Íþróttamaður ársins: Átta nýliðar á meðal efstu tíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. desember 2011 06:00 Alexander Petersson var kjörinn íþróttamaður ársins í fyrra. Alveg eins og í fyrra er mikið um ný andlit á meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins og það er nú þegar orðið ljóst að 37. íþróttamaðurinn í 55 ára sögu kjörsins fær sæmdarheitið Íþróttamaður ársins. Átta nýliðar eru á listanum í ár og enginn af íþróttamönnunum tíu hefur hlotið titilinn áður. Í fyrra voru sex nýliðar á listanum og náði aðeins einn þeirra, handboltamaðurinn Aron Pálmarsson, inn á listann í ár. Aron er reyndar sá eini sem nær því að vera á listanum annað árið í röð og hann á það sameiginlegt með Þóru Björg Helgadóttur að hafa verið meðal þeirra tíu efstu áður. Þóra er þar í þriðja sinn en hún varð í fimmta sæti í kjörinu 2005 og í þriðja sæti fyrir tveimur árum. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Alls eru 22 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna og nýttu allir þeirra atkvæðisrétt sinn í kjörinu að þessu sinni. Í kjörinu fékk 31 íþróttamaður atkvæði. Helmingur íþróttamannanna á topp tíu listanum að þessu sinni er 25 ára og yngri og Heiðar Helguson er elstur á listanum og eru hann og Þóra þau einu sem eru komin yfir þrítugt. Heiðar er 34 ára og búinn að vera atvinnumaður í þrettán ár en er samt að ná því í fyrsta sinn á ferlinum að komast í hóp þeirra tíu efstu í kjöri íþróttafréttamanna. Fótboltafólk eru fjölmennast á listanum að þessu sinni en tveir knattspyrnumenn og tvær knattspyrnukonur eru á listanum. Handbolti og frjálsar íþróttir eiga bæði tvo fulltrúa, karl og konu, og við bætast síðan kylfingur og körfuboltamaður. Fjórar konur eru á listanum þriðja árið í röð sem er metjöfnun en fjórar konur voru einnig á listununum 1998, 2003 og 2006. Hér á síðunni má sjá mynd af þeim tíu sem þóttu skara fram úr á árinu sem er að líða. Kjörinu verður síðan lýst á Grand Hóteli Reykjavík fimmtudaginn 5. janúar klukkan 20.15. Þessir fengu flest atkvæði í kjörinu (í stafrófsröð): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, handbolti Aron Pálmarsson, handbolti Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir Heiðar Helguson, knattspyrna Jakob Örn Sigurðarson, körfubolti Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttir Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna Ólafur Björn Loftsson, golf Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna Þóra B. Helgadóttir, knattspyrnaAnna Úrsúla Guðmundsdóttir (26 ára, handbolti) Félag: Valur. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/PjeturAron Pálmarsson (21 árs, handbolti) Félag: THW Kiel í Þýskalandi. Fjöldi skipta á topp 10: 2Nordic Photos / Getty ImagesÁsdís Hjálmsdóttir (26 ára, frjálsíþróttir) Félag: Ármann. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/AntonHeiðar Helguson (34 ára, knattspyrna) Félag: QPR í Englandi. Fjöldi skipta á topp 10: 1Nordic Photos / Getty ImagesJakob Örn Sigurðarson (29 ára, körfubolti) Félag: Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/ValliKári Steinn Karlsson (25 ára, frjálsíþróttir) Félag: Breiðablik. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/StefánKolbeinn Sigþórsson (21 árs, knattspyrna) Félag: AZ Alkmaar/Ajax í Hollandi. Fjöldi skipta á topp 10: 1Nordic Photos / Getty ImagesÓlafur Björn Loftsson (24 ára, golf) Félag: Nesklúbburinn. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/GVASara Björk Gunnarsdóttir (21 árs, knattspyrna) Félag: Ldb Malmö í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/StefánÞóra Björg Helgadóttir (30 ára, knattspyrna) Félag: Ldb Malmö í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 3Mynd/Stefán Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Sjá meira
Alveg eins og í fyrra er mikið um ný andlit á meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins og það er nú þegar orðið ljóst að 37. íþróttamaðurinn í 55 ára sögu kjörsins fær sæmdarheitið Íþróttamaður ársins. Átta nýliðar eru á listanum í ár og enginn af íþróttamönnunum tíu hefur hlotið titilinn áður. Í fyrra voru sex nýliðar á listanum og náði aðeins einn þeirra, handboltamaðurinn Aron Pálmarsson, inn á listann í ár. Aron er reyndar sá eini sem nær því að vera á listanum annað árið í röð og hann á það sameiginlegt með Þóru Björg Helgadóttur að hafa verið meðal þeirra tíu efstu áður. Þóra er þar í þriðja sinn en hún varð í fimmta sæti í kjörinu 2005 og í þriðja sæti fyrir tveimur árum. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Alls eru 22 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna og nýttu allir þeirra atkvæðisrétt sinn í kjörinu að þessu sinni. Í kjörinu fékk 31 íþróttamaður atkvæði. Helmingur íþróttamannanna á topp tíu listanum að þessu sinni er 25 ára og yngri og Heiðar Helguson er elstur á listanum og eru hann og Þóra þau einu sem eru komin yfir þrítugt. Heiðar er 34 ára og búinn að vera atvinnumaður í þrettán ár en er samt að ná því í fyrsta sinn á ferlinum að komast í hóp þeirra tíu efstu í kjöri íþróttafréttamanna. Fótboltafólk eru fjölmennast á listanum að þessu sinni en tveir knattspyrnumenn og tvær knattspyrnukonur eru á listanum. Handbolti og frjálsar íþróttir eiga bæði tvo fulltrúa, karl og konu, og við bætast síðan kylfingur og körfuboltamaður. Fjórar konur eru á listanum þriðja árið í röð sem er metjöfnun en fjórar konur voru einnig á listununum 1998, 2003 og 2006. Hér á síðunni má sjá mynd af þeim tíu sem þóttu skara fram úr á árinu sem er að líða. Kjörinu verður síðan lýst á Grand Hóteli Reykjavík fimmtudaginn 5. janúar klukkan 20.15. Þessir fengu flest atkvæði í kjörinu (í stafrófsröð): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, handbolti Aron Pálmarsson, handbolti Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir Heiðar Helguson, knattspyrna Jakob Örn Sigurðarson, körfubolti Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttir Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna Ólafur Björn Loftsson, golf Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna Þóra B. Helgadóttir, knattspyrnaAnna Úrsúla Guðmundsdóttir (26 ára, handbolti) Félag: Valur. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/PjeturAron Pálmarsson (21 árs, handbolti) Félag: THW Kiel í Þýskalandi. Fjöldi skipta á topp 10: 2Nordic Photos / Getty ImagesÁsdís Hjálmsdóttir (26 ára, frjálsíþróttir) Félag: Ármann. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/AntonHeiðar Helguson (34 ára, knattspyrna) Félag: QPR í Englandi. Fjöldi skipta á topp 10: 1Nordic Photos / Getty ImagesJakob Örn Sigurðarson (29 ára, körfubolti) Félag: Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/ValliKári Steinn Karlsson (25 ára, frjálsíþróttir) Félag: Breiðablik. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/StefánKolbeinn Sigþórsson (21 árs, knattspyrna) Félag: AZ Alkmaar/Ajax í Hollandi. Fjöldi skipta á topp 10: 1Nordic Photos / Getty ImagesÓlafur Björn Loftsson (24 ára, golf) Félag: Nesklúbburinn. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/GVASara Björk Gunnarsdóttir (21 árs, knattspyrna) Félag: Ldb Malmö í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/StefánÞóra Björg Helgadóttir (30 ára, knattspyrna) Félag: Ldb Malmö í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 3Mynd/Stefán
Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Sjá meira