Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Breiðabliki, og Kristján Helgi Carrasco, Víkingi, báru sigur úr býtum á Íslandsmótinu í kata sem fór fram í Hagaskóla nú um helgina.
Aðalheiður Rósa átti titil að verja á mótinu og hafði betur gegn liðsfélaga sínum úr Breiðabliki, Svönu Kötlu Þorsteinsdóttur, í úrslitunum. Í karlaflokki mættur Kristján Helgi og Davíð Freyr Guðjónsson, Breiðabliki, og vann sá fyrrnefndi.
Breiðablik varð Íslandsmeistari félaga með tíu stig en næsta félag á eftir var með tíu stig. Breiðablik varð einnig meistari í hópkata karla og kvenna.
Aðalheiður Rósa varði titilinn
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið




Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti





Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
