Maðurinn sem sagði nei við sterunum og hætti frekar að hjóla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2012 23:30 Scott Mercier sést hér lengst til vinstri. Mynd/Nordic Photos/Getty Nafn Scott Mercier hefur verið áberandi í umfjöllun um lyfjahneykslið í kringum hjólreiðakappann Lance Armstrong og lið hans US Postal. Mercier var sá eini í liðinu sem sagði nei við sterum og hætti frekar að keppa í hólreiðum en að sprauta sig. Scott Mercier fékk óvænt símtal frá Travis Tygart, sem stjórnaði rannsókn málsins, þar sem að Tygart þakkaði honum fyrir. „Ég fékk þetta símtal upp úr þurru og ég hélt að þetta væri eitthvað grín," sagði Scott Mercier við BBC. „Travis vildi þakka mér fyrir og spurði mig jafnframt um það hvernig ég gat gert það sem enginn annar í liðinu gat, að segja nei við sterunum," rifjaði Mercier upp. Scott Mercier er nú orðinn 44 ára gamall og starfar sem fjárhagslegur ráðgjafi í Grand Junction í Koloradó-fylki. Hann man vel eftir deginum þegar hann sagði nei takk en það var í maí 1997 þegar hann var 28 ára gamall. Það var liðslæknirinn Pedro Celaya sem kynnti sterana fyrir liðinu. „Pedro læknir kallaði alla í liðinu inn á hótelherbergi sitt og einn fór inn í einu. Þegar kom að mér þá afhenti hann mér flösku með grænum pillum og hettuglös með glærum vökva. Ég fékk einnig 17 daga æfingaáætlun þar sem annaðhvort var stjarna eða punktur við hvern dag. Punkturinn þýddi að þá átti ég að taka inn pillu en sprauta mig á þeim dögum sem voru stjörnumerktir," sagði Mercier. „Hann sagði síðan við mig og þetta væru sterar og ég yrði nautsterkur af þessu. Svo sagði hann mér að stinga þessu í vasann og ef að ég yrði stoppaður í tollinum þá átti ég að segja að þetta væri b-vítamín," sagði Mercier. „Ég ákvað þá að ég vildi ekki vera atvinnuhjólreiðamaður lengur. Ég fór heim og sagði nei takk. Ég elska hjólreiðaíþróttina en það hefði verið alltof erfitt að horfa í augun á fólki og ljúga um að ég væri hreinn. Fólk talar um heilsuþáttinn í þessu en ég var ekki mikið að pæla í honum. Það sem gerði útslagið fyrir mig voru lygarnar og hræsnin," sagði Mercier. Íþróttir Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Bein útsending: Stuð stuðningsfólks í Kristianstad Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Nafn Scott Mercier hefur verið áberandi í umfjöllun um lyfjahneykslið í kringum hjólreiðakappann Lance Armstrong og lið hans US Postal. Mercier var sá eini í liðinu sem sagði nei við sterum og hætti frekar að keppa í hólreiðum en að sprauta sig. Scott Mercier fékk óvænt símtal frá Travis Tygart, sem stjórnaði rannsókn málsins, þar sem að Tygart þakkaði honum fyrir. „Ég fékk þetta símtal upp úr þurru og ég hélt að þetta væri eitthvað grín," sagði Scott Mercier við BBC. „Travis vildi þakka mér fyrir og spurði mig jafnframt um það hvernig ég gat gert það sem enginn annar í liðinu gat, að segja nei við sterunum," rifjaði Mercier upp. Scott Mercier er nú orðinn 44 ára gamall og starfar sem fjárhagslegur ráðgjafi í Grand Junction í Koloradó-fylki. Hann man vel eftir deginum þegar hann sagði nei takk en það var í maí 1997 þegar hann var 28 ára gamall. Það var liðslæknirinn Pedro Celaya sem kynnti sterana fyrir liðinu. „Pedro læknir kallaði alla í liðinu inn á hótelherbergi sitt og einn fór inn í einu. Þegar kom að mér þá afhenti hann mér flösku með grænum pillum og hettuglös með glærum vökva. Ég fékk einnig 17 daga æfingaáætlun þar sem annaðhvort var stjarna eða punktur við hvern dag. Punkturinn þýddi að þá átti ég að taka inn pillu en sprauta mig á þeim dögum sem voru stjörnumerktir," sagði Mercier. „Hann sagði síðan við mig og þetta væru sterar og ég yrði nautsterkur af þessu. Svo sagði hann mér að stinga þessu í vasann og ef að ég yrði stoppaður í tollinum þá átti ég að segja að þetta væri b-vítamín," sagði Mercier. „Ég ákvað þá að ég vildi ekki vera atvinnuhjólreiðamaður lengur. Ég fór heim og sagði nei takk. Ég elska hjólreiðaíþróttina en það hefði verið alltof erfitt að horfa í augun á fólki og ljúga um að ég væri hreinn. Fólk talar um heilsuþáttinn í þessu en ég var ekki mikið að pæla í honum. Það sem gerði útslagið fyrir mig voru lygarnar og hræsnin," sagði Mercier.
Íþróttir Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Bein útsending: Stuð stuðningsfólks í Kristianstad Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira