NBA: Lakers minnkaði muninn og Philadelphia jafnaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2012 11:00 Kobe Bryant og Derek Fisher. Mynd/Nordic Photos/Getty Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og jókst spennan í báðum einvígum. Philadelphia 76 ers lét ekki slæma byrjun slá sig út af laginu og vann Boston Celtics 92-83 og þá tókst Los Angeles Lakers að enda sex leikja sigurgöngu Oklahoma City og minnka muninn í 2-1. Kobe Bryant skoraði 8 af 10 síðustu stigum Los Angeles Lakers í 99-96 sigri á Oklahoma City Thunder. Bryant hitti aðeins úr 9 af 25 skotum utan af velli en endaði með 36 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Hann hitti úr öllum 18 vítum sínum í leiknum. Andrew Bynum var með 15 stig og 11 fráköst og Pau Gasol bætti við 12 stigum. 11 fráköstum og 6 stoðsendingum. Kevin Durant skoraði 31 stig fyrir Thunder en klikkaði á lokaskoti leiksins sem var reyndar af löngu færi. Russell Westbrook og James Harden skoruðu báðir 21 stig fyrir Oklahoma City. „Við gerðum vel í að stjórna hraða leiksins og láta finna fyrir okkur," sagði Kobe Bryant en hann skoraði 14 stig í fjórða leikhlutanum. „Þetta er ekki þreytandi heldur bara krefjandi og skemmtilegt," sagði Bryant þegar hann var spurður út í álagi en næsti leikur er strax í kvöld. Þetta leit ekki alltof vel út þegar Thunder komst í 92-87 þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir. Lakers-liðið endaði leikinn hinsvegar á 12-4 spretti og settu meðal annars niður sex víti á síðustu 33 sekúndum leiksins. Boston Celtics komst í 14-0 og var með 18 stiga forskot í byrjun þriðja leikhluta en það dugði samt ekki til sigurs á móti Philadelphia 76 ers. Sixers-liðið vann síðustu 23 mínúturnar 61-34 og tryggði sér 92-83 sigur en staðan er því 2-2 í einvíginu. Boston skoraði ekki síðustu 98 sekúndurnar og á meðan skoraði Philadelphia níu síðustu stig leiksins. Andre Iguodala og Evan Turner voru báðír með 16 stig hjá Philadelphia 76ers og Lou Williams kom með 15 stig og 8 stoðsendingar inn af bekknum. Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston en Kevin Garnett var aðeins með 9 stig og tapaði auk þess 7 boltum. Rajon Rondo var síðan með 15 stig og 15 stoðsendingar. NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og jókst spennan í báðum einvígum. Philadelphia 76 ers lét ekki slæma byrjun slá sig út af laginu og vann Boston Celtics 92-83 og þá tókst Los Angeles Lakers að enda sex leikja sigurgöngu Oklahoma City og minnka muninn í 2-1. Kobe Bryant skoraði 8 af 10 síðustu stigum Los Angeles Lakers í 99-96 sigri á Oklahoma City Thunder. Bryant hitti aðeins úr 9 af 25 skotum utan af velli en endaði með 36 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Hann hitti úr öllum 18 vítum sínum í leiknum. Andrew Bynum var með 15 stig og 11 fráköst og Pau Gasol bætti við 12 stigum. 11 fráköstum og 6 stoðsendingum. Kevin Durant skoraði 31 stig fyrir Thunder en klikkaði á lokaskoti leiksins sem var reyndar af löngu færi. Russell Westbrook og James Harden skoruðu báðir 21 stig fyrir Oklahoma City. „Við gerðum vel í að stjórna hraða leiksins og láta finna fyrir okkur," sagði Kobe Bryant en hann skoraði 14 stig í fjórða leikhlutanum. „Þetta er ekki þreytandi heldur bara krefjandi og skemmtilegt," sagði Bryant þegar hann var spurður út í álagi en næsti leikur er strax í kvöld. Þetta leit ekki alltof vel út þegar Thunder komst í 92-87 þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir. Lakers-liðið endaði leikinn hinsvegar á 12-4 spretti og settu meðal annars niður sex víti á síðustu 33 sekúndum leiksins. Boston Celtics komst í 14-0 og var með 18 stiga forskot í byrjun þriðja leikhluta en það dugði samt ekki til sigurs á móti Philadelphia 76 ers. Sixers-liðið vann síðustu 23 mínúturnar 61-34 og tryggði sér 92-83 sigur en staðan er því 2-2 í einvíginu. Boston skoraði ekki síðustu 98 sekúndurnar og á meðan skoraði Philadelphia níu síðustu stig leiksins. Andre Iguodala og Evan Turner voru báðír með 16 stig hjá Philadelphia 76ers og Lou Williams kom með 15 stig og 8 stoðsendingar inn af bekknum. Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston en Kevin Garnett var aðeins með 9 stig og tapaði auk þess 7 boltum. Rajon Rondo var síðan með 15 stig og 15 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira