Bikarmeistarar Vals eru komnar í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir 7-0 sigur á 1. deildarliði Hattar frá Egilsstöðum.
Valskonur eru annað liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Breiðablik lagði ÍBV í fyrsta leik sextán liða úrslitanna í sprennuþrungnum leik í Eyjum í gær eftir vítaspyrnukeppni.
Valskonur leiddu 2-0 á Vilhjálmsvelli í hálfleik. Bikarmeistararnir sýndu styrk sinn í síðari hálfleik og bættu við fimm mörkum.
Mörk Valskvenna skoruðu Hildur Antonsdóttir (2), Svava Rós Guðmundsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Elín Metta Jensen, Dagný Brynjarsdóttir og Rakel Logadóttir úr víti.
Valskonur rúlluðu yfir Hött

Tengdar fréttir

Fylkir, FH og KR unnu stórsigra í bikarnum
Pepsi-deildarlið Fylkis, FH og KR áttu ekki í vandræðum með að leggja andstæðinga sína að velli í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu í kvöld.