Aron Pálmarsson, landsliðsmaður og leikmaður þýska stórliðsins Kiel, verður aðalgesturinn í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Kiel og RN Löwen mætast í stórleik þýska handboltans í kvöld en leikurinn verður sýndur beint á Sport 4 klukkan 18.25.
Valtýr Björn Valtýsson er umsjónarmaður þáttarins í dag og þar verður farið yfir fréttapunkta dagsins auk þess að Valtýr kíkir á helsta slúðrið úr boltanum.
Spurning dagsins verður um klukkan 11.45 þar sem sá getspakasti fær partýplatta og bjór fyrir fjóra frá Úrillu Gorillunni.
Hlustaðu á beina útsendingu frá X-inu með því að smella hér.
