Maðurinn sem sagði nei við sterunum og hætti frekar að hjóla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2012 23:30 Scott Mercier sést hér lengst til vinstri. Mynd/Nordic Photos/Getty Nafn Scott Mercier hefur verið áberandi í umfjöllun um lyfjahneykslið í kringum hjólreiðakappann Lance Armstrong og lið hans US Postal. Mercier var sá eini í liðinu sem sagði nei við sterum og hætti frekar að keppa í hólreiðum en að sprauta sig. Scott Mercier fékk óvænt símtal frá Travis Tygart, sem stjórnaði rannsókn málsins, þar sem að Tygart þakkaði honum fyrir. „Ég fékk þetta símtal upp úr þurru og ég hélt að þetta væri eitthvað grín," sagði Scott Mercier við BBC. „Travis vildi þakka mér fyrir og spurði mig jafnframt um það hvernig ég gat gert það sem enginn annar í liðinu gat, að segja nei við sterunum," rifjaði Mercier upp. Scott Mercier er nú orðinn 44 ára gamall og starfar sem fjárhagslegur ráðgjafi í Grand Junction í Koloradó-fylki. Hann man vel eftir deginum þegar hann sagði nei takk en það var í maí 1997 þegar hann var 28 ára gamall. Það var liðslæknirinn Pedro Celaya sem kynnti sterana fyrir liðinu. „Pedro læknir kallaði alla í liðinu inn á hótelherbergi sitt og einn fór inn í einu. Þegar kom að mér þá afhenti hann mér flösku með grænum pillum og hettuglös með glærum vökva. Ég fékk einnig 17 daga æfingaáætlun þar sem annaðhvort var stjarna eða punktur við hvern dag. Punkturinn þýddi að þá átti ég að taka inn pillu en sprauta mig á þeim dögum sem voru stjörnumerktir," sagði Mercier. „Hann sagði síðan við mig og þetta væru sterar og ég yrði nautsterkur af þessu. Svo sagði hann mér að stinga þessu í vasann og ef að ég yrði stoppaður í tollinum þá átti ég að segja að þetta væri b-vítamín," sagði Mercier. „Ég ákvað þá að ég vildi ekki vera atvinnuhjólreiðamaður lengur. Ég fór heim og sagði nei takk. Ég elska hjólreiðaíþróttina en það hefði verið alltof erfitt að horfa í augun á fólki og ljúga um að ég væri hreinn. Fólk talar um heilsuþáttinn í þessu en ég var ekki mikið að pæla í honum. Það sem gerði útslagið fyrir mig voru lygarnar og hræsnin," sagði Mercier. Íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Sjá meira
Nafn Scott Mercier hefur verið áberandi í umfjöllun um lyfjahneykslið í kringum hjólreiðakappann Lance Armstrong og lið hans US Postal. Mercier var sá eini í liðinu sem sagði nei við sterum og hætti frekar að keppa í hólreiðum en að sprauta sig. Scott Mercier fékk óvænt símtal frá Travis Tygart, sem stjórnaði rannsókn málsins, þar sem að Tygart þakkaði honum fyrir. „Ég fékk þetta símtal upp úr þurru og ég hélt að þetta væri eitthvað grín," sagði Scott Mercier við BBC. „Travis vildi þakka mér fyrir og spurði mig jafnframt um það hvernig ég gat gert það sem enginn annar í liðinu gat, að segja nei við sterunum," rifjaði Mercier upp. Scott Mercier er nú orðinn 44 ára gamall og starfar sem fjárhagslegur ráðgjafi í Grand Junction í Koloradó-fylki. Hann man vel eftir deginum þegar hann sagði nei takk en það var í maí 1997 þegar hann var 28 ára gamall. Það var liðslæknirinn Pedro Celaya sem kynnti sterana fyrir liðinu. „Pedro læknir kallaði alla í liðinu inn á hótelherbergi sitt og einn fór inn í einu. Þegar kom að mér þá afhenti hann mér flösku með grænum pillum og hettuglös með glærum vökva. Ég fékk einnig 17 daga æfingaáætlun þar sem annaðhvort var stjarna eða punktur við hvern dag. Punkturinn þýddi að þá átti ég að taka inn pillu en sprauta mig á þeim dögum sem voru stjörnumerktir," sagði Mercier. „Hann sagði síðan við mig og þetta væru sterar og ég yrði nautsterkur af þessu. Svo sagði hann mér að stinga þessu í vasann og ef að ég yrði stoppaður í tollinum þá átti ég að segja að þetta væri b-vítamín," sagði Mercier. „Ég ákvað þá að ég vildi ekki vera atvinnuhjólreiðamaður lengur. Ég fór heim og sagði nei takk. Ég elska hjólreiðaíþróttina en það hefði verið alltof erfitt að horfa í augun á fólki og ljúga um að ég væri hreinn. Fólk talar um heilsuþáttinn í þessu en ég var ekki mikið að pæla í honum. Það sem gerði útslagið fyrir mig voru lygarnar og hræsnin," sagði Mercier.
Íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Sjá meira