Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fylkir 1-1 Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 13. maí 2012 17:06 Breiðablik og Fylkir gerðu jafntefli, 1-1, gegn Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í kvöld. Rakel Hönnudóttir skoraði eina mark Blika í leiknum en Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir gerði mark Fylkis. Blikar voru sterkari aðilinn til að byrja með og réðum ferðinni í upphafi fyrri hálfleiks en fyrsta skot leiksins átti Þordís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir tæplega tuttugu mínútna leik en boltinn fór rétt yfir. Eftir rúmlega hálftímaleik átti Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Blika, fínt skot á markið en varnarmaður Fylkis náði að bjarga á marklínu. Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í fyrri hálfleiknum og því var staðan 0-0 í hálfleik. Fylkir byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og komust í algjört dauðafæri þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Þá fór skot Önnu B. Bergþórsdóttur í þverslána, stórhættulegt. Strax í næstu sókn fengu Blikar hornspyrnu sem Fanndís Friðriksdóttir tók en spyrnan fór inn í miðjan vítateig gestanna þar sem Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum viðstöðulaust í netið. Breiðablik því komið 1-0 yfir. Á 65. mínútu átti Rakel Hönnudóttir síðan frábært skot sem Íris Dögg Gunnarsdóttir varði vel í markinu hjá Fylki. Gestirnir voru samt sem áður ekki tilbúnar að gefast upp og um fimmtán mínútum fyrir leikslok náði fyrirliðin Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir að jafna metin fyrir Fylki. Margrét Björg Ástvaldsdóttir átti frábæra hornspyrnu sem rataði til Hrafnhildar sem náði að stýra boltanum í netið. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og það sést greinilega eftir úrslit fyrstu umferðar að deildin gæti orðið meira spennandi í ár en undanfarin tímabil.Önnur úrslit í kvöld:Afturelding-FH 1-1 Kristín Tryggvadóttir - Guðrún Bentína Frímannsdóttir (víti)Selfoss-KR 3-3 Valorie O'Brien 2, Eva Lind Elíasdóttir - Ólöf Ísberg, Freyja Viðarsdóttir, Anna Garðarsdóttir. Upplýsingar um markaskorara fengnir frá úrslit.net. Jón Páll: Mig langaði í öll stiginmynd/stefán„Ég hefði kannski verið sáttur með stigið í gær en eins og leikurinn spilaðist þá vildi ég þau öll," sagði Jón Páll Pálmason, þjálfari Fylkis, eftir leikinn í kvöld. „Við stóðum okkur vel og áttum þess vegna skilið að vinna leikinn og því er ég sáttur með stelpurnar." „Blikarnir spiluðu undan miklum vindi í fyrri hálfleik og mér fannst við verjast frábærlega en þær náðu bara einu skoti á markið. Þær koma síðan rosalega sterkar inn í síðari hálfleikinn og skora frábært mark. Eftir það jafnaðist leikurinn mikið og við áttum sannarlega skilið að jafna metin." „Við förum í alla leiki til þess að vinna þá og það eigum við eftir að gera í næstu umferð gegn Stjörnunni." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jón hér að ofan. Hlynur: Þetta eru ekki nægilega góð úrslitmynd/stefán„Við erum bara vonsviknar með okkar leik," sagði Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, eftir jafnteflið í dag. „Við ætluðum okkur sigur í kvöld en því miður gekk það ekki upp. Við lögðum leikinn þannig að við ætluðum að vera meira með boltann og það tókst en við náum ekki að skapa okkur nægilega mörg færi." „Þær skora eftir fast leikatriði sem ég er rosalega ósáttur með. Fylkir fékk rétt áður aukaspyrnu sem átti aldrei að verða og gjörsamlega fáránlegur dómur. Uppúr því fá þær hornspyrnu sem þeir ná að nýta sér." „Við fenguð auðvita algjört dauðafæri í lokin og þess vegna erum við virkilega vonsvikin með þessi úrslit."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Hlyn með því að ýta hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Breiðablik og Fylkir gerðu jafntefli, 1-1, gegn Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í kvöld. Rakel Hönnudóttir skoraði eina mark Blika í leiknum en Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir gerði mark Fylkis. Blikar voru sterkari aðilinn til að byrja með og réðum ferðinni í upphafi fyrri hálfleiks en fyrsta skot leiksins átti Þordís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir tæplega tuttugu mínútna leik en boltinn fór rétt yfir. Eftir rúmlega hálftímaleik átti Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Blika, fínt skot á markið en varnarmaður Fylkis náði að bjarga á marklínu. Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í fyrri hálfleiknum og því var staðan 0-0 í hálfleik. Fylkir byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og komust í algjört dauðafæri þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Þá fór skot Önnu B. Bergþórsdóttur í þverslána, stórhættulegt. Strax í næstu sókn fengu Blikar hornspyrnu sem Fanndís Friðriksdóttir tók en spyrnan fór inn í miðjan vítateig gestanna þar sem Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum viðstöðulaust í netið. Breiðablik því komið 1-0 yfir. Á 65. mínútu átti Rakel Hönnudóttir síðan frábært skot sem Íris Dögg Gunnarsdóttir varði vel í markinu hjá Fylki. Gestirnir voru samt sem áður ekki tilbúnar að gefast upp og um fimmtán mínútum fyrir leikslok náði fyrirliðin Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir að jafna metin fyrir Fylki. Margrét Björg Ástvaldsdóttir átti frábæra hornspyrnu sem rataði til Hrafnhildar sem náði að stýra boltanum í netið. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og það sést greinilega eftir úrslit fyrstu umferðar að deildin gæti orðið meira spennandi í ár en undanfarin tímabil.Önnur úrslit í kvöld:Afturelding-FH 1-1 Kristín Tryggvadóttir - Guðrún Bentína Frímannsdóttir (víti)Selfoss-KR 3-3 Valorie O'Brien 2, Eva Lind Elíasdóttir - Ólöf Ísberg, Freyja Viðarsdóttir, Anna Garðarsdóttir. Upplýsingar um markaskorara fengnir frá úrslit.net. Jón Páll: Mig langaði í öll stiginmynd/stefán„Ég hefði kannski verið sáttur með stigið í gær en eins og leikurinn spilaðist þá vildi ég þau öll," sagði Jón Páll Pálmason, þjálfari Fylkis, eftir leikinn í kvöld. „Við stóðum okkur vel og áttum þess vegna skilið að vinna leikinn og því er ég sáttur með stelpurnar." „Blikarnir spiluðu undan miklum vindi í fyrri hálfleik og mér fannst við verjast frábærlega en þær náðu bara einu skoti á markið. Þær koma síðan rosalega sterkar inn í síðari hálfleikinn og skora frábært mark. Eftir það jafnaðist leikurinn mikið og við áttum sannarlega skilið að jafna metin." „Við förum í alla leiki til þess að vinna þá og það eigum við eftir að gera í næstu umferð gegn Stjörnunni." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jón hér að ofan. Hlynur: Þetta eru ekki nægilega góð úrslitmynd/stefán„Við erum bara vonsviknar með okkar leik," sagði Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, eftir jafnteflið í dag. „Við ætluðum okkur sigur í kvöld en því miður gekk það ekki upp. Við lögðum leikinn þannig að við ætluðum að vera meira með boltann og það tókst en við náum ekki að skapa okkur nægilega mörg færi." „Þær skora eftir fast leikatriði sem ég er rosalega ósáttur með. Fylkir fékk rétt áður aukaspyrnu sem átti aldrei að verða og gjörsamlega fáránlegur dómur. Uppúr því fá þær hornspyrnu sem þeir ná að nýta sér." „Við fenguð auðvita algjört dauðafæri í lokin og þess vegna erum við virkilega vonsvikin með þessi úrslit."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Hlyn með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira