Kínverjar og Norðmenn í köldu stríði 23. febrúar 2012 12:26 Thorbjörn Jagland formaður norsku Nóbelsnefndarinnar við auðan stól verðlaunahafans kínverska andófsmannsins Liu Xiaobo. Mynd/AP Norðurskautsráðið gæti orðið að vopni í höndum Norðmanna í pólitískri deilu þeirra við Kínverja, en Kínverjar hafa fryst Norðmenn og norskan útflutning algjörlega eftir að þeir veittu kínverskum andófsmanni Nóbelsverðlaun. Jafnvel stærstu ríki heims forðast að lenda í deilum við Kínverja, enda er land þeirra óðum að ná yfirburðastöðu þegar kemur að bæði milliríkjaviðskiptum og alþjóðastjórnmálum. Þrátt fyrir að vera aðeins á við litla kínverska borg að mannfjölda ætlar smáþjóðin Norðmenn þó að reynast Kínverjum óþægur ljár í þúfu. Það er komið á annað ár síðan norska Nóbelsverðlaunanefndin veitti Liu Xiaobo, kínverskum andófsmanni, friðarverðlaun, en það þótti táknrænt að tómur stóll var skilinn eftir fyrir hann á sviðinu í Osló, þar sem Liu sat í fangelsi í heimalandi sínu. Kínverjar brugðust harkalega við, þrátt fyrir að ríkisstjórn Noregs hafi margítrekað við Kínverja að hún hefði ekkert um verðlaunin að segja, og frysti norska ráðamenn úti, hætti fríverslunarviðræðum við landið og stoppaði innflutning á norskum laxi í tollinum. Breska vikublaðið The Economist fjallar um málið í nýjasta hefti sínu, en blaðið telur að Norðmenn þurfi ekki að örvænta, enda atvinnustig, hagvöxtur og ríkisrekstur með besta móti í landinu, auk þess sem Kína eigi lítinn þátt í utanríkisverslun þjóðarinnar. Þvert á móti sé nú útlit fyrir að Norðmenn ætli sjálfir að grípa til pólitískra vopna, en Kína hefur undanfarið sóst eftir varanlegu sæti áheyrnarfulltrúa í Norðurskautsráðinu, þar sem bæði Íslendingar og Norðmenn eiga sæti. Norðmenn geta þar beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að vonir Kínverja rætist. Norskir ráðamenn hafa raunar neitað sögusögnum í fjölmiðlum um að þeir hafi þegar ákveðið að beita neitunarvaldinu, en eitt er þeim allavega ljóst eins og blaðið kemst að orði - það verður erfitt fyrir þá að vinna með þjóð sem neitar að hitta þá, hvað þá meira. Nóbelsverðlaun Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Norðurskautsráðið gæti orðið að vopni í höndum Norðmanna í pólitískri deilu þeirra við Kínverja, en Kínverjar hafa fryst Norðmenn og norskan útflutning algjörlega eftir að þeir veittu kínverskum andófsmanni Nóbelsverðlaun. Jafnvel stærstu ríki heims forðast að lenda í deilum við Kínverja, enda er land þeirra óðum að ná yfirburðastöðu þegar kemur að bæði milliríkjaviðskiptum og alþjóðastjórnmálum. Þrátt fyrir að vera aðeins á við litla kínverska borg að mannfjölda ætlar smáþjóðin Norðmenn þó að reynast Kínverjum óþægur ljár í þúfu. Það er komið á annað ár síðan norska Nóbelsverðlaunanefndin veitti Liu Xiaobo, kínverskum andófsmanni, friðarverðlaun, en það þótti táknrænt að tómur stóll var skilinn eftir fyrir hann á sviðinu í Osló, þar sem Liu sat í fangelsi í heimalandi sínu. Kínverjar brugðust harkalega við, þrátt fyrir að ríkisstjórn Noregs hafi margítrekað við Kínverja að hún hefði ekkert um verðlaunin að segja, og frysti norska ráðamenn úti, hætti fríverslunarviðræðum við landið og stoppaði innflutning á norskum laxi í tollinum. Breska vikublaðið The Economist fjallar um málið í nýjasta hefti sínu, en blaðið telur að Norðmenn þurfi ekki að örvænta, enda atvinnustig, hagvöxtur og ríkisrekstur með besta móti í landinu, auk þess sem Kína eigi lítinn þátt í utanríkisverslun þjóðarinnar. Þvert á móti sé nú útlit fyrir að Norðmenn ætli sjálfir að grípa til pólitískra vopna, en Kína hefur undanfarið sóst eftir varanlegu sæti áheyrnarfulltrúa í Norðurskautsráðinu, þar sem bæði Íslendingar og Norðmenn eiga sæti. Norðmenn geta þar beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að vonir Kínverja rætist. Norskir ráðamenn hafa raunar neitað sögusögnum í fjölmiðlum um að þeir hafi þegar ákveðið að beita neitunarvaldinu, en eitt er þeim allavega ljóst eins og blaðið kemst að orði - það verður erfitt fyrir þá að vinna með þjóð sem neitar að hitta þá, hvað þá meira.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira