Novak Djokovic frá Serbíu og hin rússneska Maria Sharapova er raðað númer eitt í karla- og kvennaflokki á Wimbledon-mótinu í tennis sem hefst í London á mánudaginn.
Djokovic og Sharapova eru í efstu sætum heimslistans og því eðlilega raðað númer eitt. Í karlaflokki er Spánverjanum Rafael Nadal raðað númer tvö, Roger Federer frá Sviss númer þrjú og Andy Murray frá Skotlandi er fjórði.
Petra Kvitova frá Tékklandi er röðuð númer fjögur í mótið en hún á titil að verja á mótinu. Serena Williams er raðað númer sex en systur hennar Venus, sem hefur fimm sinnum sigrað á Wimbledon-mótinu, var ekki raðað þar sem hún er aðeins í 55. sæti heimslistans. Ljóst er að stærstu nöfnin vilja forðast að lenda gegn Venus í fyrstu umferðum mótsins.
Hinn ástralski Bernard Tomic græddi manna mest á þeirri stefnu skipuleggjanda mótsins að taka árangur á grasvöllum með í myndina auk stöðunnar á heimstlistanum við röðunina. Tomic, sem situr í 27. sæti heimslistans, var raðað númer 20.
Bandaríkjamaðurinn Andy Roddick rétt slapp í hóp þeirra 32 sem er raðað fyrirfram. Roddick, sem er í 33. sæti heimslistans, var raðað númer þrjátíu.
Wimbledon mótið hefst á mánudaginn en úrslitaleikirnir fara fram helgina 7.- 8. júlí.
Djokovic og Sharapovu raðað númer eitt á Wimbledon
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Manchester er heima“
Enski boltinn

„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn





De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn