
Samvinnustjórn á norðurslóðum
Þrjár meginlínur
Þrenns konar meginhugsun er að baki þeirri stefnu sem íslenska ríkisstjórnin hefur lagt fram:
Í fyrsta lagi er markmið okkar að tryggja beinharða hagsmuni Íslendinga. Vissulega mun nýting auðlinda norður af Íslandi og möguleg opnun skipaleiða yfir heimskautið opna Íslendingum mikilvæg viðskiptatækifæri á sviði margvíslegrar þjónustu. Þessari þróun fylgja þó líka umtalsverðar hættur. Ísland liggur svo að segja í útfalli Norður-Íshafsins. Bæði austan lands og vestan koma sterkir straumar norðan úr höfum. Þjóð sem byggir stóran hluta afkomu sinnar á hreinum sjó, sterkum sjávarstofnum og hreinni náttúru verður því að beita sér af alefli til að tryggja að öll vinnsla og skipaumferð verði samkvæmt ítrustu varúðarreglum. Beinir hagsmunir Íslendinga liggja í hreinleika sjávar, sterkum vörnum gegn mengun, heilbrigðum fiskistofnum, ströngum reglum um skipaumferð, tækifærum til að keppa um að þjónusta svæðið, borgaralegu öryggi og andstöðu við hernaðartengda uppbyggingu á norðurslóðum.
Strandríkið Ísland
Í öðru lagi stefna Íslendingar að því að verja ofangreinda hagsmuni með því hafa bein áhrif á ákvarðanir sem varða hag norðurslóða á grundvelli jafnræðis norðurskautsþjóðanna átta. Þetta er sagt í beinu framhaldi af sérkennilegri orðræðu sem hefur skotið upp kolli í tveimur heimsálfum um að Ísland sé ekki strandríki í sama skilningi og önnur ríki sem eiga lönd og höf að norðurheimskautinu. Undirtónn hennar er að því sé ekki nauðsynlegt að hafa Ísland með í ráðum þegar slík ríki ræða sameiginlega hagsmuni. Slíkur málflutningur er fimbulfamb, þó ekki væri nema af augljósum landfræðilegum ástæðum:
Ísland á bæði land og víðfeðm hafflæmi innan norðurheimskautsins. Það er auk þess eina fullvalda ríkið sem fellur undir það sem norska ríkisstjórnin hefur kallað hánorðrið, eða High North. Af sjálfu leiðir, að Ísland er vitaskuld í hópi strandríkja, og hefur full rök til að ætla öðrum ríkjum að gangast við þeirri stöðu. Öllum á því að vera ljóst að Ísland fellir sig ekki við að ríki ráði ráðum sínum undir merkjum strandríkjahagsmuna án aðildar Íslands. Undir þetta sjónarmið var sterklega tekið af fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem tóku þátt í umræðunni á Alþingi.
Efling Norðurskautsráðsins
Áhersla mín á þessa augljósu stöðu Íslands er þó síður en svo tillaga um sérstakt samráð slíkra ríkja. Öðru nær. Þvert á móti felur stefna Íslands um jafnræði á norðurslóðum í sér að Norðurskautsráðið eflist í framtíðinni sem vettvangur þar sem sameiginleg hagsmunamál norðurheimskautsins verða rædd, og ráðið til lykta. Það er hvorki í þágu samvinnu á norðurslóðum né velferðar þeirra ef Norðurskautsráðið er veikt með reglulegu samráði utan vébanda þess. Miklu fremur er skynsamlegt að styrkja það með öllum hugsanlegum ráðum. Norðurskautsráðið þarf að vera vel búið í stakkinn þegar nýting auðlinda og hugsanleg opnun skipaleiða á norðurslóðum, ásamt gríðarlegum breytingum vegna hlýnunar jarðar, munu beinlínis færa því tröllaukin verkefni í fang.
Glæsileg fyrirmynd um hvernig norðurskautsríkin átta geta fært sameiginlegar ákvarðanir um sameiginleg hagsmunamál í búning sem er bindandi að alþjóðalögum er nýlegur samningur um leit og björgun á norðurslóðum, sem lokið var hér á Íslandi fyrir skemmstu. Stefnt er að því að undirrita þann samning á fundi Norðurskautsráðsins í Nuuk á Grænlandi í vor. Vinnulagið og samstarfsrammann sem leiddi til hans er beinlínis rakið að færa yfir á önnur svið, þar sem norðurskautsríkin eiga sameiginlega hagsmuni. Það felur í sér að áheyrnarríki, sem fjær liggja en hafa þó hagsmuni af velferð norðursins, ásamt ríkjasamtökum og frjálsum félagasamtökum, hafa greiða lýðræðislega leið til að koma skoðunum sínum að borðinu þar sem ákvarðanir mótast.
Slagkraftur gegn loftslagsvá
Þriðja meginhugsunin að baki stefnu okkar á norðurslóðum er að auka þunga í málflutningi Íslendinga gagnvart öðrum mikilvægum þætti í utanríkisstefnu okkar, sem er þátttaka Íslands í vörnum gegn hlýnun jarðar af manna völdum. Ríkisstjórnin vill að Ísland skipi sér í framlínu þeirra ríkja sem lengst vilja ganga í þeim viðbúnaði. Áhrif hlýnunarinnar koma hvergi hraðar og sterkar fram en á norðurslóðum. Kappsamt og ábyrgt hlutverk Íslands í stefnumótun í málefnum norðurslóða mun auka slagkraftinn í málflutningi okkar gegn loftslagsvánni á alþjóðavettvangi.
Skoðun

Ytra mat í skólum og hvað svo?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis?
Pétur Heimisson skrifar

Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Takk starfsfólk og forysta ÁTVR
Siv Friðleifsdóttir skrifar

Þjóðarmorðið í Palestínu
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar

Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Tölfræði og raunveruleikinn
Jón Frímann Jónsson skrifar

Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna
Einar Hugi Bjarnason skrifar

Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari
Sigvaldi Einarsson skrifar

Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi
Helga Edwardsdóttir skrifar

Baráttan um þjóðarsálina
Alexandra Briem skrifar

Lagaleg réttindi skipta máli
Kári Garðarsson skrifar

Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity
Clara Ganslandt skrifar

Hver rödd skiptir máli!
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Sýnum þeim frelsið
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson
Helga G Halldórsdóttir skrifar

Hinsegin í vinnunni
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd
Svava Bjarnadóttir skrifar

Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt?
Sigríður Auðunsdóttir skrifar

Sjálfstæðisstefnan og frelsið
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Sjö staðreyndir í útlendingamálum
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega
Haukur Logi Jóhannsson skrifar

Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli
Hólmfríður Einarsdóttir skrifar

Sumarfríinu aflýst
Sigurður Helgi Pálmason skrifar