Tveir efstu mennirnir á heimslistanum í tennis, þeir Rafael Nadal og Novak Djokovic, mun mætast í sýningarleik á heimavelli Real Madrid í spænsku höfuðborginni í sumar.
Það eru góðgerðarsamtök knattspyrnufélagsins sem stendur fyrir atburðinum og mun allur ágóði af atburðinum renna til góðgerðarmála.
Leikurinn verður háður þann 14. júlí, eftir að Wimbledon-mótinu lýkur og áður en Ólympíuleikarnir í Lundúnum hefjast.
Talið er að um 80 þúsund manns muni leggja leið sína á Santiago Bernabeu til að fylgjast með viðureign kappanna en sjálfsagt verða flestir þeirra á bandi Spánverjans Nadal.
Um nýtt aðsóknarmet á tennisleik yrði að ræða en gamla metið eiga þær Serena Williams og Kim Clijsters sem áttust við fyrir framan rúmlega 35 þúsund manns á sýningarleik í Belgíu.
Þeir Nadal og Djokovic áttust við í ótrúlegri úrslitaviðureign á opna ástralska meistaramótinu í tennis og er það lengsti úrslitaleikur á stórmóti í tennis frá upphafi. Djokovic bar þar sigur úr býtum.
Nadal og Djokovic mætast á Santiago Bernabeu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti

Víðir og Reynir ekki í eina sæng
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
