Sandra María: Mættu í hjólabuxum í bandarísku fánalitunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2012 16:30 Sandra María. Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA, var himinlifandi að hafa verið kosin besti leikmaður fyrri hluta Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. „Þetta eru sennilega mestu verðlaun sem ég hef fengið og rosalega mikill heiður fyrir mig," sagði Sandra sem er markahæst í deildinni með tíu mörk þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gömul. Þór/KA trónir á toppi deildarinnar og gengi liðsins hefur komið mörgum á óvart. „Það er gaman að geta komið mörgum á óvart. Við vissum að við værum með svona sterkt lið en flestir trúðu því eftir gengið í Lengjubikarnum. Við höfum nú sýnt að við erum topplið í þessari deild," segir Sandra. Þór/KA hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna og þriggja stiga forskot á ÍBV á toppi deildarinnar. 4-1 rassskelling á heimavelli gegn ÍBV setur svartan blett á sumar Norðankvenna og er þeirra eini tapleikur í sumar. „Við vorum alls ekki góðar gegn ÍBV og verður að viðurkennast að þær voru miklu betri. En við ætlum að snúa þessu við og vinna þær úti í Eyjum, rassskella þær tilbaka," segir Sandra og hlær. Lið Þór/KA er skipað blöndu af uppöldum leikmönnum sem manna um helming byrjunarliðsins auk Helmingurinn af byrjunarliðinu er skipað heimastelpum. Auk þeirra gekk Þórhildur Ólafsdóttir, fyrirliði ÍBV, til liðs við liðið auk Katrínar Ásbjörnsdóttur sem var besti leikmaður KR á síðustu leiktíð. Sandra segir bandarísku stelpurnar passa vel inn í hópinn bæði fótboltalega séð og félagslega. Einn helsti styrkleiki Norðankvenna sé hve samheldinn hópur þeirra er og þær bandarísku sé ekki undanskildar þar. „Við áttum leik 3. júlí og daginn eftir fórum við út í Kjarnaskóg að hlaupa. Það var Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna og þær voru mættar í hjólabuxum með bandaríska fánanum á. Þær eru mjög skemmtilegar," segir markahrókurinn um liðsfélaga sína. Aðspurð um markmið sumarsins er Sandra ekki í nokkrum vafa. „Ég held að allir viti að við stefnum á toppsætið," segir Sandra María. Næsta verkefni Þór/KA er í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins á morgun þegar Fylkir kemur í heimsókn. Liðin áttust við á sama stað í deildinni í síðustu umferð og þá unnu heimakonur 4-0 . Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA, var himinlifandi að hafa verið kosin besti leikmaður fyrri hluta Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. „Þetta eru sennilega mestu verðlaun sem ég hef fengið og rosalega mikill heiður fyrir mig," sagði Sandra sem er markahæst í deildinni með tíu mörk þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gömul. Þór/KA trónir á toppi deildarinnar og gengi liðsins hefur komið mörgum á óvart. „Það er gaman að geta komið mörgum á óvart. Við vissum að við værum með svona sterkt lið en flestir trúðu því eftir gengið í Lengjubikarnum. Við höfum nú sýnt að við erum topplið í þessari deild," segir Sandra. Þór/KA hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna og þriggja stiga forskot á ÍBV á toppi deildarinnar. 4-1 rassskelling á heimavelli gegn ÍBV setur svartan blett á sumar Norðankvenna og er þeirra eini tapleikur í sumar. „Við vorum alls ekki góðar gegn ÍBV og verður að viðurkennast að þær voru miklu betri. En við ætlum að snúa þessu við og vinna þær úti í Eyjum, rassskella þær tilbaka," segir Sandra og hlær. Lið Þór/KA er skipað blöndu af uppöldum leikmönnum sem manna um helming byrjunarliðsins auk Helmingurinn af byrjunarliðinu er skipað heimastelpum. Auk þeirra gekk Þórhildur Ólafsdóttir, fyrirliði ÍBV, til liðs við liðið auk Katrínar Ásbjörnsdóttur sem var besti leikmaður KR á síðustu leiktíð. Sandra segir bandarísku stelpurnar passa vel inn í hópinn bæði fótboltalega séð og félagslega. Einn helsti styrkleiki Norðankvenna sé hve samheldinn hópur þeirra er og þær bandarísku sé ekki undanskildar þar. „Við áttum leik 3. júlí og daginn eftir fórum við út í Kjarnaskóg að hlaupa. Það var Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna og þær voru mættar í hjólabuxum með bandaríska fánanum á. Þær eru mjög skemmtilegar," segir markahrókurinn um liðsfélaga sína. Aðspurð um markmið sumarsins er Sandra ekki í nokkrum vafa. „Ég held að allir viti að við stefnum á toppsætið," segir Sandra María. Næsta verkefni Þór/KA er í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins á morgun þegar Fylkir kemur í heimsókn. Liðin áttust við á sama stað í deildinni í síðustu umferð og þá unnu heimakonur 4-0 .
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira