Fríða Rún: Draumur sem allar stelpur vilja upplifa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2012 19:45 Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir voru í viðtali hjá Valtý Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann hitti þessa brosandi nýkrýndu Evrópumeistara í hópfimleikum í hófi til heiðurs þeim í dag. „Þetta var stefnan allan tímann," sagði Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir bætti við: „Þetta var draumurinn." Íslensku stelpurnar náðu ekki bestu einkunninni í undanúrslitunum en gerðu engin mistök á úrslitastundu og vörðu Evrópumeistaratitilinn með glæsibrag. „Sex bestu liðin komust áfram á föstudeginum og við náðum því markmiði að komast í úrslit. Það skipti engu máli í hvaða sæti við vorum eða hvaða einkunn við fengum því við tókum stigin ekki með okkur. Laugardagurinn var bara ný keppni, við núllstilltum okkur og komum grimmar inn í laugardaginn," sagði Sif. „Það byrja allir á núlli seinni daginn sem hentaði okkur mjög vel því Svíarnir voru á undan okkur eftir föstudaginn. Ég hafði fulla trú á mínu liði allan tímann og ég vissi að við færum alla leið. Ég held að við höfum allar farið með það hugarfar inn í úrslitin á laugardaginn. Við vissum að við værum með þetta og það gekk allt upp," sagði Fríða Rún. Stelpurnar æfa gríðarlega mikið og fórna öllum frítímanum í hópfimleikana. „Við veljum þetta og það sér enginn eftir því. Við erum með bestu vinkonunum okkar allan daginn og þetta er draumur sem allar stelpur vilja upplifa," sagði Fríða. Það má sjá allt viðtalið við stelpurnar með því að smella hér fyrir ofan. Íþróttir Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir voru í viðtali hjá Valtý Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann hitti þessa brosandi nýkrýndu Evrópumeistara í hópfimleikum í hófi til heiðurs þeim í dag. „Þetta var stefnan allan tímann," sagði Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir bætti við: „Þetta var draumurinn." Íslensku stelpurnar náðu ekki bestu einkunninni í undanúrslitunum en gerðu engin mistök á úrslitastundu og vörðu Evrópumeistaratitilinn með glæsibrag. „Sex bestu liðin komust áfram á föstudeginum og við náðum því markmiði að komast í úrslit. Það skipti engu máli í hvaða sæti við vorum eða hvaða einkunn við fengum því við tókum stigin ekki með okkur. Laugardagurinn var bara ný keppni, við núllstilltum okkur og komum grimmar inn í laugardaginn," sagði Sif. „Það byrja allir á núlli seinni daginn sem hentaði okkur mjög vel því Svíarnir voru á undan okkur eftir föstudaginn. Ég hafði fulla trú á mínu liði allan tímann og ég vissi að við færum alla leið. Ég held að við höfum allar farið með það hugarfar inn í úrslitin á laugardaginn. Við vissum að við værum með þetta og það gekk allt upp," sagði Fríða Rún. Stelpurnar æfa gríðarlega mikið og fórna öllum frítímanum í hópfimleikana. „Við veljum þetta og það sér enginn eftir því. Við erum með bestu vinkonunum okkar allan daginn og þetta er draumur sem allar stelpur vilja upplifa," sagði Fríða. Það má sjá allt viðtalið við stelpurnar með því að smella hér fyrir ofan.
Íþróttir Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira