Menn taka vel í rassskellingar og hafa gaman af Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2012 09:00 U20 ára liðið efnilega sem tryggði sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins um páskana. Mynd / Pjetur Leikmenn íslenska U20 ára landsliðs karla í handknattleik eru rassskelltir þrátt fyrir að ekki sé um hefð að ræða. Þetta staðfesti Árni Benedikt Árnason, leikmaður U20 ára liðsins í samtali við Vísi í gærkvöldi. Í umfjöllun undirritaðs í Fréttablaðinu á fimmtudag kom fram að rassskellingar tíðkuðust ekki sem vígsluathöfn í yngri landsliðum Íslands. Vitnað var í ónafngreinda leikmenn með yngri landsliðum Íslands auk Árna Benedikts Árnarsonar í U20 ára landsliði Íslands. „Ljótt er það, þegar tvítugir strákar eru farnir að ljúga að fréttamönnum. Það eru víst rasskellingar í U-20 í handbolta," skrifaði Arnar Daði Arnarsson, leikmaður Vals og félagi Árna Benedikts í U20 ára landsliðinu á Twitter-síðu sína á fimmtudag. Arnar Daði merkti færsluna #væll. Arnar Daði birti í kjölfarið tengil á mynd af illa förnum afturenda liðsfélaga síns eftir vígsluathöfn. „Svona líta flestir út eftir almennilegar flengingar. Þetta er samt ekki jafnvont og það lítur út fyrir að vera. Að minnsta kosti fannst mér það ekki," segir Árni Benedikt sem þvertekur fyrir að um hefð sé að ræða. „Það er algengt að menn séu plataðir í flengingu en ef þeir vilja það ekki er það ekkert mál," segir Árni Benedikt og bætir við að menn taki vel í þetta og hafi bara gaman af. Íslenska U20 ára landsliðið keppir í úrslitakeppni Evrópumótsins í handknattleik í Tyrklandi fyrri hluta júlímánaðar. Hér fyrir neðan er tengill á umfjöllunina í Fréttablaðinu á fimmtudaginn. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Rassskellingar hafa tíðkast lengi Nýliðar í íslenska karlalandsliðinu í handknattleik hafa um árabil verið boðnir velkomnir með flengingu að loknum þeirra fyrsta leik með liðinu. Hefðin er einnig fyrir hendi í meistaraflokkum íslenskra félaga. 14. júní 2012 07:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Leikmenn íslenska U20 ára landsliðs karla í handknattleik eru rassskelltir þrátt fyrir að ekki sé um hefð að ræða. Þetta staðfesti Árni Benedikt Árnason, leikmaður U20 ára liðsins í samtali við Vísi í gærkvöldi. Í umfjöllun undirritaðs í Fréttablaðinu á fimmtudag kom fram að rassskellingar tíðkuðust ekki sem vígsluathöfn í yngri landsliðum Íslands. Vitnað var í ónafngreinda leikmenn með yngri landsliðum Íslands auk Árna Benedikts Árnarsonar í U20 ára landsliði Íslands. „Ljótt er það, þegar tvítugir strákar eru farnir að ljúga að fréttamönnum. Það eru víst rasskellingar í U-20 í handbolta," skrifaði Arnar Daði Arnarsson, leikmaður Vals og félagi Árna Benedikts í U20 ára landsliðinu á Twitter-síðu sína á fimmtudag. Arnar Daði merkti færsluna #væll. Arnar Daði birti í kjölfarið tengil á mynd af illa förnum afturenda liðsfélaga síns eftir vígsluathöfn. „Svona líta flestir út eftir almennilegar flengingar. Þetta er samt ekki jafnvont og það lítur út fyrir að vera. Að minnsta kosti fannst mér það ekki," segir Árni Benedikt sem þvertekur fyrir að um hefð sé að ræða. „Það er algengt að menn séu plataðir í flengingu en ef þeir vilja það ekki er það ekkert mál," segir Árni Benedikt og bætir við að menn taki vel í þetta og hafi bara gaman af. Íslenska U20 ára landsliðið keppir í úrslitakeppni Evrópumótsins í handknattleik í Tyrklandi fyrri hluta júlímánaðar. Hér fyrir neðan er tengill á umfjöllunina í Fréttablaðinu á fimmtudaginn.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Rassskellingar hafa tíðkast lengi Nýliðar í íslenska karlalandsliðinu í handknattleik hafa um árabil verið boðnir velkomnir með flengingu að loknum þeirra fyrsta leik með liðinu. Hefðin er einnig fyrir hendi í meistaraflokkum íslenskra félaga. 14. júní 2012 07:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Rassskellingar hafa tíðkast lengi Nýliðar í íslenska karlalandsliðinu í handknattleik hafa um árabil verið boðnir velkomnir með flengingu að loknum þeirra fyrsta leik með liðinu. Hefðin er einnig fyrir hendi í meistaraflokkum íslenskra félaga. 14. júní 2012 07:00