
Hér fyrir neðan er listi yfir fimm vinsælustu myndasöfnin sem birtust á Vísi á árinu. Þar fyrir neðan er listi yfir tíu myndasöfn sem vöktu einnig mikla athygli.
1. Greinilegt að þessu liði leiddist ekki um helgina
MARS: Meðfylgjandi myndir voru teknar á árshátíð 365 miðla í gærkvöldi sem fram fór á heilli hæð á Hótel Hilton við Suðurlandsbraut.
Fjöldi tónlistarmanna hélt uppi stuðinu og sá til þess að engum leiddist þetta kvöld.

FEBRÚAR: Verzlunarskóladaman Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir var valin ungfrú Reykjavík á veitingahúsinu Broadway í gærkvöldi. Eyrún Anna Tryggvadóttir landaði öðru sæti og Hjördís Hjörleifsdóttir því þriðja.
Meðfylgjandi má sjá myndir frá keppninni en gríðarlega góð stemning var á þéttsetnu veitingahúsinu eins og myndirnar sýna greinilega.

APRÍL: Níu nemendur við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands sýndu lokaverkefni sín á tískusýningu sem fram fór í Listasafni Reykjavíkur.
Fjöldi manns lagði leið sína í Hafnarhúsið til að sjá afraksturinn sem var glæsilegur eins og meðfylgjandi myndir sýna. Þá má einnig sjá gesti sýningarinnar í myndasafni.

APRÍL: Meðfylgjandi myndir voru teknar í 25 ára afmæli Völu Grand á veitingastaðnum Oliver í gærkvöldi.
Margt var um manninn og afmælisstelpan í miklu stuði eins og sjá má á myndunum. Pabbi Völu og Haffi Haff héldu tölu áður en hún skar væna sneið af afmælistertunni sem mamma hennar bakaði.

APRÍL: Meðfylgjandi myndir voru teknar á Íslandsmótinu í Fitness í Háskólabíó í gær þegar konur stigu á svið og pósuðu eins og enginn væri morgundagurinn. Eins og myndirnar sýna voru keppendur í sínu besta formi og heltanaðir auðvitað.
Í kvennaflokki + 163 cm sigraði Ranný Kramer, Freyja Sigurðardóttir landaði öðru sætinu og Björk Varðardóttir því þriðja.
ÖNNUR MYNDASÖFN SEM VÖKTU ATHYGLI Á ÁRINU:
JANÚAR:
Nýársfagnaður á Hótel Borg
FEBRÚAR:
VIP-partý á Replay
Baksviðs á Eurovision-forkeppni
APRÍL:
Björgvin Halldórsson sextugur
MAÍ:
Í návígi við gosið í Grímsvötnum
Undirfatasýning á Ungfrú Ísland
JÚNÍ:
Útgáfutónleikar Gusgus á Nasa
JÚLÍ:
Fjölbreytt mannlíf á Landsmóti hestamanna
ÁGÚST:
Gleðiganga Hinsegin daga
NÓVEMBER:
Kroppar með stóru Kái - Evrópumeistaramót WBFF