Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þór/KA nýtti sér jafntefli ÍBV og Stjörnunnar í Eyjum og náði tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar. Blikakonur fóru upp í annað sætið eftir sigur á Val. Afturelding vann sinn fyrsta sigur í sumar og komst upp úr botnsætið með sigri á KR.
Afturelding og KR, tvö neðstu lið deildarinnar, voru ekki búin að vinna leik í fyrstu sjö umferðunum en KR var stigi á undan eftir tvö jafntefli. Carla Lee tryggði Mosfellsstelpum öll þrjú stigin með því að skora sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. Afturelding sendi því KR niður í botnsætið.
Fylkir losaði sig frá neðri hlutanum með 3-0 sigri á FH en þær Anna Björg Björnsdóttir, Ruth Þórðar Þórðardóttir og Margrét Björg Ástvaldsdóttir skoruðu mörkin.
Úrslit og markaskorar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:
Selfoss - Þór/KA 2-6
0-1 Sandra María Jessen (3.), 0-2 Sandra María Jessen (13.), 1-2 Melanie Adelman (20.), 2-2 Guðmunda Brynja Óladóttir (26.), 2-3 Kayle Grimsley (49.), 2-4 Lára Einarsdóttir (66.), 2-5 Tahnai Annis (73.), 2-6 Lillý Rut Hlynsdóttir (90.+2).
ÍBV - Stjarnan 2-2
0-1 Anna Björk Kristjánsdóttir (36.), 0-2 Harpa Þorsteinsdóttir (45.), 1-2 Danka Podovac, víti (54.), 2-2 Danka Podovac (84.).
Breiðablik - Valur 1-0
1-0 Rakel Hönnudóttir (6.)
Afturelding - KR 1-0
1-0 Carla Lee (53.)
Fylkir - FH 3-0
1-0 Anna Björg Björnsdóttir (2.), 2-0 Ruth Þórðar Þórðardóttir (48.), 3-0 Margrét Björg Ástvaldsdóttir (66.)
Upplýsingar um markaskora úr leikjunum fengnar af hluta frá vefsíðunni úrslit.net.
Afturelding sendi KR niður í botnsætið - öll úrslit kvöldsins hjá stelpunum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn
