Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru komnar á skrið í Pepsi-deild kvenna eftir 2-1 sigur á Val á Vodafonevellinum á Hlíðarenda í kvöld. Stjarnan tapaði óvænt fyrir Þór/KA í fyrsta leik en hefur síðan fylgt því eftir með þremur sigrum í röð.
Stjörnukonur eru einu stigi á eftir toppliðum Breiðabliks og Þór/KA en Valskonur hafa aðeins náð í einn sigur og samtals fjögur stig í fyrstu fjórum umferðunum.
Ashley Bares kom Stjörnunni í 1-0 með glæsimarki á 32. mínútu og Ásgerður Baldursdóttir bætti síðan við öðru marki á 48. mínútu. Mist Edvardsdóttir minnkaði muninn á 51. mínútu en Valsliðinu tóks ekki að jafna metin.
Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:
Afturelding-ÍBV 0-3
0-1 Shaneka Gordon (39.), 0-2 Shaneka Gordon (54.), 0-3 Vesna Smiljkovic (62.).
Fylkir-KR 1-1
0-1 Alma Rut Garðarsdóttir, víti (20.), 1-1 Rut Kristjánsdóttir (61.)
Breiðablik-Selfoss 7-1
0-1 Valorie O’Brien (5.), 1-1 Fanndís Friðriksdóttir (12.), 2-1 Björk Gunnarsdóttir (16.), 3-1 Fanndís Friðriksdóttir (29.), 4-1 Fanndís Friðriksdóttir (40.), 5-1 Rakel Hönnudóttir (45.), 6-1 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (52.), 7-1 Rakel Hönnudóttir (87.)
Valur-Stjarnan 1-2
0-1 Ashley Bares (32.), , 0-2 Ásgerður S. Baldursdóttir (48.), 1-2 Mist Edvardsdóttir (51.)
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af úrslit.net.
Stjörnukonur unnu Val á Hlíðarenda | Úrslitin í Pepsi deild kvenna

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti



