Trausti Stefánsson, hlaupari úr FH, hafnaði í þriðja sæti í 400 metra hlaupi á danska meistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. Trausti hljóp á 48.27 sekúndum og var nálægt sínu besta.
Trausti er greinilega í fantaformi en hann bætti Íslandsmet sitt í greininni um síðustu helgi þegar hann hljóp á 48,05 sekúndum á Bikarmótinu í frjálsum íþróttum í Laugardalshöll.
Daninn Nick Ekelund-Arenander kom fyrstur í mark á dönsku meti, 47,01 sekúndum.
Trausti verður fulltrúi Íslands á HM í frjálsum íþróttum innanhúss í Istanbúl í mars ásamt Hrafnhild Eir Hermóðsdóttur.
