Chicago Bulls lagði Philadelphia 76ers örugglega 103-91 í fyrstu viðureign liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar sem hófst í dag.
Derrick Rose var stigahæstur heimamanna með 23 stig og átti frábæran leik. Hann meiddist þó á hné seint í leiknum og útlitið ekki gott hjá kappanum sem hefur verið mikið frá í vetur vegna meiðsla.
Richard Hamilton kom næstur hjá heimamönnum með 19 sig og Luol Deng skoraði 17 stig. Hjá gestunum var Elton Brand atkvæðamestur með 19 stig.

