndum samt úr hverju við erum gerðir þegar á þurfti að halda. "Þetta er átta marka sigur en hann hefði auðvitað getað orðið stærri. Við eigum það til að vera lengi í gang og höfum oft verið lengur að því en í dag. Heilt yfir held ég samt að við getum verið sáttir þó alltaf megi gera betur." Snorri lék sinn 200. landsleik í kvöld en hversu marga leiki ætlar hann að ná? "Ég veit það ekki en þeir verða alveg klárlega færri en hjá Gumma Hrafnkels. Ég verð samt hérna áfram á meðan ég er valinn og er í formi."Sverre: Vitum að við erum betri Varnarjaxlinn Sverre Jakobsson var léttur í lund eftir leik eins og venjulega en það er oftast mjög stutt í brosið hjá Akureyringnum. "Ég er svona þokkalega sáttur. Átta marka sigur er fínt og allt það. Ég hefði samt viljað sjá tíu til fimmtán marka sigur," sagði Sverre en hvað með varnarleikinn sem var kaflaskiptur? "Það komu nokkrum sinnum slakir kaflar og ætli vörnin hafi ekki verið í lagi í svona 40 mínútur. Sumt var ágætt en ég vil miklu meiri gæði hjá okkur í vörnina. "Trúin var samt mikil hjá okkur og við höfðum aldrei áhyggjur af því að við myndum tapa. Þó svo við hefðum dottið niður fór sjálfstraustið aldrei. Við vitum að við erum betri og eigum að vinna þá. "Næsta skref er að bæta sig. Þetta var fyrsti leikur í undankeppninni, nýr þjálfari og stuttur undirbúningur. Við kölluðum samt fram gæðin þegar á þurfti að halda sem var gott. Ég hafði alltaf trú á því að við myndum vinna þetta sannfærandi."Aron þjálfari: Mikil samstaða í liðinu Aron Kristjánsson þreytti frumraun sína sem landsliðsþjálfari í kvöld og getur ekki kvartað mikið yfir átta marka sigri. Hann sagðist hafa verið stoltur af því að leiða Ísland til leiks. "Ég var ánægður með strákana. Mikill vilji, barátta og samstaða. Þetta var samt mjög kaflaskipt en nógu gott til þess að vinna leikinn," sagði Aron en liðið heldur nú til Rúmeníu og spilar þar um helgina. "Það verður allt öðruvísi leikur. Við munum mæta liði sem spilar grimma 6/0 vörn og þurfum að undirbúa okkur vel fyrir það. Rúmenar eru með stórhættulegar skyttur og hávaxna leikmenn," sagði þjálfarinn en liðsins bíður langt og erfitt ferðalag. "Við erum líklega ekki komnir upp á hótel í Rúmeníu fyrr en klukkan þrjú á laugardag. Það verður fullt hús þarna úti og mikil stemning. Umhverfið verður erfitt," sagði Aron en var ekki mikill léttir að vinna fyrsta leikinn? "Jú, ekki spurning. Þetta var átta marka sigur og við skorum 36 mörk. Það er okkar leikur að enda vel og ná upp góðu forskoti eins og við gerðum í dag."Guðjón Valur: Hvít-Rússar ekki neinir bjánar Hinn nýi landsliðsfyrirliði Íslands, Guðjón Valur Sigurðsson, spilaði glimrandi vel í kvöld og var markahæstur í íslenska liðinu ásamt Aroni Pálmarssyni með ellefu mörk. "Ég er ánægður með átta marka sigur," sagði Guðjón Valur og staldraði við. Var því eðlilega spurt hvað annað hann væri ánægður með? "Við megum ekki vera í einhverri neikvæðni þó svo þetta hafi verið upp og ofan. Það sást alveg í þessum leik að Hvít-Rússar eru ekki neinir bjánar. Það er fullt af frambærilegum mönnum í liðinu og erfitt að eiga við þá í vörninni. Við áttum stundum í erfiðleikum með þá," sagði Guðjón. "Við fengum auðvitað ekki mikinn undirbúning fyrir leikinn. Það náðist þó átta marka sigur sem gæti reynst gulls ígildi á endanum. Verðum bara í Pollýönnu-leiknum og höldum öllu góðu og jákvæðu," sagði Guðjón og glotti við tönn. "Byrjunin var erfið en svo náðum við góðu taki á þeim. Þá förum við að hiksta en komum svo inn aftur og klárum með stæl." Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira
Ísland vann sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2014 þegar Hvít-Rússar komu í heimsókn í Laugardalshöllina. Sigurinn hefði þó hæglega getað orðið mun stærri. Eftir tíu mínútna leik komst íslenska liðið yfir og hélt forskotinu allt til enda. Fjórum mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 17-13. Strákarnir hefðu hæglega getað unnið mun stærri sigur en gáfu eftir þegar forskotið var orðið þægilegt. Munurinn aðeins þrjú mörk þegar sjö mínútur voru eftir en þá gáfu strákarnir okkar í og kláruðu leikinn með sóma. Talsverður gæðamunur er á þessum tveimur liðum og hefði sigurinn hæglega getað orðið stærri. Leikurinn mjög kaflaskiptur en íslenskur sigur aldrei í neinni hættu. Sóknarleikurinn rúllaði lengstum vel. Alexander var klipptur út og Aron lék því lausum hala og kunni vel það. Hvít-Rússarnir réðu ekkert við hann. Guðjón kom upp í síðari hálfleik og Snorri stýrði spilinu vel. Varnarleikurinn var upp og ofan. Lengstum ágætur en gaf þó fullmikið eftir á köflum. Ekki hjálpaði til að markavarslan var lengstum léleg. Aron átti nokkra spretti en Hreiðar var heillum horfinn. Liðið gerði það sem til þurfti að þessu sinni og átta marka sigur er ásættanlegur. Þeir þurftu þó að spýta vel í undir lokin til að ná því forskoti.Snorri: Ætla ekki að spila jafn mikið og Gummi Hrafnkels "Við erum með undirtökin allan leikinn og það er meira fyrir okkar klaufaskap en þeirra gæði að við náum ekki almennilega forskoti fyrr en í lokin," sagði leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson. "Við erum oft með fjögurra til sex marka forystu en verðum kannski of værukærir. Við sýndum samt úr hverju við erum gerðir þegar á þurfti að halda. "Þetta er átta marka sigur en hann hefði auðvitað getað orðið stærri. Við eigum það til að vera lengi í gang og höfum oft verið lengur að því en í dag. Heilt yfir held ég samt að við getum verið sáttir þó alltaf megi gera betur." Snorri lék sinn 200. landsleik í kvöld en hversu marga leiki ætlar hann að ná? "Ég veit það ekki en þeir verða alveg klárlega færri en hjá Gumma Hrafnkels. Ég verð samt hérna áfram á meðan ég er valinn og er í formi."Sverre: Vitum að við erum betri Varnarjaxlinn Sverre Jakobsson var léttur í lund eftir leik eins og venjulega en það er oftast mjög stutt í brosið hjá Akureyringnum. "Ég er svona þokkalega sáttur. Átta marka sigur er fínt og allt það. Ég hefði samt viljað sjá tíu til fimmtán marka sigur," sagði Sverre en hvað með varnarleikinn sem var kaflaskiptur? "Það komu nokkrum sinnum slakir kaflar og ætli vörnin hafi ekki verið í lagi í svona 40 mínútur. Sumt var ágætt en ég vil miklu meiri gæði hjá okkur í vörnina. "Trúin var samt mikil hjá okkur og við höfðum aldrei áhyggjur af því að við myndum tapa. Þó svo við hefðum dottið niður fór sjálfstraustið aldrei. Við vitum að við erum betri og eigum að vinna þá. "Næsta skref er að bæta sig. Þetta var fyrsti leikur í undankeppninni, nýr þjálfari og stuttur undirbúningur. Við kölluðum samt fram gæðin þegar á þurfti að halda sem var gott. Ég hafði alltaf trú á því að við myndum vinna þetta sannfærandi."Aron þjálfari: Mikil samstaða í liðinu Aron Kristjánsson þreytti frumraun sína sem landsliðsþjálfari í kvöld og getur ekki kvartað mikið yfir átta marka sigri. Hann sagðist hafa verið stoltur af því að leiða Ísland til leiks. "Ég var ánægður með strákana. Mikill vilji, barátta og samstaða. Þetta var samt mjög kaflaskipt en nógu gott til þess að vinna leikinn," sagði Aron en liðið heldur nú til Rúmeníu og spilar þar um helgina. "Það verður allt öðruvísi leikur. Við munum mæta liði sem spilar grimma 6/0 vörn og þurfum að undirbúa okkur vel fyrir það. Rúmenar eru með stórhættulegar skyttur og hávaxna leikmenn," sagði þjálfarinn en liðsins bíður langt og erfitt ferðalag. "Við erum líklega ekki komnir upp á hótel í Rúmeníu fyrr en klukkan þrjú á laugardag. Það verður fullt hús þarna úti og mikil stemning. Umhverfið verður erfitt," sagði Aron en var ekki mikill léttir að vinna fyrsta leikinn? "Jú, ekki spurning. Þetta var átta marka sigur og við skorum 36 mörk. Það er okkar leikur að enda vel og ná upp góðu forskoti eins og við gerðum í dag."Guðjón Valur: Hvít-Rússar ekki neinir bjánar Hinn nýi landsliðsfyrirliði Íslands, Guðjón Valur Sigurðsson, spilaði glimrandi vel í kvöld og var markahæstur í íslenska liðinu ásamt Aroni Pálmarssyni með ellefu mörk. "Ég er ánægður með átta marka sigur," sagði Guðjón Valur og staldraði við. Var því eðlilega spurt hvað annað hann væri ánægður með? "Við megum ekki vera í einhverri neikvæðni þó svo þetta hafi verið upp og ofan. Það sást alveg í þessum leik að Hvít-Rússar eru ekki neinir bjánar. Það er fullt af frambærilegum mönnum í liðinu og erfitt að eiga við þá í vörninni. Við áttum stundum í erfiðleikum með þá," sagði Guðjón. "Við fengum auðvitað ekki mikinn undirbúning fyrir leikinn. Það náðist þó átta marka sigur sem gæti reynst gulls ígildi á endanum. Verðum bara í Pollýönnu-leiknum og höldum öllu góðu og jákvæðu," sagði Guðjón og glotti við tönn. "Byrjunin var erfið en svo náðum við góðu taki á þeim. Þá förum við að hiksta en komum svo inn aftur og klárum með stæl."
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira