Samvinnustjórn á norðurslóðum Össur Skarphéðinsson skrifar 2. febrúar 2011 06:00 Íslenska ríkisstjórnin hefur lagt fram skýra stefnu um norðurslóðir í þingsályktunartillögu sem nú er fjallað um á Alþingi. Mér þótti í senn athyglisvert og ánægjulegt hversu mikið sammæli var meðal þingheims um meginatriði stefnunnar þegar ég mælti fyrir henni. Hún hefur líka hlotið góðar undirtektir erlendis. Ýmis ríki á norðurhvelinu hafa nú þegar kynnt sér hana og umræðurnar sem urðu á Alþingi. Í kjölfarið kynnti ég stefnuna einnig í þessari viku á 700 manna ráðstefnu í Tromsö í Noregi, Arctic Frontier - Tipping Points, og ræddi m.a. hana á fundi með norska utanríkisráðherranum, Jónasi Gahr Störe, og sérfræðingum hans í málefnum norðursins. Góður samhljómur er með áherslum okkar og Noregs enda margvíslegir hagsmunir sameiginlegir frændþjóðunum. Norðmenn, ekki síst utanríkisráðherrann, hafa jafnan beitt sér af alefli fyrir velferð norðurslóða.Þrjár meginlínur Þrenns konar meginhugsun er að baki þeirri stefnu sem íslenska ríkisstjórnin hefur lagt fram: Í fyrsta lagi er markmið okkar að tryggja beinharða hagsmuni Íslendinga. Vissulega mun nýting auðlinda norður af Íslandi og möguleg opnun skipaleiða yfir heimskautið opna Íslendingum mikilvæg viðskiptatækifæri á sviði margvíslegrar þjónustu. Þessari þróun fylgja þó líka umtalsverðar hættur. Ísland liggur svo að segja í útfalli Norður-Íshafsins. Bæði austan lands og vestan koma sterkir straumar norðan úr höfum. Þjóð sem byggir stóran hluta afkomu sinnar á hreinum sjó, sterkum sjávarstofnum og hreinni náttúru verður því að beita sér af alefli til að tryggja að öll vinnsla og skipaumferð verði samkvæmt ítrustu varúðarreglum. Beinir hagsmunir Íslendinga liggja í hreinleika sjávar, sterkum vörnum gegn mengun, heilbrigðum fiskistofnum, ströngum reglum um skipaumferð, tækifærum til að keppa um að þjónusta svæðið, borgaralegu öryggi og andstöðu við hernaðartengda uppbyggingu á norðurslóðum.Strandríkið Ísland Í öðru lagi stefna Íslendingar að því að verja ofangreinda hagsmuni með því hafa bein áhrif á ákvarðanir sem varða hag norðurslóða á grundvelli jafnræðis norðurskautsþjóðanna átta. Þetta er sagt í beinu framhaldi af sérkennilegri orðræðu sem hefur skotið upp kolli í tveimur heimsálfum um að Ísland sé ekki strandríki í sama skilningi og önnur ríki sem eiga lönd og höf að norðurheimskautinu. Undirtónn hennar er að því sé ekki nauðsynlegt að hafa Ísland með í ráðum þegar slík ríki ræða sameiginlega hagsmuni. Slíkur málflutningur er fimbulfamb, þó ekki væri nema af augljósum landfræðilegum ástæðum: Ísland á bæði land og víðfeðm hafflæmi innan norðurheimskautsins. Það er auk þess eina fullvalda ríkið sem fellur undir það sem norska ríkisstjórnin hefur kallað hánorðrið, eða High North. Af sjálfu leiðir, að Ísland er vitaskuld í hópi strandríkja, og hefur full rök til að ætla öðrum ríkjum að gangast við þeirri stöðu. Öllum á því að vera ljóst að Ísland fellir sig ekki við að ríki ráði ráðum sínum undir merkjum strandríkjahagsmuna án aðildar Íslands. Undir þetta sjónarmið var sterklega tekið af fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem tóku þátt í umræðunni á Alþingi.Efling Norðurskautsráðsins Áhersla mín á þessa augljósu stöðu Íslands er þó síður en svo tillaga um sérstakt samráð slíkra ríkja. Öðru nær. Þvert á móti felur stefna Íslands um jafnræði á norðurslóðum í sér að Norðurskautsráðið eflist í framtíðinni sem vettvangur þar sem sameiginleg hagsmunamál norðurheimskautsins verða rædd, og ráðið til lykta. Það er hvorki í þágu samvinnu á norðurslóðum né velferðar þeirra ef Norðurskautsráðið er veikt með reglulegu samráði utan vébanda þess. Miklu fremur er skynsamlegt að styrkja það með öllum hugsanlegum ráðum. Norðurskautsráðið þarf að vera vel búið í stakkinn þegar nýting auðlinda og hugsanleg opnun skipaleiða á norðurslóðum, ásamt gríðarlegum breytingum vegna hlýnunar jarðar, munu beinlínis færa því tröllaukin verkefni í fang. Glæsileg fyrirmynd um hvernig norðurskautsríkin átta geta fært sameiginlegar ákvarðanir um sameiginleg hagsmunamál í búning sem er bindandi að alþjóðalögum er nýlegur samningur um leit og björgun á norðurslóðum, sem lokið var hér á Íslandi fyrir skemmstu. Stefnt er að því að undirrita þann samning á fundi Norðurskautsráðsins í Nuuk á Grænlandi í vor. Vinnulagið og samstarfsrammann sem leiddi til hans er beinlínis rakið að færa yfir á önnur svið, þar sem norðurskautsríkin eiga sameiginlega hagsmuni. Það felur í sér að áheyrnarríki, sem fjær liggja en hafa þó hagsmuni af velferð norðursins, ásamt ríkjasamtökum og frjálsum félagasamtökum, hafa greiða lýðræðislega leið til að koma skoðunum sínum að borðinu þar sem ákvarðanir mótast.Slagkraftur gegn loftslagsvá Þriðja meginhugsunin að baki stefnu okkar á norðurslóðum er að auka þunga í málflutningi Íslendinga gagnvart öðrum mikilvægum þætti í utanríkisstefnu okkar, sem er þátttaka Íslands í vörnum gegn hlýnun jarðar af manna völdum. Ríkisstjórnin vill að Ísland skipi sér í framlínu þeirra ríkja sem lengst vilja ganga í þeim viðbúnaði. Áhrif hlýnunarinnar koma hvergi hraðar og sterkar fram en á norðurslóðum. Kappsamt og ábyrgt hlutverk Íslands í stefnumótun í málefnum norðurslóða mun auka slagkraftinn í málflutningi okkar gegn loftslagsvánni á alþjóðavettvangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Össur Skarphéðinsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Íslenska ríkisstjórnin hefur lagt fram skýra stefnu um norðurslóðir í þingsályktunartillögu sem nú er fjallað um á Alþingi. Mér þótti í senn athyglisvert og ánægjulegt hversu mikið sammæli var meðal þingheims um meginatriði stefnunnar þegar ég mælti fyrir henni. Hún hefur líka hlotið góðar undirtektir erlendis. Ýmis ríki á norðurhvelinu hafa nú þegar kynnt sér hana og umræðurnar sem urðu á Alþingi. Í kjölfarið kynnti ég stefnuna einnig í þessari viku á 700 manna ráðstefnu í Tromsö í Noregi, Arctic Frontier - Tipping Points, og ræddi m.a. hana á fundi með norska utanríkisráðherranum, Jónasi Gahr Störe, og sérfræðingum hans í málefnum norðursins. Góður samhljómur er með áherslum okkar og Noregs enda margvíslegir hagsmunir sameiginlegir frændþjóðunum. Norðmenn, ekki síst utanríkisráðherrann, hafa jafnan beitt sér af alefli fyrir velferð norðurslóða.Þrjár meginlínur Þrenns konar meginhugsun er að baki þeirri stefnu sem íslenska ríkisstjórnin hefur lagt fram: Í fyrsta lagi er markmið okkar að tryggja beinharða hagsmuni Íslendinga. Vissulega mun nýting auðlinda norður af Íslandi og möguleg opnun skipaleiða yfir heimskautið opna Íslendingum mikilvæg viðskiptatækifæri á sviði margvíslegrar þjónustu. Þessari þróun fylgja þó líka umtalsverðar hættur. Ísland liggur svo að segja í útfalli Norður-Íshafsins. Bæði austan lands og vestan koma sterkir straumar norðan úr höfum. Þjóð sem byggir stóran hluta afkomu sinnar á hreinum sjó, sterkum sjávarstofnum og hreinni náttúru verður því að beita sér af alefli til að tryggja að öll vinnsla og skipaumferð verði samkvæmt ítrustu varúðarreglum. Beinir hagsmunir Íslendinga liggja í hreinleika sjávar, sterkum vörnum gegn mengun, heilbrigðum fiskistofnum, ströngum reglum um skipaumferð, tækifærum til að keppa um að þjónusta svæðið, borgaralegu öryggi og andstöðu við hernaðartengda uppbyggingu á norðurslóðum.Strandríkið Ísland Í öðru lagi stefna Íslendingar að því að verja ofangreinda hagsmuni með því hafa bein áhrif á ákvarðanir sem varða hag norðurslóða á grundvelli jafnræðis norðurskautsþjóðanna átta. Þetta er sagt í beinu framhaldi af sérkennilegri orðræðu sem hefur skotið upp kolli í tveimur heimsálfum um að Ísland sé ekki strandríki í sama skilningi og önnur ríki sem eiga lönd og höf að norðurheimskautinu. Undirtónn hennar er að því sé ekki nauðsynlegt að hafa Ísland með í ráðum þegar slík ríki ræða sameiginlega hagsmuni. Slíkur málflutningur er fimbulfamb, þó ekki væri nema af augljósum landfræðilegum ástæðum: Ísland á bæði land og víðfeðm hafflæmi innan norðurheimskautsins. Það er auk þess eina fullvalda ríkið sem fellur undir það sem norska ríkisstjórnin hefur kallað hánorðrið, eða High North. Af sjálfu leiðir, að Ísland er vitaskuld í hópi strandríkja, og hefur full rök til að ætla öðrum ríkjum að gangast við þeirri stöðu. Öllum á því að vera ljóst að Ísland fellir sig ekki við að ríki ráði ráðum sínum undir merkjum strandríkjahagsmuna án aðildar Íslands. Undir þetta sjónarmið var sterklega tekið af fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem tóku þátt í umræðunni á Alþingi.Efling Norðurskautsráðsins Áhersla mín á þessa augljósu stöðu Íslands er þó síður en svo tillaga um sérstakt samráð slíkra ríkja. Öðru nær. Þvert á móti felur stefna Íslands um jafnræði á norðurslóðum í sér að Norðurskautsráðið eflist í framtíðinni sem vettvangur þar sem sameiginleg hagsmunamál norðurheimskautsins verða rædd, og ráðið til lykta. Það er hvorki í þágu samvinnu á norðurslóðum né velferðar þeirra ef Norðurskautsráðið er veikt með reglulegu samráði utan vébanda þess. Miklu fremur er skynsamlegt að styrkja það með öllum hugsanlegum ráðum. Norðurskautsráðið þarf að vera vel búið í stakkinn þegar nýting auðlinda og hugsanleg opnun skipaleiða á norðurslóðum, ásamt gríðarlegum breytingum vegna hlýnunar jarðar, munu beinlínis færa því tröllaukin verkefni í fang. Glæsileg fyrirmynd um hvernig norðurskautsríkin átta geta fært sameiginlegar ákvarðanir um sameiginleg hagsmunamál í búning sem er bindandi að alþjóðalögum er nýlegur samningur um leit og björgun á norðurslóðum, sem lokið var hér á Íslandi fyrir skemmstu. Stefnt er að því að undirrita þann samning á fundi Norðurskautsráðsins í Nuuk á Grænlandi í vor. Vinnulagið og samstarfsrammann sem leiddi til hans er beinlínis rakið að færa yfir á önnur svið, þar sem norðurskautsríkin eiga sameiginlega hagsmuni. Það felur í sér að áheyrnarríki, sem fjær liggja en hafa þó hagsmuni af velferð norðursins, ásamt ríkjasamtökum og frjálsum félagasamtökum, hafa greiða lýðræðislega leið til að koma skoðunum sínum að borðinu þar sem ákvarðanir mótast.Slagkraftur gegn loftslagsvá Þriðja meginhugsunin að baki stefnu okkar á norðurslóðum er að auka þunga í málflutningi Íslendinga gagnvart öðrum mikilvægum þætti í utanríkisstefnu okkar, sem er þátttaka Íslands í vörnum gegn hlýnun jarðar af manna völdum. Ríkisstjórnin vill að Ísland skipi sér í framlínu þeirra ríkja sem lengst vilja ganga í þeim viðbúnaði. Áhrif hlýnunarinnar koma hvergi hraðar og sterkar fram en á norðurslóðum. Kappsamt og ábyrgt hlutverk Íslands í stefnumótun í málefnum norðurslóða mun auka slagkraftinn í málflutningi okkar gegn loftslagsvánni á alþjóðavettvangi.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar