Peyton Manning er ekki dauður úr öllum æðum | Úrslit helgarinnar 10. september 2012 11:45 Manning gengur hér stoltur af velli. Hinn 36 ára gamli Peyton Manning sýndi í nótt að lengi lifir í gömlum glæðum og að hann er langt frá því að vera búinn. Manning lék þá sinn fyrsta leik í NFL-deildinni síðan 2010 en hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Manning er þess utan kominn í nýtt lið en Indianapolis Colts sleppti honum í sumar og fór hann til Denver Broncos. Hann fékk stórt próf í nótt gegn Pittsburgh og stóð sig frábærlega í 31-19 sigri. Manning kastaði 253 jarda og þar af voru tvær sendingar fyrir snertimarki. Hann er búinn að kasta 400 slíkar sendingar. Fjölmiðlar vestanhafs halda vart vatni yfir þessari frammistöðu enda var engu líkara en Manning hefði aldrei farið. Broncos sannaði þess utan í nótt að liðið getur farið langt í vetur með Manning í aðalhlutverki. Það voru nokkrir stórleikir á dagskrá í gær og San Francisco 49ers minnti á sig með flottum útisigri gegn Green Bay Packers. Tim Tebow kastaði ekkert fyrir NY Jets en tók nokkur hlaupakerfi, stillti sér upp sem útherji og sinnti ýmsum störfum í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Robet Griffin III, sem var valinn annar í nýliðavalinu, sló í gegn með frábærri frammistöðu í óvæntum sigri Washington Redskins á New Orleans.Úrslit gærdagsins: Chicago-Indianapolis 41-21 Cleveland-Philadelphia 16-17 Detroit-St. Louis 27-23 Houston-Miami 30-10 Kansas City-Atlanta 24-40 Minnesota-Jacksonville 26-23 New Orleans-Washington 32-40 NY Jets-Buffalo 48-28 Tennessee-New England 13-34 Arizona-Seattle 20-16 Green Bay-San Francisco 22-30 Tampa Bay-Carolina 16-10 Denver-Pittsburgh 31-19Í kvöld: Baltimore-Cincinnati Oakland-San Diego Báðir leikir í beinni á ESPN America sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland. NFL Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Peyton Manning sýndi í nótt að lengi lifir í gömlum glæðum og að hann er langt frá því að vera búinn. Manning lék þá sinn fyrsta leik í NFL-deildinni síðan 2010 en hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Manning er þess utan kominn í nýtt lið en Indianapolis Colts sleppti honum í sumar og fór hann til Denver Broncos. Hann fékk stórt próf í nótt gegn Pittsburgh og stóð sig frábærlega í 31-19 sigri. Manning kastaði 253 jarda og þar af voru tvær sendingar fyrir snertimarki. Hann er búinn að kasta 400 slíkar sendingar. Fjölmiðlar vestanhafs halda vart vatni yfir þessari frammistöðu enda var engu líkara en Manning hefði aldrei farið. Broncos sannaði þess utan í nótt að liðið getur farið langt í vetur með Manning í aðalhlutverki. Það voru nokkrir stórleikir á dagskrá í gær og San Francisco 49ers minnti á sig með flottum útisigri gegn Green Bay Packers. Tim Tebow kastaði ekkert fyrir NY Jets en tók nokkur hlaupakerfi, stillti sér upp sem útherji og sinnti ýmsum störfum í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Robet Griffin III, sem var valinn annar í nýliðavalinu, sló í gegn með frábærri frammistöðu í óvæntum sigri Washington Redskins á New Orleans.Úrslit gærdagsins: Chicago-Indianapolis 41-21 Cleveland-Philadelphia 16-17 Detroit-St. Louis 27-23 Houston-Miami 30-10 Kansas City-Atlanta 24-40 Minnesota-Jacksonville 26-23 New Orleans-Washington 32-40 NY Jets-Buffalo 48-28 Tennessee-New England 13-34 Arizona-Seattle 20-16 Green Bay-San Francisco 22-30 Tampa Bay-Carolina 16-10 Denver-Pittsburgh 31-19Í kvöld: Baltimore-Cincinnati Oakland-San Diego Báðir leikir í beinni á ESPN America sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland.
NFL Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira