Stuðningsgrein: Hógvær leiðtogi allrar þjóðarinnar Ingibjörg Hjaltadóttir skrifar 25. júní 2012 15:45 Leiðtogi sem sameinar og hvetur er það sem við þörfnumst í dag. Ég minnist þess hvað Kristján Eldjárn og Vigdís vöktu með mér mikið stolt yfir forsetaembættinu. Með hógværð og yfirvegun sameinuðu þau Íslendinga og leiddu fram á veginn. Vissulega erum við ekki að leita til gamalla tíma en þau gildi sem þessir forsetar stóðu fyrir eru sannarlega þau gildi sem við þörfnumst í dag. Til viðbótar þurfum við að líta björtum augum til framtíðar, takast á við þau verkefni sem blasa við og standa saman sem þjóð. Það er liðin tíð að við viljum berja okkur á brjóst og tiltaka 10 atriði sem gera okkur betri en aðrar þjóðir. Við erum hvorki betri né verri en aðrar þjóðir en þörfnumst hvers annars til að skapa mannvænlegt og gott samfélag á Íslandi. Til þess að leiða okkur á þeirri braut þörfnumst við forseta sem sameinar okkur, er forseti allra landsmanna og gengur með okkur til nýrra tíma og nýrra verkefna. Ég treysti Þóru Arnórsdóttur til þeirra verka. Þóra hefur líka það til að bera að vera góð fyrirmynd kvenna og talsmaður jafnréttis. Hún er ekki hrædd við að vinna mikið þó að hún hafi ásamt manni sínum fyrir börnum að sjá. Að vinna mikið á hún sameiginlegt með flestum íslenskum nútímakonum. Reyndar hafa íslenskar konur alla tíð unnið mikið, þó það hafi ekki alltaf verið utan heimilis. Ýmsir hafa bent á það sem galla að hún sé nýbúin að eiga barn og mælast til að hún að hugsi eingöngu um barnið og láti þjóðfélagsmál eiga sig. Þetta er ný útgáfa af því sem heyrðist hér á árum áður að konur ættu að vera heima að hugsa um börn. Börn þurfa á báðum foreldrum að halda og fæðingarorlof er ætlað báðum foreldrum og á Íslandi eru karlar duglegir að nýta fæðingarorlof. Það er sannarlega mikilvægt að hafa langt fæðingarorlof eins og við búum við hér á Íslandi og það er til fyrirmyndar að foreldarar geti til jafns hugsað um börnin sín. Við skulum hins vegar minnast þess að það að vera nýbúin að eiga barn er ekki sjúkdómur og í flestum vestrænum ríkjum eru konur farnar að vinna eftir fárra vikna fæðingarorlof. Þóra svarar kalli um að bjóða sig fram til forseta þó stutt sé síðan hún eignaðist barn. Það er merki um hversu mikinn styrk hún hefur. Ég sé í Þóru leiðtoga sem mun sameina Íslendinga og leiða okkur til nýrra tíma af hógværð og festu, hún á mitt atkvæði því öruggt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Leiðtogi sem sameinar og hvetur er það sem við þörfnumst í dag. Ég minnist þess hvað Kristján Eldjárn og Vigdís vöktu með mér mikið stolt yfir forsetaembættinu. Með hógværð og yfirvegun sameinuðu þau Íslendinga og leiddu fram á veginn. Vissulega erum við ekki að leita til gamalla tíma en þau gildi sem þessir forsetar stóðu fyrir eru sannarlega þau gildi sem við þörfnumst í dag. Til viðbótar þurfum við að líta björtum augum til framtíðar, takast á við þau verkefni sem blasa við og standa saman sem þjóð. Það er liðin tíð að við viljum berja okkur á brjóst og tiltaka 10 atriði sem gera okkur betri en aðrar þjóðir. Við erum hvorki betri né verri en aðrar þjóðir en þörfnumst hvers annars til að skapa mannvænlegt og gott samfélag á Íslandi. Til þess að leiða okkur á þeirri braut þörfnumst við forseta sem sameinar okkur, er forseti allra landsmanna og gengur með okkur til nýrra tíma og nýrra verkefna. Ég treysti Þóru Arnórsdóttur til þeirra verka. Þóra hefur líka það til að bera að vera góð fyrirmynd kvenna og talsmaður jafnréttis. Hún er ekki hrædd við að vinna mikið þó að hún hafi ásamt manni sínum fyrir börnum að sjá. Að vinna mikið á hún sameiginlegt með flestum íslenskum nútímakonum. Reyndar hafa íslenskar konur alla tíð unnið mikið, þó það hafi ekki alltaf verið utan heimilis. Ýmsir hafa bent á það sem galla að hún sé nýbúin að eiga barn og mælast til að hún að hugsi eingöngu um barnið og láti þjóðfélagsmál eiga sig. Þetta er ný útgáfa af því sem heyrðist hér á árum áður að konur ættu að vera heima að hugsa um börn. Börn þurfa á báðum foreldrum að halda og fæðingarorlof er ætlað báðum foreldrum og á Íslandi eru karlar duglegir að nýta fæðingarorlof. Það er sannarlega mikilvægt að hafa langt fæðingarorlof eins og við búum við hér á Íslandi og það er til fyrirmyndar að foreldarar geti til jafns hugsað um börnin sín. Við skulum hins vegar minnast þess að það að vera nýbúin að eiga barn er ekki sjúkdómur og í flestum vestrænum ríkjum eru konur farnar að vinna eftir fárra vikna fæðingarorlof. Þóra svarar kalli um að bjóða sig fram til forseta þó stutt sé síðan hún eignaðist barn. Það er merki um hversu mikinn styrk hún hefur. Ég sé í Þóru leiðtoga sem mun sameina Íslendinga og leiða okkur til nýrra tíma af hógværð og festu, hún á mitt atkvæði því öruggt.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar