Sextíu gráður og þeytivinda, takk Steinunn Stefánsdóttir skrifar 28. september 2012 16:13 Talið er að um þriðjungur þeirra um það bil 6.000 tungumála sem nú eru töluð í heiminum muni hverfa á næstu áratugum. Önnur tungumál munu áfram verða notuð að einhverju leyti til heimabrúks en ekki til dæmis í vísindum eða viðskiptum. Lífvænleiki tungumáls á 21. öldinni mælist ekki bara í því hversu margir nota það eða hversu mikið það er notað í listum eða fjölmiðlum. Horfur tungumáls í heimi þar sem upplýsingatækni leikur jafnstórt hlutverk og raun ber vitni, hlutverk sem á enn eftir að aukast á komandi árum, velta ekki síður á því hvort og hvernig hlutverk þess er í hinum stafræna heimi, hvort hægt er að nota það í öllum þeim stafrænu samskiptum sem hver og einn á í á hverjum degi. Skýrslan Íslensk tunga á stafrænni öld var kynnt á Evrópska tungumáladeginum í vikunni. Skýrslan tekur til þrjátíu tungumála sem töluð eru í Evrópu og er í niðurstöðum sýnt fram á að tveir þriðju hlutar þeirra eru í hættu vegna þess að þau ná ekki að fylgja eftir þróuninni í upplýsinga- og tölvutækni. Íslenskan er vitaskuld þar á meðal. „Við munum fá alls konar tól og tæki á næstu áratugum sem menn munu stjórna með því að tala við þau. Þá er spurning hvaða tungumál menn ætla að tala," sagði Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskum fræðum og stjórnarformaður Máltækniseturs, í frétt blaðsins á miðvikudaginn. Að mati Eiríks er app-forrit fyrir síma með Android-stýrikerfi, sem nýlega kom á markað og gerir notendum kleift að tala íslensku við símann sinn, eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í íslenskri málrækt. „Ef við getum ekki talað íslensku við tækin mun það örugglega ekki þýða að við hættum við að nota þau. Ef það þýðir að þú þarft að tala ensku við ísskápinn þinn þá munt þú gera það," bendir Eiríkur á. Þetta er einmitt kjarni málsins. Ítrekað hefur verið bent á mikilvægi þess að Íslendingar, og þá ekki síst íslensk börn, eigi þess kost að hafa íslenskt viðmót í tölvum sínum. Sá björn er ekki unninn en í mörgum skólum hefur þessari kröfu sem betur fer verið svarað. Stafræn samskipti munu bara aukast. Í vaxandi mæli munu samskipti fólks við tækin sín eiga sér stað gegnum talgreini, þ.e. þannig að fólk talar við tækin sín í stað þess að ýta á takka. Þá skiptir miklu fyrir viðhald tungumáls að unnt sé að nota móðurmálið. Málsamfélag sem telur 330.000 er pínulítið sem þýðir að markaðurinn er fjarri því nógu stór til þess að einkafyrirtæki sjái sér hag í að vinna þróunarvinnu á sviði máltækni. Það er því ljóst að ef íslenskan á að halda velli á nýjum tímum verður að koma til opinber stuðningur. Á það hefur vantað. Til dæmis hefur ekki verið hægt að taka inn nemendur í máltækni síðastliðin ár. Það er og verður sameiginlegt verkefni þjóðarinnar að íslenskan haldi áfram að þróast og vera lifandi, meðal annars með því að hún missi ekki umdæmi, eins og sagt er, þ.e. að við getum áfram notað hana á öllum sviðum tilverunnar, meðal annars til þess að segja þvottavélinni fyrir verkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Talið er að um þriðjungur þeirra um það bil 6.000 tungumála sem nú eru töluð í heiminum muni hverfa á næstu áratugum. Önnur tungumál munu áfram verða notuð að einhverju leyti til heimabrúks en ekki til dæmis í vísindum eða viðskiptum. Lífvænleiki tungumáls á 21. öldinni mælist ekki bara í því hversu margir nota það eða hversu mikið það er notað í listum eða fjölmiðlum. Horfur tungumáls í heimi þar sem upplýsingatækni leikur jafnstórt hlutverk og raun ber vitni, hlutverk sem á enn eftir að aukast á komandi árum, velta ekki síður á því hvort og hvernig hlutverk þess er í hinum stafræna heimi, hvort hægt er að nota það í öllum þeim stafrænu samskiptum sem hver og einn á í á hverjum degi. Skýrslan Íslensk tunga á stafrænni öld var kynnt á Evrópska tungumáladeginum í vikunni. Skýrslan tekur til þrjátíu tungumála sem töluð eru í Evrópu og er í niðurstöðum sýnt fram á að tveir þriðju hlutar þeirra eru í hættu vegna þess að þau ná ekki að fylgja eftir þróuninni í upplýsinga- og tölvutækni. Íslenskan er vitaskuld þar á meðal. „Við munum fá alls konar tól og tæki á næstu áratugum sem menn munu stjórna með því að tala við þau. Þá er spurning hvaða tungumál menn ætla að tala," sagði Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskum fræðum og stjórnarformaður Máltækniseturs, í frétt blaðsins á miðvikudaginn. Að mati Eiríks er app-forrit fyrir síma með Android-stýrikerfi, sem nýlega kom á markað og gerir notendum kleift að tala íslensku við símann sinn, eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í íslenskri málrækt. „Ef við getum ekki talað íslensku við tækin mun það örugglega ekki þýða að við hættum við að nota þau. Ef það þýðir að þú þarft að tala ensku við ísskápinn þinn þá munt þú gera það," bendir Eiríkur á. Þetta er einmitt kjarni málsins. Ítrekað hefur verið bent á mikilvægi þess að Íslendingar, og þá ekki síst íslensk börn, eigi þess kost að hafa íslenskt viðmót í tölvum sínum. Sá björn er ekki unninn en í mörgum skólum hefur þessari kröfu sem betur fer verið svarað. Stafræn samskipti munu bara aukast. Í vaxandi mæli munu samskipti fólks við tækin sín eiga sér stað gegnum talgreini, þ.e. þannig að fólk talar við tækin sín í stað þess að ýta á takka. Þá skiptir miklu fyrir viðhald tungumáls að unnt sé að nota móðurmálið. Málsamfélag sem telur 330.000 er pínulítið sem þýðir að markaðurinn er fjarri því nógu stór til þess að einkafyrirtæki sjái sér hag í að vinna þróunarvinnu á sviði máltækni. Það er því ljóst að ef íslenskan á að halda velli á nýjum tímum verður að koma til opinber stuðningur. Á það hefur vantað. Til dæmis hefur ekki verið hægt að taka inn nemendur í máltækni síðastliðin ár. Það er og verður sameiginlegt verkefni þjóðarinnar að íslenskan haldi áfram að þróast og vera lifandi, meðal annars með því að hún missi ekki umdæmi, eins og sagt er, þ.e. að við getum áfram notað hana á öllum sviðum tilverunnar, meðal annars til þess að segja þvottavélinni fyrir verkum.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun