Sport

Federer ætlar að ná efsta sæti heimslistans á ný

Tenniskappinn Roger Federer hefur ekki sigrað á stórmóti í tennis frá því hann vann opna ástralska meistaramótið árið 2010.
Tenniskappinn Roger Federer hefur ekki sigrað á stórmóti í tennis frá því hann vann opna ástralska meistaramótið árið 2010. Getty Images / Nordic Photos
Tenniskappinn Roger Federer hefur ekki sigrað á stórmóti í tennis frá því hann vann opna ástralska meistaramótið árið 2010. Það er of langur tími að mati Federer sem sigraði á Indian Wells meistaramótinu um helgina.

Federer hefur sigrað á 16 stórmótumá ferlinum og hann er bjartsýnn á framhaldið. „Ég hef leikið mjög vel frá franska meistaramótinu í fyrra. Það gleyma því margir hve sterkt það mót var og þar sem ég vann það ekki þá gleymist það fljótt hve vel ég lék. Það sama gerðist á Wimbledon og opna bandaríska meistaramótinu," sagði Federer sem tapaði úrslitaleiknum á opna franska meistaramótinu gegn Rafael Nadal frá Spáni. Federer tapaði gegn Jo-Wilfried Tsonga í átta manna úrslitum á Wimbledon mótinu.

Federer sagði eftir sigurinn á mótinu um helgina að hann ætlaði sér að vinna fleiri stórmót og velta Novak Djokovic úr efsta sæti heimslistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×