Þriðja tilraun við Hafnarfjarðarúrslitaleik Óskart Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2011 06:00 Gylfi Gylfason og Ólafur Gústafsson voru í stórum hlutverkum í deildarleik Hauka og FH fyrir átta dögum. Mynd/Valli Flugfélags Íslands Deildarbikarinn verður eins og síðustu ár spilaður á milli jóla og nýárs og hann fer þriðja árið í röð fram í Strandgötu í Hafnarfirði. Undanúrslitin fara fram í dag og úrslitaleikirnir verða síðan spilaðir á morgun. Það er því mikil handboltaveisla fram undan á Strandgötunni. Fjögur efstu liðin í N1-deildum karla og kvenna komast í keppnina og var miðað við stöðu liðanna eftir seinustu umferð fyrir jól. Í karlaflokki voru það Fram, FH, Haukar og HK sem fá að spreyta sig en það eru einmitt einu félögin sem hafa unnið þessa keppni frá því að hún var sett á laggirnar árið 2006. Hjá konum eru það Fram, HK, Stjarnan og Valur sem spila í undanúrslitunum en öll hafa þau unnið þennan titil nema HK sem er að þreyta frumraun sína í Deildarbikar HSÍ. Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH eru í tveimur efstu sætum N1-deildar karla og eins og undanfarin tvö ár eiga þau möguleika á því að mætast í úrslitaleiknum. Það hefur hingað til klikkaði í bæði skiptin því Akureyringar slógu FH-inga út 2009 og slógu síðan Haukana út í fyrra. Akureyrarliðið tapaði síðan fyrir hinu Hafnarfjarðarliðinu í úrslitaleikjunum, 24-25 fyrir Haukum 2009 og svo 26-29 fyrir FH í fyrra. Það er stutt síðan að Hafnarfjarðarliðin mættust síðast. Haukar mættu í Kaplakrikann fyrir átta dögum og unnu þá 21-16 sigur eftir að hafa unnið síðustu 18 mínútur leiksins 11-3. Topplið Hauka mætir Fram í fyrri undanúrslitaleiknum hjá körlunum, en liðin hafa mæst tvisvar í vetur og unnið hvort sinn leikinn eftir mikla spennu. Framliðið var á toppnum framan af móti en Haukar hafa verið á skriði síðustu mánuði og eru nú með fimm stiga forskot í toppsætinu. Hinn undanúrslitaleikurinn er á milli FH og HK, sem hafa einnig leikið tvo spennandi leiki í vetur. Liðin gerðu fyrst 30-30 jafntefli í Digranesi en FH vann síðan 25-23 sigur í leik liðanna í Kaplakrika eftir að HK hafði verið yfir í hálfleik. Áttundi úrslitaleikurinn í röð hjá Val og Fram?Hrafnhildur Skúladóttir Valskonur hafa unnið alla leiki vetrarins og eiga titil að verja.Fréttablaðið/daníelÍslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Fram hafa mæst í síðustu sjö úrslitaleikjunum í öllum keppnum hjá konunum og eru líkleg til að komast í þann áttunda í röð í dag. Það eru liðin tvö ár síðan að úrslitaleikur fór fram í kvennahandboltanum þar sem vantaði annað liðið. Fram vann þá 27-25 sigur á Haukum í úrslitaleik deildarbikarsins en Valsliðið hafði notað ólöglegan leikmann þegar liðið vann Hauka í undanúrslitunum og Haukum var því dæmdur sigurinn í þeim leik. Íslandsmeistarar Vals hafa unnið alla sex deildarleiki sína í vetur með miklum yfirburðum og mæta HK í seinni undanúrslitaleiknum hjá konunum. Liðin mættust í Digranesi í nóvember og þá vann Valsliðið 32-25 sigur. Þetta verður í fyrsta sinn sem hið unga HK-lið tekur þátt í þessari keppni en HK kom mjög á óvart í upphafi tímabilsins en hefur síðan gefið nokkuð eftir. Framliðið tapaði óvænt fyrir HK í fyrsta leik en hefur síðan unnið sex deildarleiki í röð. Fram mætir Stjörnunni í fyrri undanúrslitaleiknum hjá konunum en Fram vann 33-25 sigur í Garðabænum í leik liðanna í byrjun nóvember. Stjörnukonur hafa setið eftir í undanúrslitunum undanfarin tvö ár en unnu þessa keppni fyrir þremur árum. Veislan byrjar klukkan fjögur í dag og síðan verður boðið upp á handbolta samfellt til að verða ellefu í kvöld. Miðaverð er þúsund krónur fyrir hvorn dag, fyrir 16 ára eldri, en frítt inn fyrir 15 ára og yngri. Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira
Flugfélags Íslands Deildarbikarinn verður eins og síðustu ár spilaður á milli jóla og nýárs og hann fer þriðja árið í röð fram í Strandgötu í Hafnarfirði. Undanúrslitin fara fram í dag og úrslitaleikirnir verða síðan spilaðir á morgun. Það er því mikil handboltaveisla fram undan á Strandgötunni. Fjögur efstu liðin í N1-deildum karla og kvenna komast í keppnina og var miðað við stöðu liðanna eftir seinustu umferð fyrir jól. Í karlaflokki voru það Fram, FH, Haukar og HK sem fá að spreyta sig en það eru einmitt einu félögin sem hafa unnið þessa keppni frá því að hún var sett á laggirnar árið 2006. Hjá konum eru það Fram, HK, Stjarnan og Valur sem spila í undanúrslitunum en öll hafa þau unnið þennan titil nema HK sem er að þreyta frumraun sína í Deildarbikar HSÍ. Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH eru í tveimur efstu sætum N1-deildar karla og eins og undanfarin tvö ár eiga þau möguleika á því að mætast í úrslitaleiknum. Það hefur hingað til klikkaði í bæði skiptin því Akureyringar slógu FH-inga út 2009 og slógu síðan Haukana út í fyrra. Akureyrarliðið tapaði síðan fyrir hinu Hafnarfjarðarliðinu í úrslitaleikjunum, 24-25 fyrir Haukum 2009 og svo 26-29 fyrir FH í fyrra. Það er stutt síðan að Hafnarfjarðarliðin mættust síðast. Haukar mættu í Kaplakrikann fyrir átta dögum og unnu þá 21-16 sigur eftir að hafa unnið síðustu 18 mínútur leiksins 11-3. Topplið Hauka mætir Fram í fyrri undanúrslitaleiknum hjá körlunum, en liðin hafa mæst tvisvar í vetur og unnið hvort sinn leikinn eftir mikla spennu. Framliðið var á toppnum framan af móti en Haukar hafa verið á skriði síðustu mánuði og eru nú með fimm stiga forskot í toppsætinu. Hinn undanúrslitaleikurinn er á milli FH og HK, sem hafa einnig leikið tvo spennandi leiki í vetur. Liðin gerðu fyrst 30-30 jafntefli í Digranesi en FH vann síðan 25-23 sigur í leik liðanna í Kaplakrika eftir að HK hafði verið yfir í hálfleik. Áttundi úrslitaleikurinn í röð hjá Val og Fram?Hrafnhildur Skúladóttir Valskonur hafa unnið alla leiki vetrarins og eiga titil að verja.Fréttablaðið/daníelÍslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Fram hafa mæst í síðustu sjö úrslitaleikjunum í öllum keppnum hjá konunum og eru líkleg til að komast í þann áttunda í röð í dag. Það eru liðin tvö ár síðan að úrslitaleikur fór fram í kvennahandboltanum þar sem vantaði annað liðið. Fram vann þá 27-25 sigur á Haukum í úrslitaleik deildarbikarsins en Valsliðið hafði notað ólöglegan leikmann þegar liðið vann Hauka í undanúrslitunum og Haukum var því dæmdur sigurinn í þeim leik. Íslandsmeistarar Vals hafa unnið alla sex deildarleiki sína í vetur með miklum yfirburðum og mæta HK í seinni undanúrslitaleiknum hjá konunum. Liðin mættust í Digranesi í nóvember og þá vann Valsliðið 32-25 sigur. Þetta verður í fyrsta sinn sem hið unga HK-lið tekur þátt í þessari keppni en HK kom mjög á óvart í upphafi tímabilsins en hefur síðan gefið nokkuð eftir. Framliðið tapaði óvænt fyrir HK í fyrsta leik en hefur síðan unnið sex deildarleiki í röð. Fram mætir Stjörnunni í fyrri undanúrslitaleiknum hjá konunum en Fram vann 33-25 sigur í Garðabænum í leik liðanna í byrjun nóvember. Stjörnukonur hafa setið eftir í undanúrslitunum undanfarin tvö ár en unnu þessa keppni fyrir þremur árum. Veislan byrjar klukkan fjögur í dag og síðan verður boðið upp á handbolta samfellt til að verða ellefu í kvöld. Miðaverð er þúsund krónur fyrir hvorn dag, fyrir 16 ára eldri, en frítt inn fyrir 15 ára og yngri.
Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira