Stuðningsgrein: Hógvær leiðtogi allrar þjóðarinnar Ingibjörg Hjaltadóttir skrifar 25. júní 2012 15:45 Leiðtogi sem sameinar og hvetur er það sem við þörfnumst í dag. Ég minnist þess hvað Kristján Eldjárn og Vigdís vöktu með mér mikið stolt yfir forsetaembættinu. Með hógværð og yfirvegun sameinuðu þau Íslendinga og leiddu fram á veginn. Vissulega erum við ekki að leita til gamalla tíma en þau gildi sem þessir forsetar stóðu fyrir eru sannarlega þau gildi sem við þörfnumst í dag. Til viðbótar þurfum við að líta björtum augum til framtíðar, takast á við þau verkefni sem blasa við og standa saman sem þjóð. Það er liðin tíð að við viljum berja okkur á brjóst og tiltaka 10 atriði sem gera okkur betri en aðrar þjóðir. Við erum hvorki betri né verri en aðrar þjóðir en þörfnumst hvers annars til að skapa mannvænlegt og gott samfélag á Íslandi. Til þess að leiða okkur á þeirri braut þörfnumst við forseta sem sameinar okkur, er forseti allra landsmanna og gengur með okkur til nýrra tíma og nýrra verkefna. Ég treysti Þóru Arnórsdóttur til þeirra verka. Þóra hefur líka það til að bera að vera góð fyrirmynd kvenna og talsmaður jafnréttis. Hún er ekki hrædd við að vinna mikið þó að hún hafi ásamt manni sínum fyrir börnum að sjá. Að vinna mikið á hún sameiginlegt með flestum íslenskum nútímakonum. Reyndar hafa íslenskar konur alla tíð unnið mikið, þó það hafi ekki alltaf verið utan heimilis. Ýmsir hafa bent á það sem galla að hún sé nýbúin að eiga barn og mælast til að hún að hugsi eingöngu um barnið og láti þjóðfélagsmál eiga sig. Þetta er ný útgáfa af því sem heyrðist hér á árum áður að konur ættu að vera heima að hugsa um börn. Börn þurfa á báðum foreldrum að halda og fæðingarorlof er ætlað báðum foreldrum og á Íslandi eru karlar duglegir að nýta fæðingarorlof. Það er sannarlega mikilvægt að hafa langt fæðingarorlof eins og við búum við hér á Íslandi og það er til fyrirmyndar að foreldarar geti til jafns hugsað um börnin sín. Við skulum hins vegar minnast þess að það að vera nýbúin að eiga barn er ekki sjúkdómur og í flestum vestrænum ríkjum eru konur farnar að vinna eftir fárra vikna fæðingarorlof. Þóra svarar kalli um að bjóða sig fram til forseta þó stutt sé síðan hún eignaðist barn. Það er merki um hversu mikinn styrk hún hefur. Ég sé í Þóru leiðtoga sem mun sameina Íslendinga og leiða okkur til nýrra tíma af hógværð og festu, hún á mitt atkvæði því öruggt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Leiðtogi sem sameinar og hvetur er það sem við þörfnumst í dag. Ég minnist þess hvað Kristján Eldjárn og Vigdís vöktu með mér mikið stolt yfir forsetaembættinu. Með hógværð og yfirvegun sameinuðu þau Íslendinga og leiddu fram á veginn. Vissulega erum við ekki að leita til gamalla tíma en þau gildi sem þessir forsetar stóðu fyrir eru sannarlega þau gildi sem við þörfnumst í dag. Til viðbótar þurfum við að líta björtum augum til framtíðar, takast á við þau verkefni sem blasa við og standa saman sem þjóð. Það er liðin tíð að við viljum berja okkur á brjóst og tiltaka 10 atriði sem gera okkur betri en aðrar þjóðir. Við erum hvorki betri né verri en aðrar þjóðir en þörfnumst hvers annars til að skapa mannvænlegt og gott samfélag á Íslandi. Til þess að leiða okkur á þeirri braut þörfnumst við forseta sem sameinar okkur, er forseti allra landsmanna og gengur með okkur til nýrra tíma og nýrra verkefna. Ég treysti Þóru Arnórsdóttur til þeirra verka. Þóra hefur líka það til að bera að vera góð fyrirmynd kvenna og talsmaður jafnréttis. Hún er ekki hrædd við að vinna mikið þó að hún hafi ásamt manni sínum fyrir börnum að sjá. Að vinna mikið á hún sameiginlegt með flestum íslenskum nútímakonum. Reyndar hafa íslenskar konur alla tíð unnið mikið, þó það hafi ekki alltaf verið utan heimilis. Ýmsir hafa bent á það sem galla að hún sé nýbúin að eiga barn og mælast til að hún að hugsi eingöngu um barnið og láti þjóðfélagsmál eiga sig. Þetta er ný útgáfa af því sem heyrðist hér á árum áður að konur ættu að vera heima að hugsa um börn. Börn þurfa á báðum foreldrum að halda og fæðingarorlof er ætlað báðum foreldrum og á Íslandi eru karlar duglegir að nýta fæðingarorlof. Það er sannarlega mikilvægt að hafa langt fæðingarorlof eins og við búum við hér á Íslandi og það er til fyrirmyndar að foreldarar geti til jafns hugsað um börnin sín. Við skulum hins vegar minnast þess að það að vera nýbúin að eiga barn er ekki sjúkdómur og í flestum vestrænum ríkjum eru konur farnar að vinna eftir fárra vikna fæðingarorlof. Þóra svarar kalli um að bjóða sig fram til forseta þó stutt sé síðan hún eignaðist barn. Það er merki um hversu mikinn styrk hún hefur. Ég sé í Þóru leiðtoga sem mun sameina Íslendinga og leiða okkur til nýrra tíma af hógværð og festu, hún á mitt atkvæði því öruggt.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar