Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 3-1 21. ágúst 2012 13:06 Stjarnan vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 3-1 sigur á Breiðablik í Pepsi deild kvenna. Róðurinn varð þungur þegar þær misstu Önnu Maríu Baldursdóttir af velli eftir 28. mínútur en frábær mörk Hörpu Þorsteinsdóttir skildi liðin að í dag. Fyrir leikinn var víst að bæði liðin þurftu á sigri að halda í baráttu sinni. Lið Stjörnunnar vissi að með tapi væru möguleikar þeirra á sigri í deildinni nánast úr sögunni eftir sigur Þór/Ka á Akureyri. Blikar gátu blandað sér með sigri í baráttuna um 2-4 sæti í deildinni en 10 stig eru í næsta lið. Garðbæingar byrjuðu leikinn betur og náðu forskotinu eftir aðeins tíu mínútur. Þar var að verki Veronica Perez þegar hún mætti á fjærstöng eftir fyrirgjöf Ingu Birnu Friðjónsdóttir. Aðeins átján mínútum síðar átti sér stað dýrt atvik fyrir Stjörnuna, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir slapp ein í gegn um vörn Stjörnunnar og Anna María Baldursdóttir felldi hana. Örvar Sær Gíslason, dómari leiksins var ekki í vafa og veifaði rauðu spjaldi framan í Önnu. Ógæfan fyrir Stjörnustúlkur var þó ekki búin, upp úr horninu kom jöfnunarmark Breiðabliks. Fanndís Friðriksdóttir átti fyrirgjöf sem rataði á fjærstöng þar sem Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir var mætt til að skora sitt fyrsta mark í Pepsi deildinni. Blikar komu sterkari inn í seinni hálfleik og voru að ná undirtökum þegar næsta mark leiksins kom. Þar var að verki Harpa Þorsteinsdóttir, hún fékk sendingu að vítateigsboganum þar sem hún stýrði boltanum upp í loftið og hamraði boltann viðstöðulaust í boga yfir Birnu Kristjánsdóttir í marki Breiðabliks. Harpa var svo aftur á ferðinni aðeins fimm mínútum seinna, þá nýtti hún sér sofandihátt í vörn Blika, stakk sér inn fyrir varnarmennina og potaði boltanum framhjá Birnu. Markið verður að skrifast algerlega á varnarleik gestanna, boltinn skoppaði tilviljanakennt inn í teig þeirra og virtist engin vera of áhugasöm allt þar til Harpa nýtti sér sofandihátt þeirra. Blikar fundu engin svör við þessum mörkum frá Hörpu og lauk leiknum því með 3-1 sigri Stjörnunnar. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Stjörnuna sem halda spennu í toppbaráttunni en lið Breiðabliks hlýtur að naga sig í handabökin. Þær fengu í kvöld möguleika á að saxa á forskot Stjörnunnar og komast yfir Valsliðið en nýttu sér það ekki þrátt fyrir að vera manni fleiri í meira en klukkutíma. Harpa: Vorum ekkert að spila sambabolta frammi„Það má segja að við höfum haldið spennu í baráttunni, við pældum ekkert í hinum leikjunum," sagði Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir leikinn. „Mér fannst dómarinn vera að stríða okkur aðeins í kvöld, fannst hann gera okkur erfitt fyrir með þessu rauða spjaldi." Heimamenn þurftu að spila með tíu menn í yfir klukkustund vegna brottvísunar á 28. mínútu þegar Önnu Maríu Baldursdóttir var vísað af velli. „Þetta er í annað sinn í sumar sem við fáum svona í andlitið snemma en mér fannst við ráða allan tímann við þetta hér í kvöld." „Við hugsum núna bara um okkar leiki, við ætlum ekki að gefast upp fyrr en ómögulegt er. Þetta verður þó erfitt núna, það er ljóst." Liðsmenn Stjörnunnar komu grimmari inn í leikinn og byrjuðu leikinn betur. „Við lögðum leikinn vel upp, þetta eru alltaf erfiðir leikir og alltaf fjörugir. Tólf spjöld í leiknum í Kópavogi segja sitt en við náðum að halda haus og spila vel, ég er rosalega stolt af frammistöðunni í kvöld. Við vorum ekkert að spila sambabolta frammi manni færri en varnarleikurinn var frábær í kvöld," sagði Harpa. Hans: Kalla eftir meiri ábyrgð hjá leikmönnunum mínum„Þegar lið skorar mark þá fylgja liðin yfirleitt áfram og láta kné fylgja kviði. Sagan okkar í sumar segir hinsvegar að við erum yfirleitt að fá á okkur mörk á næstu 5-8 mínútum eftir markið og þetta skrifast bara á einbeitingarleysi sem við verðum að laga fyrir næsta sumar," sagði Hans Sævar Sævarsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn. „Við erum með undirtökin en svo kemur þetta frábæra mark hjá Hörpu, við byrjuðu seinni hálfleikinn vel og fáum þetta einfaldlega í andlitið. Eftir það mætum við ekki til leiks." Með sigri í kvöld hefðu Blikar geta lyft sér upp fyrir Valsliðið og á sama tíma stimplað sig inn í baráttuna um 2-4. sæti. „Við vorum í kjörstöðu til að komast aftur inn í þennan pakka. Mér fannst við vera betri í fyrri hálfleik og erum manni fleiri en við náum að klúðra því." „Ég veit ekki hvernig aðrir leikir fóru en við þurfum einfaldlega að mæta stemmdar í næsta leik. Í síðustu fjórum leikjum höfum við fengið aðeins eitt stig." Þriðja mark Stjörnunnar kom eftir vægast sagt slakann varnarleik hjá Blikum. „Munurinn á okkur og hinum toppliðunum er það að það eru fleiri í hinu liðinu sem vilja vinna leikina og hafa karakterinn í það. Við köllum eftir því að leikmenn okkar sýni meiri karakter og taki betri ábyrgð á því sem gerist inn á vellinum," sagði Hans. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Stjarnan vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 3-1 sigur á Breiðablik í Pepsi deild kvenna. Róðurinn varð þungur þegar þær misstu Önnu Maríu Baldursdóttir af velli eftir 28. mínútur en frábær mörk Hörpu Þorsteinsdóttir skildi liðin að í dag. Fyrir leikinn var víst að bæði liðin þurftu á sigri að halda í baráttu sinni. Lið Stjörnunnar vissi að með tapi væru möguleikar þeirra á sigri í deildinni nánast úr sögunni eftir sigur Þór/Ka á Akureyri. Blikar gátu blandað sér með sigri í baráttuna um 2-4 sæti í deildinni en 10 stig eru í næsta lið. Garðbæingar byrjuðu leikinn betur og náðu forskotinu eftir aðeins tíu mínútur. Þar var að verki Veronica Perez þegar hún mætti á fjærstöng eftir fyrirgjöf Ingu Birnu Friðjónsdóttir. Aðeins átján mínútum síðar átti sér stað dýrt atvik fyrir Stjörnuna, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir slapp ein í gegn um vörn Stjörnunnar og Anna María Baldursdóttir felldi hana. Örvar Sær Gíslason, dómari leiksins var ekki í vafa og veifaði rauðu spjaldi framan í Önnu. Ógæfan fyrir Stjörnustúlkur var þó ekki búin, upp úr horninu kom jöfnunarmark Breiðabliks. Fanndís Friðriksdóttir átti fyrirgjöf sem rataði á fjærstöng þar sem Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir var mætt til að skora sitt fyrsta mark í Pepsi deildinni. Blikar komu sterkari inn í seinni hálfleik og voru að ná undirtökum þegar næsta mark leiksins kom. Þar var að verki Harpa Þorsteinsdóttir, hún fékk sendingu að vítateigsboganum þar sem hún stýrði boltanum upp í loftið og hamraði boltann viðstöðulaust í boga yfir Birnu Kristjánsdóttir í marki Breiðabliks. Harpa var svo aftur á ferðinni aðeins fimm mínútum seinna, þá nýtti hún sér sofandihátt í vörn Blika, stakk sér inn fyrir varnarmennina og potaði boltanum framhjá Birnu. Markið verður að skrifast algerlega á varnarleik gestanna, boltinn skoppaði tilviljanakennt inn í teig þeirra og virtist engin vera of áhugasöm allt þar til Harpa nýtti sér sofandihátt þeirra. Blikar fundu engin svör við þessum mörkum frá Hörpu og lauk leiknum því með 3-1 sigri Stjörnunnar. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Stjörnuna sem halda spennu í toppbaráttunni en lið Breiðabliks hlýtur að naga sig í handabökin. Þær fengu í kvöld möguleika á að saxa á forskot Stjörnunnar og komast yfir Valsliðið en nýttu sér það ekki þrátt fyrir að vera manni fleiri í meira en klukkutíma. Harpa: Vorum ekkert að spila sambabolta frammi„Það má segja að við höfum haldið spennu í baráttunni, við pældum ekkert í hinum leikjunum," sagði Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir leikinn. „Mér fannst dómarinn vera að stríða okkur aðeins í kvöld, fannst hann gera okkur erfitt fyrir með þessu rauða spjaldi." Heimamenn þurftu að spila með tíu menn í yfir klukkustund vegna brottvísunar á 28. mínútu þegar Önnu Maríu Baldursdóttir var vísað af velli. „Þetta er í annað sinn í sumar sem við fáum svona í andlitið snemma en mér fannst við ráða allan tímann við þetta hér í kvöld." „Við hugsum núna bara um okkar leiki, við ætlum ekki að gefast upp fyrr en ómögulegt er. Þetta verður þó erfitt núna, það er ljóst." Liðsmenn Stjörnunnar komu grimmari inn í leikinn og byrjuðu leikinn betur. „Við lögðum leikinn vel upp, þetta eru alltaf erfiðir leikir og alltaf fjörugir. Tólf spjöld í leiknum í Kópavogi segja sitt en við náðum að halda haus og spila vel, ég er rosalega stolt af frammistöðunni í kvöld. Við vorum ekkert að spila sambabolta frammi manni færri en varnarleikurinn var frábær í kvöld," sagði Harpa. Hans: Kalla eftir meiri ábyrgð hjá leikmönnunum mínum„Þegar lið skorar mark þá fylgja liðin yfirleitt áfram og láta kné fylgja kviði. Sagan okkar í sumar segir hinsvegar að við erum yfirleitt að fá á okkur mörk á næstu 5-8 mínútum eftir markið og þetta skrifast bara á einbeitingarleysi sem við verðum að laga fyrir næsta sumar," sagði Hans Sævar Sævarsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn. „Við erum með undirtökin en svo kemur þetta frábæra mark hjá Hörpu, við byrjuðu seinni hálfleikinn vel og fáum þetta einfaldlega í andlitið. Eftir það mætum við ekki til leiks." Með sigri í kvöld hefðu Blikar geta lyft sér upp fyrir Valsliðið og á sama tíma stimplað sig inn í baráttuna um 2-4. sæti. „Við vorum í kjörstöðu til að komast aftur inn í þennan pakka. Mér fannst við vera betri í fyrri hálfleik og erum manni fleiri en við náum að klúðra því." „Ég veit ekki hvernig aðrir leikir fóru en við þurfum einfaldlega að mæta stemmdar í næsta leik. Í síðustu fjórum leikjum höfum við fengið aðeins eitt stig." Þriðja mark Stjörnunnar kom eftir vægast sagt slakann varnarleik hjá Blikum. „Munurinn á okkur og hinum toppliðunum er það að það eru fleiri í hinu liðinu sem vilja vinna leikina og hafa karakterinn í það. Við köllum eftir því að leikmenn okkar sýni meiri karakter og taki betri ábyrgð á því sem gerist inn á vellinum," sagði Hans.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira