Rakel Hönnudóttir byrjar vel með Breiðabliksliðinu í kvennafótboltanum en hún skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á FH í Faxaflóamótinu í dag. Rakel kom til Blika frá Þór/KA í vetur.
Blikakonur skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik en þau voru bæði dæmd af. Rakel skoraði hinsvegar tvo gild mörk í seinni hálfleiknum og Blikar unnu sannfærandi sigur.
FH-liðið vann 1. deildina síðasta sumar og spilar í Pepsi-deild kvenna í sumar.
Þetta var fyrsti leikur Blikakvenna í mótinu en FH var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína eins og Stjarnan. Bæði liðin höfðu unnið ÍBV og Aftureldingu.
